Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2025 12:11 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu eins og staðan er núna. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku. Matvælastofnun hefur vakið athygli á að skætt afbrigði fuglaflensu, svo kallað H5N5, hafi greinst í kettlingi hér á landi og er það í fyrsta skipti í heiminum sem það greinist í heimilisdýri, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Greint var frá því fréttum okkar í gær að læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti hafi líka drepist og að fólki sem sá um veiku dýrin hafi verið gert að fara í sýnatöku. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó litlar líkur á að fólk smitist af dýrunum. „Ef fólk hefur verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglainflúensu eða dáið eða í umgengni við hræ dýra þá þarf það fólk að vakta sín einkenni og ef það fær einkenni þá að fara í sýnatöku.“ Vel sé fylgst með þróun mála. „Fuglaflensa er eitthvað sem við vöktum vegna þess að fuglainflúensa er líkleg til þess að valda faröldrum ef þeir gerast sem er auðvitað ekki oft. Fuglar eru miklir hýslar fyrir inflúensuveirur og það hefur verið mikið um fuglainflúensu í heiminum undanfarin ár. Ef þetta fer að berast í spendýr eða fer að berast í fólk í einhverju mæli þá er alltaf möguleiki að það geti orðið faraldur því að þessar veirur geta breytt sér. Það er þá það sem gerist það verður breyting á veirunni þannig hún fái hæfileika til að smita fólk eða að smitast á milli manna. Það hefur ekki gerst enn með þetta sem er í gangi núna en ef að veiran fer að smitast á milli manna þá getur orðið faraldur því þá höfum við ekki ónæmi gegn þeirri veiru.“ Þá segir hún fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur eins og staðan sé núna en mikilvægt sé að allir hafi í huga að snerta ekki dauða fugla. „Það eru engin teikn um það núna að þessi veira sé að smitast í fólk. Þessi gerð sem greindist hér hefur til dæmis aldrei greinst í fólki en almennt eru mjög litlar líkur á að fólk smitist af fuglainflúensu og hún smitast ekki á milli manna þannig að fólk eða almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.“ Heilbrigðismál Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24 Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Matvælastofnun hefur vakið athygli á að skætt afbrigði fuglaflensu, svo kallað H5N5, hafi greinst í kettlingi hér á landi og er það í fyrsta skipti í heiminum sem það greinist í heimilisdýri, samkvæmt Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun. Greint var frá því fréttum okkar í gær að læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti hafi líka drepist og að fólki sem sá um veiku dýrin hafi verið gert að fara í sýnatöku. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó litlar líkur á að fólk smitist af dýrunum. „Ef fólk hefur verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglainflúensu eða dáið eða í umgengni við hræ dýra þá þarf það fólk að vakta sín einkenni og ef það fær einkenni þá að fara í sýnatöku.“ Vel sé fylgst með þróun mála. „Fuglaflensa er eitthvað sem við vöktum vegna þess að fuglainflúensa er líkleg til þess að valda faröldrum ef þeir gerast sem er auðvitað ekki oft. Fuglar eru miklir hýslar fyrir inflúensuveirur og það hefur verið mikið um fuglainflúensu í heiminum undanfarin ár. Ef þetta fer að berast í spendýr eða fer að berast í fólk í einhverju mæli þá er alltaf möguleiki að það geti orðið faraldur því að þessar veirur geta breytt sér. Það er þá það sem gerist það verður breyting á veirunni þannig hún fái hæfileika til að smita fólk eða að smitast á milli manna. Það hefur ekki gerst enn með þetta sem er í gangi núna en ef að veiran fer að smitast á milli manna þá getur orðið faraldur því þá höfum við ekki ónæmi gegn þeirri veiru.“ Þá segir hún fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur eins og staðan sé núna en mikilvægt sé að allir hafi í huga að snerta ekki dauða fugla. „Það eru engin teikn um það núna að þessi veira sé að smitast í fólk. Þessi gerð sem greindist hér hefur til dæmis aldrei greinst í fólki en almennt eru mjög litlar líkur á að fólk smitist af fuglainflúensu og hún smitast ekki á milli manna þannig að fólk eða almenningur þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu.“
Heilbrigðismál Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24 Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Matvælastofnun telur hverfandi líkur á að fólk geti smitast af H5N5-afbrigði fuglaflensu þrátt fyrir að kettlingur hafi nýlega drepist af flensunni. Stofnunin telur þó mikilvægt að vera á varðbergi og hefur boðað kattareigendur í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:24
Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku. 8. janúar 2025 21:12
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent