Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2025 08:03 Karlalandsliðið spilaði í fyrsta sinn í nýju landsliðsbúningunum gegn Svíþjóð í gær. Liðin gerðu þá 31-31 jafntefli í vináttulandsleik í Kristianstad. epa/Johan Nilsson Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik á HM í Zagreb næsta fimmtudagskvöld. Nýjar landsliðstreyjur úr smiðju Adidas eru enn ófáanlegar fyrir stuðningsmenn, og í versta falli fara treyjurnar ekki í sölu fyrr en eftir heimsmeistaramótið. Eftir áralangt samstarf við Kempa tilkynnti HSÍ í nóvember um nýjan búningaframleiðanda sambandsins, Adidas. Kvennalandslið Íslands frumsýndi treyjurnar á EM en stuðningsmenn liðsins gátu ekki orðið sér úti um búninginn. Treyjurnar voru ekki heldur í neinum jólapökkum og enn er óvíst hvenær þær skila sér til landsins. Perla Ruth Albertsdóttir og liðsfélagar í kvennalandsliðinu frumsýndu Adidas-treyjurnar á EM í nóvember og desember.Getty/Christina Pahnke „Við erum stöðugt að pressa á svör frá Adidas,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. „Ég er ennþá að gæla við það [að treyjurnar fari í sölu fyrir HM]. Þetta er aðeins öðruvísi en áður því nú erum við ekki umsjónaraðili með þessu, svo við erum ekki í beinum tengslum við það hvenær þær fari í sölu. Við pressum eins og við getum á að það gerist sem fyrst, en þetta snýst eitthvað um framleiðslu hjá Adidas,“ segir Róbert. Allir vildu að þetta væri löngu frágengið Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, segist engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Strákarnir okkar hafa spilað í Kempa-treyjum á mörgum stórmótum. Nú leika þeir í Adidas-búningum.vísir/Vilhelm Heldur ástæðunum fyrir sig Örvar kveðst ekki vilja fara út í ástæður þess hve það hefur dregist að fá treyjurnar til landsins. „Treyjurnar eru í framleiðslu, þær eru framleiddar lengra en skemur í burtu, og ég sé ákveðna dagsetningu í mínu kerfi um hvenær þær koma en ég vil ekki gefa út dagsetningu fyrr en ég get staðið við hana,“ segir Örvar en sú dagsetning er þó að minnsta kosti ekki eftir HM. „Það eru fleiri en ein og fleiri en tvær ástæður fyrir þessu en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Það breytir ekki stöðunni neitt hvort almenningur viti ástæðurnar fyrir þessum drætti, en sá dráttur liggur á ýmsum stöðum,“ segir Örvar. Ljóst er að áhugasamir stuðningsmenn strákanna okkar fá að vita af því um leið og hægt verður að nálgast landsliðstreyjur. Treyjurnar koma fyrst hingað til lands en verða svo einnig mögulega til sölu í Zagreb á meðan á HM stendur, fyrir þá fjölmörgu stuðningsmenn sem þangað stefna. Eins og fyrr segir gæti svo farið í versta falli að engar treyjur verði í boði fyrr en eftir HM. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira
Eftir áralangt samstarf við Kempa tilkynnti HSÍ í nóvember um nýjan búningaframleiðanda sambandsins, Adidas. Kvennalandslið Íslands frumsýndi treyjurnar á EM en stuðningsmenn liðsins gátu ekki orðið sér úti um búninginn. Treyjurnar voru ekki heldur í neinum jólapökkum og enn er óvíst hvenær þær skila sér til landsins. Perla Ruth Albertsdóttir og liðsfélagar í kvennalandsliðinu frumsýndu Adidas-treyjurnar á EM í nóvember og desember.Getty/Christina Pahnke „Við erum stöðugt að pressa á svör frá Adidas,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. „Ég er ennþá að gæla við það [að treyjurnar fari í sölu fyrir HM]. Þetta er aðeins öðruvísi en áður því nú erum við ekki umsjónaraðili með þessu, svo við erum ekki í beinum tengslum við það hvenær þær fari í sölu. Við pressum eins og við getum á að það gerist sem fyrst, en þetta snýst eitthvað um framleiðslu hjá Adidas,“ segir Róbert. Allir vildu að þetta væri löngu frágengið Örvar Rudolfsson hjá Sportmönnum, innflutningsaðila Adidas á Íslandi, segist engu geta lofað um það hvenær treyjurnar fari í sölu. „Það að treyjurnar séu ekki komnar er afskaplega leitt. Allir hlutaðeigandi; við, HSÍ, Adidas Global, allir vildu að þetta yrði frágengið fyrir þónokkru síðan,“ segir Örvar. Hann ítrekar að þó að Sportmenn séu HSÍ innan handar þá sé samningur sambandsins við Adidas Global. Strákarnir okkar hafa spilað í Kempa-treyjum á mörgum stórmótum. Nú leika þeir í Adidas-búningum.vísir/Vilhelm Heldur ástæðunum fyrir sig Örvar kveðst ekki vilja fara út í ástæður þess hve það hefur dregist að fá treyjurnar til landsins. „Treyjurnar eru í framleiðslu, þær eru framleiddar lengra en skemur í burtu, og ég sé ákveðna dagsetningu í mínu kerfi um hvenær þær koma en ég vil ekki gefa út dagsetningu fyrr en ég get staðið við hana,“ segir Örvar en sú dagsetning er þó að minnsta kosti ekki eftir HM. „Það eru fleiri en ein og fleiri en tvær ástæður fyrir þessu en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Það breytir ekki stöðunni neitt hvort almenningur viti ástæðurnar fyrir þessum drætti, en sá dráttur liggur á ýmsum stöðum,“ segir Örvar. Ljóst er að áhugasamir stuðningsmenn strákanna okkar fá að vita af því um leið og hægt verður að nálgast landsliðstreyjur. Treyjurnar koma fyrst hingað til lands en verða svo einnig mögulega til sölu í Zagreb á meðan á HM stendur, fyrir þá fjölmörgu stuðningsmenn sem þangað stefna. Eins og fyrr segir gæti svo farið í versta falli að engar treyjur verði í boði fyrr en eftir HM.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01 Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira
Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð fyrir áfalli í kvöld þegar línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson meiddist í leik á móti Svíum. 9. janúar 2025 22:01
Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Ísland og Svíþjóð skildu jöfn, 31-31, í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í handbolta karla í kvöld. Leikið var í Kristianstad. Svíar tryggðu sér jafntefli með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. 9. janúar 2025 19:45