„Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2025 13:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson pollslakur með kaffibolla á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. vísir/Ívar „Við dílum við þetta,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars Inga Magnússonar í landsliðinu og hjá Magdeburg. Gísli er á leið á HM en nú án þess að hafa Ómar við hlið sér því sá síðarnefndi glímir við ökklameiðsli. „Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlega mikill missir að missa Ómar. En við getum ekki dvalið við það neitt. Viggó [Kristjánsson] og Teitur [Örn Einarsson] eru líka frábærir handboltamenn og þurfa að díla við þetta. Við erum auðvitað eitt lið og stöndum allir saman. Við dílum við þetta, stöndum enn þéttar saman og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Gísli á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli um fjarveru félaga síns Ómars Aðspurður hvernig hann hefði skynjað líðan Ómars, sem meiddist í leik í upphafi desember, svarar Gísli: „Æi. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að missa af þessu móti því stórmót, sérstaklega fyrir okkur íslensku landsliðsmennina, er hápunktur á árinu. Að spila fyrir land og þjóð – þessi frábæri hópur sem hér hefur myndast.“ „Auðvitað er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu en ég hef engar áhyggjur af honum andlega, því ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði. En þetta er svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur.“ Slóvenar stærsta prófraunin Ísland mætir Svíum ytra í tveimur vináttulandsleikjum 9. og 11. janúar, og spilar svo við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í fyrsta leik á HM. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og komast þrjú efstu liðin áfram í milliriðlakeppnina. Gísli vill ekki vera með neinar yfirlýsingar varðandi markmiðin á mótinu: „Þetta hljómar frekar klisjulega en við tökum bara einn leik í einu. Einbeitum okkur að riðlinum sem við erum í og ætlum að klára hann almennilega. Okkar stærsta prófraun þar er Slóveníuleikurinn því Slóvenar eru með frábært lið, heimsklassaleikmenn. Riðillinn er það sem við fókusum á fyrst.“ Nánar er rætt við Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og á Vísi í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59 Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að það er gríðarlega mikill missir að missa Ómar. En við getum ekki dvalið við það neitt. Viggó [Kristjánsson] og Teitur [Örn Einarsson] eru líka frábærir handboltamenn og þurfa að díla við þetta. Við erum auðvitað eitt lið og stöndum allir saman. Við dílum við þetta, stöndum enn þéttar saman og ég er spenntur fyrir þessari áskorun,“ segir Gísli á æfingu landsliðsins í Víkinni í dag. Hluta af viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Gísli um fjarveru félaga síns Ómars Aðspurður hvernig hann hefði skynjað líðan Ómars, sem meiddist í leik í upphafi desember, svarar Gísli: „Æi. Það er auðvitað gríðarlega erfitt að missa af þessu móti því stórmót, sérstaklega fyrir okkur íslensku landsliðsmennina, er hápunktur á árinu. Að spila fyrir land og þjóð – þessi frábæri hópur sem hér hefur myndast.“ „Auðvitað er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu en ég hef engar áhyggjur af honum andlega, því ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði. En þetta er svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur.“ Slóvenar stærsta prófraunin Ísland mætir Svíum ytra í tveimur vináttulandsleikjum 9. og 11. janúar, og spilar svo við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í fyrsta leik á HM. Liðið er einnig í riðli með Kúbu og Slóveníu, og komast þrjú efstu liðin áfram í milliriðlakeppnina. Gísli vill ekki vera með neinar yfirlýsingar varðandi markmiðin á mótinu: „Þetta hljómar frekar klisjulega en við tökum bara einn leik í einu. Einbeitum okkur að riðlinum sem við erum í og ætlum að klára hann almennilega. Okkar stærsta prófraun þar er Slóveníuleikurinn því Slóvenar eru með frábært lið, heimsklassaleikmenn. Riðillinn er það sem við fókusum á fyrst.“ Nánar er rætt við Gísla í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og á Vísi í fyrramálið. Fyrsti leikur Íslands á HM er 16. janúar. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 fylgir íslenska landsliðinu á HM og fjallar ítarlega um strákana okkar allt mótið.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54 Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59 Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
„Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ „Það er alltaf allt jákvætt svona í byrjun og svo þurfum við að halda því þannig,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, ánægður með byrjunina á undirbúningi fyrir HM í handbolta. Hann hefur einnig notið þess í botn að snúa á ný í atvinnumennsku í vetur, með Veszprém, og fékk blíðar viðtökur hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir viðskilnaðinn árið 2017. 3. janúar 2025 11:54
Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Elvar Örn Jónsson og Aron Pálmarsson gátu ekki beitt sér að fullu á æfingu íslenska handboltalandsliðsins í dag, annan daginn í röð. Báðir ættu hins vegar að vera klárir í slaginn þegar HM hefst en fyrsti leikur Íslands þar er eftir þrettán daga. 3. janúar 2025 10:59
Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska karlalandsliðið í handbolta er byrjað að æfa fyrir heimsmeistaramótið sem brátt hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi. 2. janúar 2025 13:32