Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Kári Mímisson skrifar 5. janúar 2025 19:17 Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson. vísir/Anton Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn toppliði Stjörnunnar í 12. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Með sigrinum lyftir Valur sér úr fallsæti en Stjarnan er þó enn á toppnum þrátt fyrir þetta tap í dag. „Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu strákanna hér í dag. Við erum að taka skref í rétta átt. Við höfum verið ósáttir við okkar frammistöðu framan af móti og vitum vel að við getum gert töluvert betur. Á sama tíma verðum við líka að leggja hart að okkur á æfingum. Þessi leikur var klárlega skref í rétta átt og menn að uppskera eftir því en á sama tíma þurfum við að passa okkur og muna að við erum á þeim stað í töflunni sem að við eigum skilið að vera á. Nú þurfum við að halda fókus og spila enn betur í næsta leik.“ Framan af leik má segja að gestirnir úr Garðabæ hafi verið sterkari aðili leiksins en það var ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem Valsmenn náðu frábærum kafla og tókst að koma sér ágætlega frá Stjörnunni sem höfðu leitt mest með 10 stigum. Spurður að því hvað hafi gerst á þessu tíma segir Finnur að varnarleikur liðsins hafi skilað þessu en liðið náði 16-0 kafla á þessum tímapunkti. „Ég veit ekki hvað við náðum mörgum stoppum í röð á þessum kafla. Það var svona það sem skilaði þessu, að ná að stoppa þá. Stjarnan gerir vel í að refsa, þeir eru í efsta sæti af einhverri ástæðu og eru með mjög gott lið. Sjálfstraustið er mikið hjá þeim og þeim tókst að refsa okkur þegar við gerðum mistök, sérstaklega framan af leik. Þegar okkur tókst að loka á þá, vera sterki varnarlega og neyða þá í erfiðari skot þá verður sóknarleikurinn alltaf aðeins auðveldari.“ Það hefur gengið brösuglega hjá Val það sem af er tímabili en liðið hefur verið að berjast í neðri helming deildarinnar, eitthvað sem fæstir reiknuðu með að myndi gerast hjá núverandi Íslandsmeisturum. Nú þegar það fer að styttast í að glugginn loki er því vert að spyrja Finn hvort hann sé að leita eftir einhverjum leikmönnum? „Við erum aðallega að horfa til þess að við eigum Kristófer og Ástþór inni. Það fer að styttast í þá, þeir eru báðir byrjaðir að æfa og hóta að koma til baka. Það eru aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta. Við vitum öll hvað Kristófer getur en við höfum sömuleiðis saknað Ástþórs mikið líka, hann kemur með ákveðna hluti inn í hópinn sem við þurfum. Ég hlakka mikið til að sjá þá á gólfinu sem fyrst.“ Körfubolti Bónus-deild karla Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu strákanna hér í dag. Við erum að taka skref í rétta átt. Við höfum verið ósáttir við okkar frammistöðu framan af móti og vitum vel að við getum gert töluvert betur. Á sama tíma verðum við líka að leggja hart að okkur á æfingum. Þessi leikur var klárlega skref í rétta átt og menn að uppskera eftir því en á sama tíma þurfum við að passa okkur og muna að við erum á þeim stað í töflunni sem að við eigum skilið að vera á. Nú þurfum við að halda fókus og spila enn betur í næsta leik.“ Framan af leik má segja að gestirnir úr Garðabæ hafi verið sterkari aðili leiksins en það var ekki fyrr en undir lok þriðja leikhluta sem Valsmenn náðu frábærum kafla og tókst að koma sér ágætlega frá Stjörnunni sem höfðu leitt mest með 10 stigum. Spurður að því hvað hafi gerst á þessu tíma segir Finnur að varnarleikur liðsins hafi skilað þessu en liðið náði 16-0 kafla á þessum tímapunkti. „Ég veit ekki hvað við náðum mörgum stoppum í röð á þessum kafla. Það var svona það sem skilaði þessu, að ná að stoppa þá. Stjarnan gerir vel í að refsa, þeir eru í efsta sæti af einhverri ástæðu og eru með mjög gott lið. Sjálfstraustið er mikið hjá þeim og þeim tókst að refsa okkur þegar við gerðum mistök, sérstaklega framan af leik. Þegar okkur tókst að loka á þá, vera sterki varnarlega og neyða þá í erfiðari skot þá verður sóknarleikurinn alltaf aðeins auðveldari.“ Það hefur gengið brösuglega hjá Val það sem af er tímabili en liðið hefur verið að berjast í neðri helming deildarinnar, eitthvað sem fæstir reiknuðu með að myndi gerast hjá núverandi Íslandsmeisturum. Nú þegar það fer að styttast í að glugginn loki er því vert að spyrja Finn hvort hann sé að leita eftir einhverjum leikmönnum? „Við erum aðallega að horfa til þess að við eigum Kristófer og Ástþór inni. Það fer að styttast í þá, þeir eru báðir byrjaðir að æfa og hóta að koma til baka. Það eru aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta. Við vitum öll hvað Kristófer getur en við höfum sömuleiðis saknað Ástþórs mikið líka, hann kemur með ákveðna hluti inn í hópinn sem við þurfum. Ég hlakka mikið til að sjá þá á gólfinu sem fyrst.“
Körfubolti Bónus-deild karla Valur Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira