Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 13:31 Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi. Lögreglan tók við áfenginu og öllum gögnum málsins m.a. formlegri játningu sem byggir á lagalegum tilvísunum m.m. Síðan hef ég ekki fengið svör um hvar málið er statt þótt eftir hafi verið leitað? Veit ekki hvað veldur en vinna við að klára málið ætti ekki að vera embættinu ofviða. ÁTVR kærði árið 2020 Alvarlegra er þó að ÁTVR kærði netsölu áfengis fyrir fjórum og hálfu ári síðan, þann 16. júní 2020, en hefur ekki fengið neina niðurstöðu hjá lögreglu. Slíkur seinagangur er með ólíkindum. Eftir nokkra daga hefst árið 2025! Hverju veldur? Nú hefur þú, kæri Grímur, verið opinber talsmaður lögreglu, m.a. varðandi kæru ÁTVR á netsölu áfengis. Rifjum upp hverju lögreglustjóri og þú hafið komið á framfæri í því máli. Í frétt á ruv.is 9 ágúst sl. sagði:- Í svari lögreglustjóra, sem barst ríkissaksóknara í júníbyrjun, sagði svo að greinargerðin myndi að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni fyrir miðjan júní og þá yrði málið sent til ákærusviðs. Að lokum baðst lögreglan afsökunar á seinaganginum. - Lögreglan afsakar seinagang en hvað svo? Í frétt á visir.is 3 september sl. sagði: -Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins.Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi.Hann sagði í samtali við Vísi um miðjan júní síðastliðinn að rannsóknin væri á lokametrunum en málið hefur verið til rannsóknar í rúm fjögur ár.- Miðað við þessar upplýsingar tók rannsókn málsins 4 ár, sem verður að teljast óeðlilega langur tími, enda biðst lögreglan afsökunar á því. En hvað svo? Síðan hefur fullrannsakað málið legið á borði ákærusviðs lögreglu í um hálft ár, eins og þú staðfestir. Afsakið, en það er ekki hægt að bjóða upp á að þetta mál klárist ekki. Það er ekki hægt að bjóða upp á að fyrirkomulag áfengissölu molni niður fyrir allra augum meðan lögreglan klárar ekki af eða á. Fjöldi aðila bíða niðurstöðu Fjöldi aðila bíða niðurstöðu í kærumáli ÁTVR. Í því sambandi minni ég á að breiðfylking félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sendu áskorun í lok ágúst sl. til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: -Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.- Hvað félög voru þetta? Jú, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Af hverju klárast ekki kæra ÁTVR frá 2020? Ekki ætla ég að halda því fram að dómsmályfirvöld hafi hvatt til fálætis. Það getur ekki verið? Maður vill auðvitað ekki trúa slíku. Ég vona að þú brýnir þína fyrrum kollega í lögreglunni til góðra verka. Gangi þér sem best i þingstörfum og þá sérstaklega í málefnum er varðand réttindi barna og ungmenna, forvarna og velferðarmála Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Auglýsinga- og markaðsmál Árni Guðmundsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi. Lögreglan tók við áfenginu og öllum gögnum málsins m.a. formlegri játningu sem byggir á lagalegum tilvísunum m.m. Síðan hef ég ekki fengið svör um hvar málið er statt þótt eftir hafi verið leitað? Veit ekki hvað veldur en vinna við að klára málið ætti ekki að vera embættinu ofviða. ÁTVR kærði árið 2020 Alvarlegra er þó að ÁTVR kærði netsölu áfengis fyrir fjórum og hálfu ári síðan, þann 16. júní 2020, en hefur ekki fengið neina niðurstöðu hjá lögreglu. Slíkur seinagangur er með ólíkindum. Eftir nokkra daga hefst árið 2025! Hverju veldur? Nú hefur þú, kæri Grímur, verið opinber talsmaður lögreglu, m.a. varðandi kæru ÁTVR á netsölu áfengis. Rifjum upp hverju lögreglustjóri og þú hafið komið á framfæri í því máli. Í frétt á ruv.is 9 ágúst sl. sagði:- Í svari lögreglustjóra, sem barst ríkissaksóknara í júníbyrjun, sagði svo að greinargerðin myndi að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni fyrir miðjan júní og þá yrði málið sent til ákærusviðs. Að lokum baðst lögreglan afsökunar á seinaganginum. - Lögreglan afsakar seinagang en hvað svo? Í frétt á visir.is 3 september sl. sagði: -Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins.Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi.Hann sagði í samtali við Vísi um miðjan júní síðastliðinn að rannsóknin væri á lokametrunum en málið hefur verið til rannsóknar í rúm fjögur ár.- Miðað við þessar upplýsingar tók rannsókn málsins 4 ár, sem verður að teljast óeðlilega langur tími, enda biðst lögreglan afsökunar á því. En hvað svo? Síðan hefur fullrannsakað málið legið á borði ákærusviðs lögreglu í um hálft ár, eins og þú staðfestir. Afsakið, en það er ekki hægt að bjóða upp á að þetta mál klárist ekki. Það er ekki hægt að bjóða upp á að fyrirkomulag áfengissölu molni niður fyrir allra augum meðan lögreglan klárar ekki af eða á. Fjöldi aðila bíða niðurstöðu Fjöldi aðila bíða niðurstöðu í kærumáli ÁTVR. Í því sambandi minni ég á að breiðfylking félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sendu áskorun í lok ágúst sl. til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: -Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.- Hvað félög voru þetta? Jú, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Af hverju klárast ekki kæra ÁTVR frá 2020? Ekki ætla ég að halda því fram að dómsmályfirvöld hafi hvatt til fálætis. Það getur ekki verið? Maður vill auðvitað ekki trúa slíku. Ég vona að þú brýnir þína fyrrum kollega í lögreglunni til góðra verka. Gangi þér sem best i þingstörfum og þá sérstaklega í málefnum er varðand réttindi barna og ungmenna, forvarna og velferðarmála Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun