Olivia Hussey er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. desember 2024 12:03 Olivia Hussey og Leonard Whiting í hlutverkum Rómeós og Júlíu í samnefndri kvikmynd frá 1968. Getty Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968. Hin bresk-argentínska Hussey lést á föstudag umkringd fjölskyldumeðlimum segir í yfirlýsingu sem birtist á Instagram-síðu hennar. Hún hafði farið í tvöfalt brjóstnám vegna brjóstakrabbameins árið 2008 en krabbameinið tók sig upp að nýju árið 2017 og dró hana að lokum til dauða. „Hvíl í friði nú mín fallega Júlía, ekkert óréttlæti getur skaðað þig nú. Og heimurinn mun muna þína fegurð að innan sem utan að eilífu,“ skrifaði Leonard Whiting, meðleikari hennar í Rómeó og Júlíu, í yfirlýsingu. Hlaut heimsfrægð fimmtán ára Hussey fæddist í Buenos Aires í Argentínu árið 1951, dóttir tangódansarans Osvaldo Ribó og lögritarans Joy Hussey. Olivia flutti með móður sinni og bróður til London þegar hún var sjö ára og hóf skömmu síðar fimm ára nám við leiklistarskólann Italia Conti í Woking. Hussey byrjaði að leika á sviði og í sjónvarpi sem táningur. Þegar hún var fimmtán ára sá ítalski leikstjórinn Franco Zeffirelli hana á sviði og réði hana í kjölfarið til að leika Júlíu í aðlögun á harmleik Shakespeare. Hún lék þar á móti hinum sextán ára Leonard Whiting í hlutverki Rómeó. Myndin kom út árið 1968, sló í gegn og var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd og fyrir besta leikstjóra. Hussey hlaut verðlaun á Golden Globes-verðlaunahátíðinni það árið sem besta nýja stjarnan. Það fór ekki vel fyrir Rómeó Montague og Júlíu Capúlet.Getty Höfðuðu mál vegna nektarsenu Árið 2023 höfðuðu Hussey og Whiting, þá komin á áttræðisaldur, mál gegn Paramount Pictures vegna kynferðislegrar misnotkunar, kynferðislegrar áreitni og svika. Þau sögðu Zeffirelli, sem lést árið 2019, hafa hvatt þau til að leika í nektaratriði þrátt fyrir að hafa áður lofað þeim að þau þyrftu þess ekki. Zeffirelli hafði sagt þeim að þau myndu vera í ljósbrúnum nærfötum en þegar atriðið var tekið upp sagði hann að líkamar þeirra yrðu farðaðir þannig að engin nekt myndi sjást. Svo var ekki raunin, í myndinni sást í rasskinnar Whitings og brjóst Hussey. Þau sóttust eftir skaðabótum að andvirði hálfs milljarðs Bandaríkjadala vegna þjáningarinnar sem þau þoldu og gróða myndarinnar. Málinu var á endanum vísað frá á þeim forsendum að atriðið væri ekki nægilega „kynferðislega djarft“. Áhrifamikil heimsókn til spákonu Eftir Rómeó og Júlíu átti Hussey farsælan áratugalangan feril í Hollywood. Eftir að hafa farið til spákonu sem sagði Hussey að hún myndi leika í vinsælli kanadískri mynd tók hún hlutverki í jólahryllingsmyndinni Black Christmas árið 1974. Myndin fékk sæmilega dóma en reyndist afar áhrifamikil sem ein fyrsta slægjumyndin (e. slasher-film) og varð síðar költ-klassík. Karakter Hussey í myndinni, Jess Bradford, varð sömuleiðis ein fyrsta „síðasta stúlkan“ (e. final-girl) sinnar gerðar. Eftir að hafa leikið í hryllingsmyndinni Psycho IV: The Beginning og þáttunum IT hlaut Hussey nafnbótina öskurdrottning (e. scream queen). Hussey lék auk þess Maríu, móður Jesús, í sjónvarpsseríu eftir Zeffirelli um Jesús árið 1977, Rosalie Otterbourne í Death on the Nile og svo tók hún að sér ýmis talsetningarhlutverk í kringum aldamótin. Fjallað var um Hussey í Morgunblaðinu árið 1985 í greininni „Hvað varð um Oliviu Hussey“ en þar kom fram að leikkonan hefði þjáðst af víðáttubrjálæði. Þar kom einnig fram að hún hefði gift sig tvívegis, annars vegar leikaranum Dean Paul Martin og hins vegar poppsöngvaranum Akira Fuse, og eignast tvö börn. Eftir það skildi hún og gifti sig í þriðja sinn, í þetta skiptið popparanum David Glen Eisley og eignaðist með honum dótturina Indiu Eisley. Frétt úr Mogganum árið 1985 um Oliviu Hussey.Timarit.is Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Argentína Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Hin bresk-argentínska Hussey lést á föstudag umkringd fjölskyldumeðlimum segir í yfirlýsingu sem birtist á Instagram-síðu hennar. Hún hafði farið í tvöfalt brjóstnám vegna brjóstakrabbameins árið 2008 en krabbameinið tók sig upp að nýju árið 2017 og dró hana að lokum til dauða. „Hvíl í friði nú mín fallega Júlía, ekkert óréttlæti getur skaðað þig nú. Og heimurinn mun muna þína fegurð að innan sem utan að eilífu,“ skrifaði Leonard Whiting, meðleikari hennar í Rómeó og Júlíu, í yfirlýsingu. Hlaut heimsfrægð fimmtán ára Hussey fæddist í Buenos Aires í Argentínu árið 1951, dóttir tangódansarans Osvaldo Ribó og lögritarans Joy Hussey. Olivia flutti með móður sinni og bróður til London þegar hún var sjö ára og hóf skömmu síðar fimm ára nám við leiklistarskólann Italia Conti í Woking. Hussey byrjaði að leika á sviði og í sjónvarpi sem táningur. Þegar hún var fimmtán ára sá ítalski leikstjórinn Franco Zeffirelli hana á sviði og réði hana í kjölfarið til að leika Júlíu í aðlögun á harmleik Shakespeare. Hún lék þar á móti hinum sextán ára Leonard Whiting í hlutverki Rómeó. Myndin kom út árið 1968, sló í gegn og var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd og fyrir besta leikstjóra. Hussey hlaut verðlaun á Golden Globes-verðlaunahátíðinni það árið sem besta nýja stjarnan. Það fór ekki vel fyrir Rómeó Montague og Júlíu Capúlet.Getty Höfðuðu mál vegna nektarsenu Árið 2023 höfðuðu Hussey og Whiting, þá komin á áttræðisaldur, mál gegn Paramount Pictures vegna kynferðislegrar misnotkunar, kynferðislegrar áreitni og svika. Þau sögðu Zeffirelli, sem lést árið 2019, hafa hvatt þau til að leika í nektaratriði þrátt fyrir að hafa áður lofað þeim að þau þyrftu þess ekki. Zeffirelli hafði sagt þeim að þau myndu vera í ljósbrúnum nærfötum en þegar atriðið var tekið upp sagði hann að líkamar þeirra yrðu farðaðir þannig að engin nekt myndi sjást. Svo var ekki raunin, í myndinni sást í rasskinnar Whitings og brjóst Hussey. Þau sóttust eftir skaðabótum að andvirði hálfs milljarðs Bandaríkjadala vegna þjáningarinnar sem þau þoldu og gróða myndarinnar. Málinu var á endanum vísað frá á þeim forsendum að atriðið væri ekki nægilega „kynferðislega djarft“. Áhrifamikil heimsókn til spákonu Eftir Rómeó og Júlíu átti Hussey farsælan áratugalangan feril í Hollywood. Eftir að hafa farið til spákonu sem sagði Hussey að hún myndi leika í vinsælli kanadískri mynd tók hún hlutverki í jólahryllingsmyndinni Black Christmas árið 1974. Myndin fékk sæmilega dóma en reyndist afar áhrifamikil sem ein fyrsta slægjumyndin (e. slasher-film) og varð síðar költ-klassík. Karakter Hussey í myndinni, Jess Bradford, varð sömuleiðis ein fyrsta „síðasta stúlkan“ (e. final-girl) sinnar gerðar. Eftir að hafa leikið í hryllingsmyndinni Psycho IV: The Beginning og þáttunum IT hlaut Hussey nafnbótina öskurdrottning (e. scream queen). Hussey lék auk þess Maríu, móður Jesús, í sjónvarpsseríu eftir Zeffirelli um Jesús árið 1977, Rosalie Otterbourne í Death on the Nile og svo tók hún að sér ýmis talsetningarhlutverk í kringum aldamótin. Fjallað var um Hussey í Morgunblaðinu árið 1985 í greininni „Hvað varð um Oliviu Hussey“ en þar kom fram að leikkonan hefði þjáðst af víðáttubrjálæði. Þar kom einnig fram að hún hefði gift sig tvívegis, annars vegar leikaranum Dean Paul Martin og hins vegar poppsöngvaranum Akira Fuse, og eignast tvö börn. Eftir það skildi hún og gifti sig í þriðja sinn, í þetta skiptið popparanum David Glen Eisley og eignaðist með honum dótturina Indiu Eisley. Frétt úr Mogganum árið 1985 um Oliviu Hussey.Timarit.is
Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Argentína Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira