Viðskipti innlent

Engin hóp­upp­sögn í desem­ber

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í liðnum desembermánuði.

Frá þessu segir á vef Vinnumálastofnunar.

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nóvember síðastliðnum þar sem 75 starfsmönnum var sagt upp störfum.Þar kom fram að uppsagnirnar hafi verið á sviðum ferðaskrifstofna, framleiðslu á tölvu-, rafeinda- og optískum vörum, og loks við leigu á bifreiðum. Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda í janúar 2025.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10 prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.


Tengdar fréttir

75 sagt upp í þremur hóp­upp­sögnum

Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum nóvembermánuði þar sem 75 starfsmönnum var sagt upp störfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×