Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2025 15:22 Hringir Satúrnusar eru eitt tilkomumesta fyrirbærið í sólkerfinu okkar. Myndina tók Cassini-geimfarið árið 2009. Skugginn sem sést er af tunglinu Títani. NASA/JPL/Space Science Institute. Krúnudjásn sólkerfisins, hringir Satúrnusar, hverfa sjónum manna í mars. Þeir verða þó aðeins „horfnir“ í nokkra daga. Fyrirbærið á sér stað á um fimmtán ára fresti þegar sjónlína frá jörðinni er beint á rönd hringanna. Hringir Satúrnusar eru eitt mikilfenglegasta fyrirbæri sólkerfisins og helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Útlit þeirra er breytilegt frá jörðinni séð eftir því sem afstaða hnattanna breytist í sólkerfinu. Yfirleitt horfum við annað hvort ofan á hringina eða neðan á þá eftir því hvort suður- eða norðurpóll Satúrnusar hallar að jörðinni. Tvisvar á hverju Satúrnusarári, á um fimmtán ára fresti, er sjónlínan frá jörðinni við Satúrnus beint á fleti hringanna. Vegna þess hversu hlutfallslega næfurþunnir hringirnir eru virðast þeir þá hverfa algerlega sjónum frá jörðinni séð, að því er kemur fram í umfjöllun Stjörnufræðivefsins um hringina. Næst gerist þetta 23. mars og stendur í nokkra daga. Satúrnus verður þá hins vegar of nærri sólinni á himninum til þess að hægt verði að skoða reikistjörnuna í sjónaukum. Kjöraðstæður verða aftur á móti til að njóta dýrðar Satúrnusar í haust þegar hann verður í svonefndri gagnstöðu. Þá verður jörðin á milli sólarinnar og Satúrnusar í sólkerfinu. Til lengri tíma litið er búist við því að hringir Satúrnusar hverfi innan nokkur hundruð milljóna ára. Sífellt kvarnast úr þeim þegar ísagnirnar sem mynda falla inn í þyngdarsvið plánetunnar og gufa upp í lofthjúpi hennar. Talið er að hringarnir séu tiltölulega ungir, aðeins nokkur hundruð milljón ára gamlir og að þeir hafi myndast þegar ístungl splundraðist. Satúrnus er ekki eina reikistjarnan í sólkerfinu sem skartar hringjum. Júpíter, Úranus og Neptúnus eru allir með hringi þótt þeir séu mun fátæklegri. Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hringir Satúrnusar eru eitt mikilfenglegasta fyrirbæri sólkerfisins og helsta kennileiti þessarar næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Útlit þeirra er breytilegt frá jörðinni séð eftir því sem afstaða hnattanna breytist í sólkerfinu. Yfirleitt horfum við annað hvort ofan á hringina eða neðan á þá eftir því hvort suður- eða norðurpóll Satúrnusar hallar að jörðinni. Tvisvar á hverju Satúrnusarári, á um fimmtán ára fresti, er sjónlínan frá jörðinni við Satúrnus beint á fleti hringanna. Vegna þess hversu hlutfallslega næfurþunnir hringirnir eru virðast þeir þá hverfa algerlega sjónum frá jörðinni séð, að því er kemur fram í umfjöllun Stjörnufræðivefsins um hringina. Næst gerist þetta 23. mars og stendur í nokkra daga. Satúrnus verður þá hins vegar of nærri sólinni á himninum til þess að hægt verði að skoða reikistjörnuna í sjónaukum. Kjöraðstæður verða aftur á móti til að njóta dýrðar Satúrnusar í haust þegar hann verður í svonefndri gagnstöðu. Þá verður jörðin á milli sólarinnar og Satúrnusar í sólkerfinu. Til lengri tíma litið er búist við því að hringir Satúrnusar hverfi innan nokkur hundruð milljóna ára. Sífellt kvarnast úr þeim þegar ísagnirnar sem mynda falla inn í þyngdarsvið plánetunnar og gufa upp í lofthjúpi hennar. Talið er að hringarnir séu tiltölulega ungir, aðeins nokkur hundruð milljón ára gamlir og að þeir hafi myndast þegar ístungl splundraðist. Satúrnus er ekki eina reikistjarnan í sólkerfinu sem skartar hringjum. Júpíter, Úranus og Neptúnus eru allir með hringi þótt þeir séu mun fátæklegri.
Satúrnus Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32