„Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. janúar 2025 22:47 Israel Martín er þjálfari Tindastóls Vísir/Anton Brink Tindastólskonur máttu sætta sig við tap í kvöld þegar liðið sótti Val heim í Bónus-deild kvenna. Fyrir leikinn hafði Tindastóll unnið fimm leiki í röð en leikmenn liðsins voru hreinlega eins og skugginn af sjálfum sér á löngum köflum í kvöld. Israel Martin, þjálfari liðsins, var sammála greiningu blaðamanns að hans konur hefðu aldrei náð neinum takti í sinn leik í kvöld. „Alveg algjörlega og við vorum einmitt að tala um þetta í búningsklefanum áðan. Mér fannst Valur eiga sigurinn skilið. Þær börðust frá uppkastinu í byrjun og allt til enda. Ég óska þeim til hamingju því þær áttu þetta skilið.“ Hann ætlar þó ekki að dvelja lengi við tapið og virðist ekki taka það nærri sér, heldur þvert á móti. „Slæmur leikur hjá okkur í kvöld. Ég vil ekki leita að einhverjum afsökunum. Við erum búnar að vinna sex í röð [fimm í deild, einn í bikar, innsk. blm.] og það er „kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“. Við getum þá horft í eigin barm og komið okkur aftur á rétta braut og farið að spila eins og við vorum að spila.“ „Við lögðum okkur bara ekki fram, ákefðin var ekki til staðar. Sennilega vorum við líka þreyttar andlega. Við gátum bara ekki fundið leiðir í dag til að spila eins og við eigum að okkur. En að sama skapi þá held ég að það sé stundum ágætt að fá svona töp og fá tækifæri til að koma til baka og koma okkur aftur á rétt spor.“ Þó svo að sigur Vals hafi verið öruggur í lokin tókst Tindastóli að gera leikinn spennandi um stund í fjórða leikhluta. Það vantaði þó töluvert upp á að mati Martín. „Ef við viljum vinna leiki í Bónus-deildinni þá verðum við að berjast eins og við höfum verið að berjast og stýra hraðanum á leiknum. Í dag höfðum við ekki stjórn á leiknum á neinum tímapunkti.“ „Við náðum að minnka þetta í þrjú eftir að hafa verið sex undir í byrjun þriðja. En við fundum aldrei leiðir til að snúa stigaskorinu okkur í vil. Þegar á reyndi fékk Valur tvö stopp og við gátum ekki skotið boltanum, kláruðum skotklukkuna. Við vorum ekki nógu einbeittar í dag til að vinna leikinn. Það er eins og það er.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Tindastóll Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Israel Martin, þjálfari liðsins, var sammála greiningu blaðamanns að hans konur hefðu aldrei náð neinum takti í sinn leik í kvöld. „Alveg algjörlega og við vorum einmitt að tala um þetta í búningsklefanum áðan. Mér fannst Valur eiga sigurinn skilið. Þær börðust frá uppkastinu í byrjun og allt til enda. Ég óska þeim til hamingju því þær áttu þetta skilið.“ Hann ætlar þó ekki að dvelja lengi við tapið og virðist ekki taka það nærri sér, heldur þvert á móti. „Slæmur leikur hjá okkur í kvöld. Ég vil ekki leita að einhverjum afsökunum. Við erum búnar að vinna sex í röð [fimm í deild, einn í bikar, innsk. blm.] og það er „kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“. Við getum þá horft í eigin barm og komið okkur aftur á rétta braut og farið að spila eins og við vorum að spila.“ „Við lögðum okkur bara ekki fram, ákefðin var ekki til staðar. Sennilega vorum við líka þreyttar andlega. Við gátum bara ekki fundið leiðir í dag til að spila eins og við eigum að okkur. En að sama skapi þá held ég að það sé stundum ágætt að fá svona töp og fá tækifæri til að koma til baka og koma okkur aftur á rétt spor.“ Þó svo að sigur Vals hafi verið öruggur í lokin tókst Tindastóli að gera leikinn spennandi um stund í fjórða leikhluta. Það vantaði þó töluvert upp á að mati Martín. „Ef við viljum vinna leiki í Bónus-deildinni þá verðum við að berjast eins og við höfum verið að berjast og stýra hraðanum á leiknum. Í dag höfðum við ekki stjórn á leiknum á neinum tímapunkti.“ „Við náðum að minnka þetta í þrjú eftir að hafa verið sex undir í byrjun þriðja. En við fundum aldrei leiðir til að snúa stigaskorinu okkur í vil. Þegar á reyndi fékk Valur tvö stopp og við gátum ekki skotið boltanum, kláruðum skotklukkuna. Við vorum ekki nógu einbeittar í dag til að vinna leikinn. Það er eins og það er.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Tindastóll Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira