Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 13:02 Amen Thompson kominn í gólfið eftir átökin við Tyler Herro og Terry Rozier er byrjaður að skipta sér af. Vísir/Getty Amen Thompson leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna áfloga við Tyler Herro í leik Rockets og Miami Heat um helgina. Fyrrum leikmaður Houston Rockets sakar forráðamenn NBA-deildarinnar um óheiðarleika. Miami Heat vann 104-100 sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni um helgina en eftir leik voru þó flestir að tala um áflog þeirra Amen Thompson og Tyler Herro. Þeir Thompson og Herro byrjuðu að kítast þegar boltinn var ekki í leik og endaði það með því að Thompson henti Herro í jörðina áður en flestallir leikmenn liðanna hópuðust að til að stöðva áflogin. Amen Thompson and Tyler Herro fight 👀 pic.twitter.com/VGp1KBXzJH— NBACentral (@TheDunkCentral) December 30, 2024 NBA-deildin hefur nú dæmt Thompson í tveggja leikja bann en Herro fékk 25.000 dollara sekt. Fyrrum leikmaður Houston Rockets, Vernon Maxvell, hefur nú tjáð sig um atvikið og sparar ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn. Sakar hann forráðamenn NBA-deildarinnar um að vera á móti Houston Rockets og tekst auk þess að draga rapparann Machine Gun Kelly inn í umræðuna. 2 game suspension for Amen. 25k fine and no suspension for the instigator MGK. The league has never liked Houston and they must have a thing for skinny white kids that can’t rap.— Vernon Maxwell (@VernonMaxwell11) December 31, 2024 „Tveggja leikja bann á Amen, 25 þúsund dollara sekt og ekkert bann á hvatamanninn MGK. NBA-deildin hefur aldrei fílað Houston og þeir hljóta að vera hrifnir af horuðum hvítum strákum sem geta ekki rappað,“ skrifaði Maxvell en þetta var ekki í eina skiptið sem hann líkti Tyler Herro við Machine Gun Kelly. Þegar atvikið átti sér stað í leiknum skrifaði hann að „einhver þyrfti að segja Machine Gun Kelly að láta Amen Thompson í friði.“ Amen Thompson er síður en svo fyrsti leikmaður Houston Rockets sem lætur hnefana tala á vellinum. Rockets leikmaðurinn fyrrverandi Hakeem Olajuwon gerði það í nokkur skipti á sínum frábæra ferli og stjórnandi hlaðvarpsins The Bradeaux & Will Show, sem fjallar um lið Rockets, sagði Thompson vera að gera það sem hann þyrfti til að verða gosögn hjá félaginu. Amen doing what it takes to become a Rockets legend. pic.twitter.com/G3954ROMtJ https://t.co/EsnLWi37cB— Bradeaux (@BradeauxNBA) December 30, 2024 NBA Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Miami Heat vann 104-100 sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni um helgina en eftir leik voru þó flestir að tala um áflog þeirra Amen Thompson og Tyler Herro. Þeir Thompson og Herro byrjuðu að kítast þegar boltinn var ekki í leik og endaði það með því að Thompson henti Herro í jörðina áður en flestallir leikmenn liðanna hópuðust að til að stöðva áflogin. Amen Thompson and Tyler Herro fight 👀 pic.twitter.com/VGp1KBXzJH— NBACentral (@TheDunkCentral) December 30, 2024 NBA-deildin hefur nú dæmt Thompson í tveggja leikja bann en Herro fékk 25.000 dollara sekt. Fyrrum leikmaður Houston Rockets, Vernon Maxvell, hefur nú tjáð sig um atvikið og sparar ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn. Sakar hann forráðamenn NBA-deildarinnar um að vera á móti Houston Rockets og tekst auk þess að draga rapparann Machine Gun Kelly inn í umræðuna. 2 game suspension for Amen. 25k fine and no suspension for the instigator MGK. The league has never liked Houston and they must have a thing for skinny white kids that can’t rap.— Vernon Maxwell (@VernonMaxwell11) December 31, 2024 „Tveggja leikja bann á Amen, 25 þúsund dollara sekt og ekkert bann á hvatamanninn MGK. NBA-deildin hefur aldrei fílað Houston og þeir hljóta að vera hrifnir af horuðum hvítum strákum sem geta ekki rappað,“ skrifaði Maxvell en þetta var ekki í eina skiptið sem hann líkti Tyler Herro við Machine Gun Kelly. Þegar atvikið átti sér stað í leiknum skrifaði hann að „einhver þyrfti að segja Machine Gun Kelly að láta Amen Thompson í friði.“ Amen Thompson er síður en svo fyrsti leikmaður Houston Rockets sem lætur hnefana tala á vellinum. Rockets leikmaðurinn fyrrverandi Hakeem Olajuwon gerði það í nokkur skipti á sínum frábæra ferli og stjórnandi hlaðvarpsins The Bradeaux & Will Show, sem fjallar um lið Rockets, sagði Thompson vera að gera það sem hann þyrfti til að verða gosögn hjá félaginu. Amen doing what it takes to become a Rockets legend. pic.twitter.com/G3954ROMtJ https://t.co/EsnLWi37cB— Bradeaux (@BradeauxNBA) December 30, 2024
NBA Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira