Fótbolti

Emilía til Leipzig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í landsleik gegn Bandaríkjunum í október.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir í landsleik gegn Bandaríkjunum í október. getty/Michael Wade

Landsliðskonan í fótbolta, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, er gengin í raðir RB Leipzig frá Nordsjælland.

Á síðasta tímabili varð Emilía tvöfaldur meistari með Nordsjælland og var markahæst í dönsku úrvalsdeildinni.

Emilía, sem er nítján ára, á íslenskan föður og danska móður. Hún lék fyrir yngri landslið Danmerkur en var í fyrsta sinn valin í íslenska A-landsliðið í maí síðastliðnum. Emilía hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Ísland.

Emilía skrifaði undir fjögurra ára samning við Leipzig sem er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar af tólf liðum.

Á síðasta tímabili endaði Leipzig í 8. sæti sem nýliði. Kvennaliði félagsins var ekki komið á koppinn fyrr en 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×