Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2024 13:02 Eflaust hlakka margir til þess að sjá framhaldsmyndina um Happy Gilmore. Netflix Bandaríska kvikmyndastjarnan Adam Sandler gaf aðdáendum sínum gjöf um hátíðirnar, en þá birti hann svokallaða kitlu fyrir væntanlega framhaldsmynd um Happy Gilmore, sem er væntanleg á Netflix á næsta ári. Í þessari kitlu sést Sandler snúa aftur í hlutverk golfarans ástsæla, Happy Gilmore, klæddur í hokký-treyju, Adidas-buxur og í stóra klossa. Hann tekur golfsveiflu með tilhlaupi eins og honum einum er lagið og fagnar á sinn einstaka hátt, með því hlaupa um á golfkylfunni líkt og hann sé á hestbaki. View this post on Instagram A post shared by Adam Sandler (@adamsandler) Upprunalega myndin sem er frá 1996 fjallar um skapstóran og að því er virðist nokkuð vonlausan hokkíleikmann sem leggur skautana á hilluna vegna fjárhagsvandræða ömmu sinnar og færir sig yfir í golf með góðum árangri. Nýja myndin mun hreinlega bera titilinn Happy Gilmore 2. Í kitlunni sést Julie Bowen snúa aftur í hlutverki sínu sem Virgina Venit, ástarviðfang aðalsöguhetjunnar. Og þá snýr Christopher McDonald aftur sem erkióvinur Gilmore, Shooter McGavin. Gilmore og McGavin sjást mætast í kirkjugarði við gröf sem er merkt „Peterson“, en gera má ráð fyrir því að þar liggi Derick „Chubbs“ Peterson þjálfari Gilmore, sem Carl heitinn Weathers lék. Einnig sést glytta í leikstjóra fyrri myndarinnar, Dennis Dugan, en hann lék mótsstjóra golfmótsins sem myndin hverfist að miklu leyti um. Þar að auki sést í stórstjörnur á borð við íþróttamanninn Travis Kelce og Bad Bunny. Þá er líka talið að rapparinn Eminem muni fara með hlutverk í myndinni, sem og leikararnir Margaret Qualley og Nick Swardson. Ekki nóg með það heldur er búist við því að Ben Stiller muni snúa aftur, en hann lék hinn eftirminnilega Hal, ömurlegan starfsmann hjúkrunarheimilis aldraðra. Hollywood Bíó og sjónvarp Golf Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Í þessari kitlu sést Sandler snúa aftur í hlutverk golfarans ástsæla, Happy Gilmore, klæddur í hokký-treyju, Adidas-buxur og í stóra klossa. Hann tekur golfsveiflu með tilhlaupi eins og honum einum er lagið og fagnar á sinn einstaka hátt, með því hlaupa um á golfkylfunni líkt og hann sé á hestbaki. View this post on Instagram A post shared by Adam Sandler (@adamsandler) Upprunalega myndin sem er frá 1996 fjallar um skapstóran og að því er virðist nokkuð vonlausan hokkíleikmann sem leggur skautana á hilluna vegna fjárhagsvandræða ömmu sinnar og færir sig yfir í golf með góðum árangri. Nýja myndin mun hreinlega bera titilinn Happy Gilmore 2. Í kitlunni sést Julie Bowen snúa aftur í hlutverki sínu sem Virgina Venit, ástarviðfang aðalsöguhetjunnar. Og þá snýr Christopher McDonald aftur sem erkióvinur Gilmore, Shooter McGavin. Gilmore og McGavin sjást mætast í kirkjugarði við gröf sem er merkt „Peterson“, en gera má ráð fyrir því að þar liggi Derick „Chubbs“ Peterson þjálfari Gilmore, sem Carl heitinn Weathers lék. Einnig sést glytta í leikstjóra fyrri myndarinnar, Dennis Dugan, en hann lék mótsstjóra golfmótsins sem myndin hverfist að miklu leyti um. Þar að auki sést í stórstjörnur á borð við íþróttamanninn Travis Kelce og Bad Bunny. Þá er líka talið að rapparinn Eminem muni fara með hlutverk í myndinni, sem og leikararnir Margaret Qualley og Nick Swardson. Ekki nóg með það heldur er búist við því að Ben Stiller muni snúa aftur, en hann lék hinn eftirminnilega Hal, ömurlegan starfsmann hjúkrunarheimilis aldraðra.
Hollywood Bíó og sjónvarp Golf Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira