Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 14:31 Bjarki Már fær orð í eyra frá Snorra Steini. Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson var nokkuð hress þrátt fyrir örlitla þreytu fyrir landsliðsæfingu handboltalandsliðsins í gærmorgun. Hann er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót. Bjarki Már nýtti sér linsuna á tökuvél Stöðvar 2 sem spegil til að laga á sér hárið áður en viðtal gat hafist og sagði þá aðspurður um þreytu: „Við erum vanir þessu, að æfa hérna á morgnana. Við vorum að koma af fundi þannig að við erum bara klárir,“ segir Bjarki. Dottaði hann eitthvað á fundinum? „Ég aðeins reyndar. Nei, nei, menn eru einbeittir. Við reynum að halda einbeitingunni á fundunum. Þar koma fram mikilvægir punktar meðan Snorri er að gasa. Við þurfum að hafa opin augu og eyru fyrir því,“ segir Bjarki Már léttur. Undirbúningur íslenska liðsins sé þá hefðbundinn og svipi til síðustu ára. Leikmenn njóti þess að geta verið í heimahúsum hér á klakanum á meðan önnur landslið dvelja á hótelum. „Oft er þetta mjög svipað. Við náttúrulega búum við þau forréttindi að vera ekki á hóteli eins og önnur landslið. Við hittumst í aðeins lengri tíma í senn og setja saman lyftingar, æfingar og hádegismat,“ segir Bjarki Már. En hver hefur áherslan verið í undirbúningnum? „Við erum náttúrulega bara að skerpa á þessum hlutum sem við höfum verið að gera síðan Snorri tók við. Við þurfum náttúrulega bara að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá síðasta móti þannig að það er nóg að fara yfir og nóg að æfa,“ segir Bjarki Már. Tal um síðasta mót er þá gripið á lofti. Situr það enn í Bjarka? „Ég er búinn að fara á fullt af stórmótum og ég held að þau sitji öll í mér. Mér finnst við alltaf vera stutt frá því að komast í undanúrslit, það er oft lítið sem skilur að. En ég fer alltaf jafn bjartsýnn inn og vona bara að í ár smelli þetta allt saman og við náum góðum árangri,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Bjarka Má sem má sjá að neðan. Klippa: Þreyttur á liðsfundi og öll mótin sitja í honum Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Bjarki Már nýtti sér linsuna á tökuvél Stöðvar 2 sem spegil til að laga á sér hárið áður en viðtal gat hafist og sagði þá aðspurður um þreytu: „Við erum vanir þessu, að æfa hérna á morgnana. Við vorum að koma af fundi þannig að við erum bara klárir,“ segir Bjarki. Dottaði hann eitthvað á fundinum? „Ég aðeins reyndar. Nei, nei, menn eru einbeittir. Við reynum að halda einbeitingunni á fundunum. Þar koma fram mikilvægir punktar meðan Snorri er að gasa. Við þurfum að hafa opin augu og eyru fyrir því,“ segir Bjarki Már léttur. Undirbúningur íslenska liðsins sé þá hefðbundinn og svipi til síðustu ára. Leikmenn njóti þess að geta verið í heimahúsum hér á klakanum á meðan önnur landslið dvelja á hótelum. „Oft er þetta mjög svipað. Við náttúrulega búum við þau forréttindi að vera ekki á hóteli eins og önnur landslið. Við hittumst í aðeins lengri tíma í senn og setja saman lyftingar, æfingar og hádegismat,“ segir Bjarki Már. En hver hefur áherslan verið í undirbúningnum? „Við erum náttúrulega bara að skerpa á þessum hlutum sem við höfum verið að gera síðan Snorri tók við. Við þurfum náttúrulega bara að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá síðasta móti þannig að það er nóg að fara yfir og nóg að æfa,“ segir Bjarki Már. Tal um síðasta mót er þá gripið á lofti. Situr það enn í Bjarka? „Ég er búinn að fara á fullt af stórmótum og ég held að þau sitji öll í mér. Mér finnst við alltaf vera stutt frá því að komast í undanúrslit, það er oft lítið sem skilur að. En ég fer alltaf jafn bjartsýnn inn og vona bara að í ár smelli þetta allt saman og við náum góðum árangri,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Bjarka Má sem má sjá að neðan. Klippa: Þreyttur á liðsfundi og öll mótin sitja í honum
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15
Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07
„Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33