Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 13:48 Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í París. Liðið mætti Dönum í úrslitaleik en steinlá þar. Getty/Marco Wolf Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, vill sjá lið sitt sýna á HM í þessum mánuði að verðlaunin á Ólympíuleikunum í París voru engin tilviljun. Hann segir Þýskaland með sterkasta liðið í sínum riðli. Þjóðverjar hefja keppni á HM með leik við Pólverja í Herning í Danmörku eftir tíu daga. Þeir mæta svo Sviss og loks Tékklandi. Þrjú efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil, með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), og tvö efstu liðin úr milliriðlinum komast í 8-liða úrslit. „Ég tel okkur vera með sterkasta liðið í riðlinum, án nokkurs vafa. Það hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta í mínum huga,“ sagði Alfreð hreinskilinn á blaðamannafundi í Hamburg í dag. „Fyrsti leikurinn við Pólland verður eins og úrslitaleikur fyrir okkur,“ bætti Alfreð við. Var í siglingu og svaraði ekki Alfreð Alfreð stýrði Þýskalandi til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í ágúst og getur að mestu treyst á hópinn sem hann var með þar. Tveir hafa þó helst úr lestinni, þeir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher. Alfreð kallaði því í þá Tim Zechel og Lukas Stutzke, en það tók sinn tíma að ná í Zechel sem var í siglingu þegar Alfreð reyndi að ná í hann. „Ég var með þrjú símanúmer hjá honum og reyndi ítrekað en hann svaraði aldrei. Ég talaði síðan við Bennet Wiegert [hjá Magdeburg] sem náði loksins í hann þegar hann kom til hafnar,“ sagði Alfreð. „Sem betur fer var hann bara í Skandinavíu og ekki langt í burtu,“ sagði Alfreð en Zechel fór beint úr skipinu og til móts við þýska liðið í Hamburg. Fjórir veikir en ekkert alvarlegt Fjórir leikmenn hafa hins vegar glímt við veikindi og ekki komið strax til æfinga en Alfreð segir ekkert alvarlegt í því. Um er að ræða Franz Semper, Julian Köster, Renars Uscins og Nils Lichtlein en allir ættu að vera mættir og tilbúnir að æfa á morgun. „Ég taldi betra að menn héldu sig í burtu þar til að þeir væru alveg heilir heilsu,“ sagði Alfreð. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Þjóðverjar hefja keppni á HM með leik við Pólverja í Herning í Danmörku eftir tíu daga. Þeir mæta svo Sviss og loks Tékklandi. Þrjú efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil, með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Alsír, Túnis), og tvö efstu liðin úr milliriðlinum komast í 8-liða úrslit. „Ég tel okkur vera með sterkasta liðið í riðlinum, án nokkurs vafa. Það hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta í mínum huga,“ sagði Alfreð hreinskilinn á blaðamannafundi í Hamburg í dag. „Fyrsti leikurinn við Pólland verður eins og úrslitaleikur fyrir okkur,“ bætti Alfreð við. Var í siglingu og svaraði ekki Alfreð Alfreð stýrði Þýskalandi til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í ágúst og getur að mestu treyst á hópinn sem hann var með þar. Tveir hafa þó helst úr lestinni, þeir Sebastian Heymann og Jannik Kohlbacher. Alfreð kallaði því í þá Tim Zechel og Lukas Stutzke, en það tók sinn tíma að ná í Zechel sem var í siglingu þegar Alfreð reyndi að ná í hann. „Ég var með þrjú símanúmer hjá honum og reyndi ítrekað en hann svaraði aldrei. Ég talaði síðan við Bennet Wiegert [hjá Magdeburg] sem náði loksins í hann þegar hann kom til hafnar,“ sagði Alfreð. „Sem betur fer var hann bara í Skandinavíu og ekki langt í burtu,“ sagði Alfreð en Zechel fór beint úr skipinu og til móts við þýska liðið í Hamburg. Fjórir veikir en ekkert alvarlegt Fjórir leikmenn hafa hins vegar glímt við veikindi og ekki komið strax til æfinga en Alfreð segir ekkert alvarlegt í því. Um er að ræða Franz Semper, Julian Köster, Renars Uscins og Nils Lichtlein en allir ættu að vera mættir og tilbúnir að æfa á morgun. „Ég taldi betra að menn héldu sig í burtu þar til að þeir væru alveg heilir heilsu,“ sagði Alfreð.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira