Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 14:31 Bjarki Már fær orð í eyra frá Snorra Steini. Vísir/Vilhelm Bjarki Már Elísson var nokkuð hress þrátt fyrir örlitla þreytu fyrir landsliðsæfingu handboltalandsliðsins í gærmorgun. Hann er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót. Bjarki Már nýtti sér linsuna á tökuvél Stöðvar 2 sem spegil til að laga á sér hárið áður en viðtal gat hafist og sagði þá aðspurður um þreytu: „Við erum vanir þessu, að æfa hérna á morgnana. Við vorum að koma af fundi þannig að við erum bara klárir,“ segir Bjarki. Dottaði hann eitthvað á fundinum? „Ég aðeins reyndar. Nei, nei, menn eru einbeittir. Við reynum að halda einbeitingunni á fundunum. Þar koma fram mikilvægir punktar meðan Snorri er að gasa. Við þurfum að hafa opin augu og eyru fyrir því,“ segir Bjarki Már léttur. Undirbúningur íslenska liðsins sé þá hefðbundinn og svipi til síðustu ára. Leikmenn njóti þess að geta verið í heimahúsum hér á klakanum á meðan önnur landslið dvelja á hótelum. „Oft er þetta mjög svipað. Við náttúrulega búum við þau forréttindi að vera ekki á hóteli eins og önnur landslið. Við hittumst í aðeins lengri tíma í senn og setja saman lyftingar, æfingar og hádegismat,“ segir Bjarki Már. En hver hefur áherslan verið í undirbúningnum? „Við erum náttúrulega bara að skerpa á þessum hlutum sem við höfum verið að gera síðan Snorri tók við. Við þurfum náttúrulega bara að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá síðasta móti þannig að það er nóg að fara yfir og nóg að æfa,“ segir Bjarki Már. Tal um síðasta mót er þá gripið á lofti. Situr það enn í Bjarka? „Ég er búinn að fara á fullt af stórmótum og ég held að þau sitji öll í mér. Mér finnst við alltaf vera stutt frá því að komast í undanúrslit, það er oft lítið sem skilur að. En ég fer alltaf jafn bjartsýnn inn og vona bara að í ár smelli þetta allt saman og við náum góðum árangri,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Bjarka Má sem má sjá að neðan. Klippa: Þreyttur á liðsfundi og öll mótin sitja í honum Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Bjarki Már nýtti sér linsuna á tökuvél Stöðvar 2 sem spegil til að laga á sér hárið áður en viðtal gat hafist og sagði þá aðspurður um þreytu: „Við erum vanir þessu, að æfa hérna á morgnana. Við vorum að koma af fundi þannig að við erum bara klárir,“ segir Bjarki. Dottaði hann eitthvað á fundinum? „Ég aðeins reyndar. Nei, nei, menn eru einbeittir. Við reynum að halda einbeitingunni á fundunum. Þar koma fram mikilvægir punktar meðan Snorri er að gasa. Við þurfum að hafa opin augu og eyru fyrir því,“ segir Bjarki Már léttur. Undirbúningur íslenska liðsins sé þá hefðbundinn og svipi til síðustu ára. Leikmenn njóti þess að geta verið í heimahúsum hér á klakanum á meðan önnur landslið dvelja á hótelum. „Oft er þetta mjög svipað. Við náttúrulega búum við þau forréttindi að vera ekki á hóteli eins og önnur landslið. Við hittumst í aðeins lengri tíma í senn og setja saman lyftingar, æfingar og hádegismat,“ segir Bjarki Már. En hver hefur áherslan verið í undirbúningnum? „Við erum náttúrulega bara að skerpa á þessum hlutum sem við höfum verið að gera síðan Snorri tók við. Við þurfum náttúrulega bara að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá síðasta móti þannig að það er nóg að fara yfir og nóg að æfa,“ segir Bjarki Már. Tal um síðasta mót er þá gripið á lofti. Situr það enn í Bjarka? „Ég er búinn að fara á fullt af stórmótum og ég held að þau sitji öll í mér. Mér finnst við alltaf vera stutt frá því að komast í undanúrslit, það er oft lítið sem skilur að. En ég fer alltaf jafn bjartsýnn inn og vona bara að í ár smelli þetta allt saman og við náum góðum árangri,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Bjarka Má sem má sjá að neðan. Klippa: Þreyttur á liðsfundi og öll mótin sitja í honum
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15 Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07 „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Roland Valur Eradze verður markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Hann snýr aftur í stöðuna eftir að hafa gegnt henni í þjálfaratíð Geirs Sveinssonar. 8. janúar 2025 11:15
Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Aron Pálmarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mun ekki spila með liðinu í riðlakeppninni á komandi heimsmeistaramóti vegna kálfameiðsla. Búist er við því að hann mæti til leiks í milliriðli. 7. janúar 2025 11:07
„Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Viggó Kristjánsson verður í burðarhlutverki í íslenska landsliðinu á komandi heimsmeistaramóti í ljósi fjarveru Ómars Inga Magnússonar og í aðdraganda mótsins hefur mikið gengið á. 6. janúar 2025 08:33