Körfubolti

De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Parson mætir aftur til landsins.
Parson mætir aftur til landsins. vísir/hulda Margrét

Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haukum á Þorláksmessu. Þar segir:

„De’Sean Parsons, góður vinur félagsins frá síðasta tímabili, hefur ákveðið að snúa aftur. Hann mun spila með liðinu fram á vor, auk þess að starfa í barna- og unglingastarfinu, áður en hann heldur aftur til Ástralíu. De’Sean er sannur félagsmaður og fyrirmynd, og við bindum vonir við að hann muni styrkja liðið í þeirri baráttu sem fram undan er. Leit að nýjum þjálfara karlaliðsins stendur yfir, og við vonumst til að kynna nýjan þjálfara innan skamms.“

Haukar eru í neðsta sæti Bónusdeildarinnar með fjögur stig. Parson lék með liðinu á síðasta tímabili en hann lék 10 leiki og skoraði í þeim 13,5 stig að meðaltali í leik og tók 9,8 fráköst.

Mate Dalmay fyrrum þjálfari Hauka valdi Parson sem ein af hans misheppnuðu kauðum á þjálfaraferlinum í Körfuboltakvöldi Extra á síðusta tímabili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×