Innlent

Fram­sóknar­menn í Garða­bæ stilla upp og skora á Willum

Árni Sæberg skrifar
Framsóknarmenn í Garðabæ skora á Willum Þór. Hér sést hann á Bessastöðum, sem eru í Garðabæ.
Framsóknarmenn í Garðabæ skora á Willum Þór. Hér sést hann á Bessastöðum, sem eru í Garðabæ. Vísir/Vilhelm

Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar.

Í tilkynningu þess efnis á Facebook segir að tillaga stjórnar að þremur fulltrúum í uppstillingarnefnd hafi verið samþykkt sömuleiðis en nefndina skipi Sigurjón Jónsson, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir og Urður Björg Gísladóttir.

Uppstillingarnefndin óski eftir framboðum á sæti listans og áhugasamir geti haft samband með tölvupósti á netfangið gardabaer@framsokn.is.

Á fundinum hafi jafnframt verið samþykkt eftirfarandi ályktun um áskorun til handa Willum Þór Þórssyni:

„Framsóknarfélag Garðabæjar samþykkir að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í formannsframboð fyrir Framsókn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×