Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. janúar 2025 18:45 Kvennalið Vals hefur ekki tapað leik síðan í október 2023. Valskonur eru enn ósigraðar í Olís deildinni eftir að hafa unnið 31-28 í toppslag gegn Fram í elleftu umferð. Valur er með fullt hús stiga og sex stiga forskot á Fram í efsta sæti deildarinnar. Fyrsta stundarfjórðunginn tæpan skiptust liðin á mörkum. Steinunn Björnsdóttir í liði Fram fékk svo tveggja mínútna brottvísun sem Valskonur nýttu til að taka fram úr. Þær náðu þriggja marka forystu, 10-7, áður en Fram endurheimti sjöunda leikmanninn og fann taktinn aftur. Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun en mætti tvíefld til leiks eftir það.vísir / anton brink Fram átti þá frábært áhlaup, sem Steinunn spilaði stóran þátt í með tveimur mörkum úr hraðaupphlaupum eftir að hafa stolið boltanum, og staða leiksins skyndilega snúin gestunum í vil. Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst hjá Fram. Hildur Björnsdóttir er til varnar.vísir / anton brink Þjálfara Vals þótti nóg komið í stöðunni 12-14, blés til leikhlés og lét sínar konur heyra það. Þær spiluðu mun betur það sem eftir lifði hálfleiks og endurheimtu forystuna, þar voru vörslur Hafdísar Renötudóttir í Valsmarkinu mjög mikilvægar. Eitt af þrettán vörðum skotum Hafdísar í kvöld. Íris Anna átti skottilraunina. vísir / anton brink Hún þurfti hins vegar ekkert að hafast við í lokaskoti fyrri hálfleiksins, sem Alfa Brá Hagalín hleypti af úr aukakasti og fór langt yfir. Staðan 16-15 fyrir Val þegar liðin gengu til búningsherbergja. Thea Imani var að venju illviðráðanleg.vísir / anton brink Valskonur héldu uppi sömu ákefð í seinni hálfleik og þær sýndu undir lok fyrri hálfleiks. Lovísa Thompson skoraði fyrst með skemmtilegu undirhandarskoti, Þórey Anna átti síðan næsta mark úr hraðaupphlaupi eftir stoðsendingu frá markmanninum. Þegar það virkaði ekki að stökkva yfir leitaði Lovísa undir vörnina.vísir / anton brink Frábær byrjun á seinni hálfleik hjá Val en Fram var ekki langt undan, tókst að jafna aftur og halda sér inni í leiknum þar til rúmar tíu mínútur voru eftir, en þá fóru hlutirnir að hrynja. Alfa Brá verst Elínu Rósu af alefli.vísir / anton brink Fram tók leikhlé til að reyna að rétta úr stöðunni og átti fína fyrstu sókn eftir það, en skotið small í slánna og út. Næstu sóknir urðu síðan sífellt slakari og vonin var hverfandi hjá Fram, á meðan Valur hélt áfram að auka við forystuna. Mest munaði fimm mörkum undir lokin en Fram tókst að setja tvö á lokamínútunni og minnka muninn, lokatölur 31-28. Atvik leiksins Fram byrjaði með boltann í seinni hálfleik og hefði getað jafnað leikinn, en Hafdís Renötudóttir tók sig til og varði tvisvar með glæsibrag. Fyrst kom hún í veg fyrir þrumuskot frá Ölfu Brá og svo kastaði hún sér í veg fyrir skot frá Írisi Önnu sem fylgdi eftir úr horninu. Það átti auðvitað heilmikið eftir að gerast á þeim tímapunkti í leiknum en þetta kveikti vel í Valsliðinu og setti góðan tón fyrir seinni hálfleikinn. Stjörnur og skúrkar Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir var vafalaust stjarna leiksins. Í stærra hlutverki en vanalega og spilaði stórvel í vinstra horninu, með sex mörk úr jafnmörgum skotum og mörg þeirra gerð með glæsibrag. Stal boltanum á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks og slökkti algjörlega í sigurvonum Fram, sem voru veikar fyrir. Steinunn Björnsdóttir átti stórskemmtilegan kafla í fyrri hálfleik eins og farið var yfir hér fyrir ofan. Lena Margrét Valdimarsdóttir var annars markahæst hjá Fram með átta mörk, þar af voru þrjú víti. Alfa Brá Hagalín steig ekkert á vítalínuna en skoraði sjö mörk. Markverðir Fram komu ekki í veg fyrir mörg skot, aðeins um fimmtung af þeim sem þær fengu á sig. Hins vegar átti Silja Mueller góða innkomu í mark Vals, varði víti á 54. mínútu eftir að hafa setið á bekknum allan leikinn. Hafdísi Renötudóttur hafði ekki tekist að verja neitt af vítunum fjórum sem hún fékk á sig, en að öðru leiti staðið stórvel í markinu og varið þrettán skot. Elín Rósa Magnúsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir voru markahæstar hjá Val með sjö mörk, sú síðarnefnda með fullkomna skotnýtingu en fjögur af mörkum hennar komu af vítalínunni. Dómarar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson héldu um flauturnar í kvöld. Dæmdu óvenju mikið af vítaköstum og voru ekki alltaf samræmir sjálfum sér í því. En heilt yfir nokkuð vel haldið utan um hlutina og lítið annað út á þá að setja. Evrópuveisla í vændum Lið Vals heldur nú erlendis til að spila í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins. Andstæðingar þeirra í einvíginu eru ríkjandi Spánarmeistarar, Rincon Fertilidad Malaga. Einvígið hefst ytra næsta laugardag en seinni leikur liðanna fer svo fram að Hlíðarenda laugardaginn 18. janúar. Haukar, sem unnu Gróttu í kvöld, spila í sömu keppni og eiga fyrir höndum tveggja leikja einvígi gegn úkraínska liðinu Galychanka Lviv. Viðtöl Rakel Dögg: Við höfum gæðin til að vinna Val Rakel Dögg Bragadóttir, aðalþjálfari Fram. vísir / viktor freyr „Rosalega svekkjandi tap, ég fann það líka þegar ég steig inn í klefann að stelpurnar eru sama sinnis, vegna þess að við fundum að við virkilega áttum möguleika að taka sigur,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir leik. „Þetta er einhvern tímann í kringum miðbik seinni hálfleik sem við missum aðeins dampinn. Þar vantaði aðeins upp á varnarleikinn og kannski að fá markvörslu með þar. Heilt yfir samt fannst mér þessi leikur flottur og vel spilaður, við erum að mæta besta liði deildarinnar það er alveg ljóst, en mér finnst við eiga roð í þær. Mér finnst við spila frábærlega en það eru smáatriði hér og þar sem vantar upp á,“ hélt hún svo áfram. Miðað við stöðuna í deildinni í dag má leiða líkur að því að liðin mætist aftur í úrslitakeppninni í vor. Getur Fram stoppað Val? „Já. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum gæðin til þess. Ef við höldum áfram að vinna vel, stelpurnar búnar að vera hrikalega flottar í vetur og liðið finnst mér vera í framþróun og vera á uppleið. Það er alveg ljóst að Valur er liðið til að vinna, eins og hefur verið síðastliðið eitt og hálft ár, en ég hef trú á því að ef við höldum áfram að bæta okkur.“ Hvað er það nákvæmlega sem þarf að batna? „Eins og ég segi eru þetta smáatriði hér og þar, varnarlega og kannski líka tengingin þá með markmönnum. Í dag vorum við að fá of mikið milli eitt og tvö og erum að tapa stöðum maður á mann óþarflega oft þó við vitum að það er erfitt á móti Val sem er með góða leikmenn maður á mann. En það eru kannski þessar stöður sem við erum að horfa á,“ sagði Rakel að lokum. Olís-deild kvenna Fram Valur
Valskonur eru enn ósigraðar í Olís deildinni eftir að hafa unnið 31-28 í toppslag gegn Fram í elleftu umferð. Valur er með fullt hús stiga og sex stiga forskot á Fram í efsta sæti deildarinnar. Fyrsta stundarfjórðunginn tæpan skiptust liðin á mörkum. Steinunn Björnsdóttir í liði Fram fékk svo tveggja mínútna brottvísun sem Valskonur nýttu til að taka fram úr. Þær náðu þriggja marka forystu, 10-7, áður en Fram endurheimti sjöunda leikmanninn og fann taktinn aftur. Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun en mætti tvíefld til leiks eftir það.vísir / anton brink Fram átti þá frábært áhlaup, sem Steinunn spilaði stóran þátt í með tveimur mörkum úr hraðaupphlaupum eftir að hafa stolið boltanum, og staða leiksins skyndilega snúin gestunum í vil. Lena Margrét Valdimarsdóttir var markahæst hjá Fram. Hildur Björnsdóttir er til varnar.vísir / anton brink Þjálfara Vals þótti nóg komið í stöðunni 12-14, blés til leikhlés og lét sínar konur heyra það. Þær spiluðu mun betur það sem eftir lifði hálfleiks og endurheimtu forystuna, þar voru vörslur Hafdísar Renötudóttir í Valsmarkinu mjög mikilvægar. Eitt af þrettán vörðum skotum Hafdísar í kvöld. Íris Anna átti skottilraunina. vísir / anton brink Hún þurfti hins vegar ekkert að hafast við í lokaskoti fyrri hálfleiksins, sem Alfa Brá Hagalín hleypti af úr aukakasti og fór langt yfir. Staðan 16-15 fyrir Val þegar liðin gengu til búningsherbergja. Thea Imani var að venju illviðráðanleg.vísir / anton brink Valskonur héldu uppi sömu ákefð í seinni hálfleik og þær sýndu undir lok fyrri hálfleiks. Lovísa Thompson skoraði fyrst með skemmtilegu undirhandarskoti, Þórey Anna átti síðan næsta mark úr hraðaupphlaupi eftir stoðsendingu frá markmanninum. Þegar það virkaði ekki að stökkva yfir leitaði Lovísa undir vörnina.vísir / anton brink Frábær byrjun á seinni hálfleik hjá Val en Fram var ekki langt undan, tókst að jafna aftur og halda sér inni í leiknum þar til rúmar tíu mínútur voru eftir, en þá fóru hlutirnir að hrynja. Alfa Brá verst Elínu Rósu af alefli.vísir / anton brink Fram tók leikhlé til að reyna að rétta úr stöðunni og átti fína fyrstu sókn eftir það, en skotið small í slánna og út. Næstu sóknir urðu síðan sífellt slakari og vonin var hverfandi hjá Fram, á meðan Valur hélt áfram að auka við forystuna. Mest munaði fimm mörkum undir lokin en Fram tókst að setja tvö á lokamínútunni og minnka muninn, lokatölur 31-28. Atvik leiksins Fram byrjaði með boltann í seinni hálfleik og hefði getað jafnað leikinn, en Hafdís Renötudóttir tók sig til og varði tvisvar með glæsibrag. Fyrst kom hún í veg fyrir þrumuskot frá Ölfu Brá og svo kastaði hún sér í veg fyrir skot frá Írisi Önnu sem fylgdi eftir úr horninu. Það átti auðvitað heilmikið eftir að gerast á þeim tímapunkti í leiknum en þetta kveikti vel í Valsliðinu og setti góðan tón fyrir seinni hálfleikinn. Stjörnur og skúrkar Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir var vafalaust stjarna leiksins. Í stærra hlutverki en vanalega og spilaði stórvel í vinstra horninu, með sex mörk úr jafnmörgum skotum og mörg þeirra gerð með glæsibrag. Stal boltanum á mikilvægum tímapunkti undir lok leiks og slökkti algjörlega í sigurvonum Fram, sem voru veikar fyrir. Steinunn Björnsdóttir átti stórskemmtilegan kafla í fyrri hálfleik eins og farið var yfir hér fyrir ofan. Lena Margrét Valdimarsdóttir var annars markahæst hjá Fram með átta mörk, þar af voru þrjú víti. Alfa Brá Hagalín steig ekkert á vítalínuna en skoraði sjö mörk. Markverðir Fram komu ekki í veg fyrir mörg skot, aðeins um fimmtung af þeim sem þær fengu á sig. Hins vegar átti Silja Mueller góða innkomu í mark Vals, varði víti á 54. mínútu eftir að hafa setið á bekknum allan leikinn. Hafdísi Renötudóttur hafði ekki tekist að verja neitt af vítunum fjórum sem hún fékk á sig, en að öðru leiti staðið stórvel í markinu og varið þrettán skot. Elín Rósa Magnúsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir voru markahæstar hjá Val með sjö mörk, sú síðarnefnda með fullkomna skotnýtingu en fjögur af mörkum hennar komu af vítalínunni. Dómarar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson héldu um flauturnar í kvöld. Dæmdu óvenju mikið af vítaköstum og voru ekki alltaf samræmir sjálfum sér í því. En heilt yfir nokkuð vel haldið utan um hlutina og lítið annað út á þá að setja. Evrópuveisla í vændum Lið Vals heldur nú erlendis til að spila í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins. Andstæðingar þeirra í einvíginu eru ríkjandi Spánarmeistarar, Rincon Fertilidad Malaga. Einvígið hefst ytra næsta laugardag en seinni leikur liðanna fer svo fram að Hlíðarenda laugardaginn 18. janúar. Haukar, sem unnu Gróttu í kvöld, spila í sömu keppni og eiga fyrir höndum tveggja leikja einvígi gegn úkraínska liðinu Galychanka Lviv. Viðtöl Rakel Dögg: Við höfum gæðin til að vinna Val Rakel Dögg Bragadóttir, aðalþjálfari Fram. vísir / viktor freyr „Rosalega svekkjandi tap, ég fann það líka þegar ég steig inn í klefann að stelpurnar eru sama sinnis, vegna þess að við fundum að við virkilega áttum möguleika að taka sigur,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir leik. „Þetta er einhvern tímann í kringum miðbik seinni hálfleik sem við missum aðeins dampinn. Þar vantaði aðeins upp á varnarleikinn og kannski að fá markvörslu með þar. Heilt yfir samt fannst mér þessi leikur flottur og vel spilaður, við erum að mæta besta liði deildarinnar það er alveg ljóst, en mér finnst við eiga roð í þær. Mér finnst við spila frábærlega en það eru smáatriði hér og þar sem vantar upp á,“ hélt hún svo áfram. Miðað við stöðuna í deildinni í dag má leiða líkur að því að liðin mætist aftur í úrslitakeppninni í vor. Getur Fram stoppað Val? „Já. Ég held að það sé alveg ljóst að við höfum gæðin til þess. Ef við höldum áfram að vinna vel, stelpurnar búnar að vera hrikalega flottar í vetur og liðið finnst mér vera í framþróun og vera á uppleið. Það er alveg ljóst að Valur er liðið til að vinna, eins og hefur verið síðastliðið eitt og hálft ár, en ég hef trú á því að ef við höldum áfram að bæta okkur.“ Hvað er það nákvæmlega sem þarf að batna? „Eins og ég segi eru þetta smáatriði hér og þar, varnarlega og kannski líka tengingin þá með markmönnum. Í dag vorum við að fá of mikið milli eitt og tvö og erum að tapa stöðum maður á mann óþarflega oft þó við vitum að það er erfitt á móti Val sem er með góða leikmenn maður á mann. En það eru kannski þessar stöður sem við erum að horfa á,“ sagði Rakel að lokum.