Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 15:10 Ljósmynd frá varnamálaráðuneyti Rússlands sem sýnir varnir þeirra gegn herliði Úkraínu í Kúrskhéraði. AP Úkraínski herinn hóf í dag skyndilega gagnsókn enn lengra inn í Kúrskhérað í Rússlandi sem kom rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu samkvæmt talsmönnum stjórnvalda í Úkraínu og rússneskum stríðsbloggurum. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Myndskeið frá vettvangi sýna brynvarðar bifreiðar Úkraínuhers aka yfir snæviþakta akra í átt að Bolshoe Soldatskoe þorpi sem er enn austar við rússneska bæinn Súdzha sem er nú þegar undir yfirráðum Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur einnig staðfest árás Úkraínu samkvæmt fréttastofu BBC. Eins og greint hefur verið frá réðst Úkraínuher inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágúst. Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, sagðist vonast til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu í héraðinu. Síðan þá hafa Rússar barist hörðum höndum við að losna við Úkraínumenn af landsvæðinu og hafa sem stendur unnið til baka um 40 prósent af því landsvæði sem þeir töpuðu í upprunalegri gagnárás Úkraínu. Síðustu fréttir frá héraðinu hermdu að dátar Kim Jon Un frá Norður-Kóreu væru nýttir sem fallbyssufóður á svæðinu í átökum við Úkraínumenn. Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Óljóst er hve umfangsmikil núverandi aðgerð Úkraínuhers í Kúrskhéraði sé. Fregnir hafa borist af því að Úkraínskir hermenn hafi sölsað undir sig smábæinn Berdin, þar sem Rússar hafa aðsetur. Það sé þó óstaðfest. Sagt er að liðsmenn Úkraínu hafi fjarlægt jarðsprengjur á svæðinu í nótt áður en núverandi sókn fór fram. Hörð átök standi nú yfir þar sem Rússar notist meðal annars við dróna. Andriy Yermak, talsmaður Seleneskíj, sagði í tilkynningu að árásin gengi mjög vel og væri að skila góðum árangri. „Kúrskhérað, góðar fréttir, Rússland er að fá það sem það á skilið,“ skrifaði hann. Andrí Kovalenko, háttsettur embættismaður í þjóðaröryggis- og varnarráði Úkraínu, staðfesti sóknina og sagði Rússa vera mjög áhyggjufulla. Rússland hafi orðið fyrir árásum á nokkrum vígstöðvum sem hafi komið þeim í opna skjöldu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Myndskeið frá vettvangi sýna brynvarðar bifreiðar Úkraínuhers aka yfir snæviþakta akra í átt að Bolshoe Soldatskoe þorpi sem er enn austar við rússneska bæinn Súdzha sem er nú þegar undir yfirráðum Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur einnig staðfest árás Úkraínu samkvæmt fréttastofu BBC. Eins og greint hefur verið frá réðst Úkraínuher inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágúst. Forseti Úkraínu, Volodomír Seleneskíj, sagðist vonast til þess að geta búið til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu í héraðinu. Síðan þá hafa Rússar barist hörðum höndum við að losna við Úkraínumenn af landsvæðinu og hafa sem stendur unnið til baka um 40 prósent af því landsvæði sem þeir töpuðu í upprunalegri gagnárás Úkraínu. Síðustu fréttir frá héraðinu hermdu að dátar Kim Jon Un frá Norður-Kóreu væru nýttir sem fallbyssufóður á svæðinu í átökum við Úkraínumenn. Norður-Kóreumenn hafi orðið fyrir miklu mannfalli. Óljóst er hve umfangsmikil núverandi aðgerð Úkraínuhers í Kúrskhéraði sé. Fregnir hafa borist af því að Úkraínskir hermenn hafi sölsað undir sig smábæinn Berdin, þar sem Rússar hafa aðsetur. Það sé þó óstaðfest. Sagt er að liðsmenn Úkraínu hafi fjarlægt jarðsprengjur á svæðinu í nótt áður en núverandi sókn fór fram. Hörð átök standi nú yfir þar sem Rússar notist meðal annars við dróna. Andriy Yermak, talsmaður Seleneskíj, sagði í tilkynningu að árásin gengi mjög vel og væri að skila góðum árangri. „Kúrskhérað, góðar fréttir, Rússland er að fá það sem það á skilið,“ skrifaði hann. Andrí Kovalenko, háttsettur embættismaður í þjóðaröryggis- og varnarráði Úkraínu, staðfesti sóknina og sagði Rússa vera mjög áhyggjufulla. Rússland hafi orðið fyrir árásum á nokkrum vígstöðvum sem hafi komið þeim í opna skjöldu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. 16. nóvember 2024 08:03