Körfubolti

Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liz Cambage græðir mikið á OnlyFans reikningi sínum. Hún þénar þar miklu meira en þegar hún var einn besti miðherji heims.
Liz Cambage græðir mikið á OnlyFans reikningi sínum. Hún þénar þar miklu meira en þegar hún var einn besti miðherji heims. @elizcambage

Liz Cambage var stjarna í WNBA körfuboltadeildinni í mörg ár en nú hefur hún skipt um starfsvettvang.

Cambage er 206 sentimetra miðherji sem var valin í WNBA í nýliðavalinu 2011. Stór og öflugur leikmaður með stóran persónuleika.

Á besta tímabili sínu í deildinni þá var hún að skora 23,0 stig að meðaltali í leik. Hún komst fjórum sinnum í stjörnulið deildarinnar.

Alls spilaði hún 167 leiki í WNBA og var með 15,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í þeim.

Cambage spilaði einnig lengi með ástralska landsliðinu og vann með því bæði bronsverðlaun á Ólympíuleikunum (2012 í London) og silfurverðlaun á heimsmeistaramóti (2018 á Spáni).

Cambage spilaði síðast í WNBA árið 2022 en hefur flakkað um heiminn síðustu ár sín í boltanum.

Hún hafði líka verið dugleg að koma sér í vandræði með vanhugsuðum yfirlýsingum og var sökum um rasisma gagnvart mótherjum sínum í nígeríska landsliðinu.

Nú eru körfuboltaskórnir komnir upp á hillu í bili að minnsta kosti. Hún blómstrar í staðinn fyrir framan aðdáendur sína á OnlyFans.

Cambage sagðist hafa farið á OnlyFans, ekki bara til að græða peningl heldur til að sýna aðra hlið á sér. Hún hefur alltaf notið sín sem fyrirsæta og það kemur sér vel á nýjum vettvangi.

„Körfuboltinn var bara hluti af mér en ekki ég öll,“ sagði Cambage í viðtali við Tribune.

„Ég er ekki búin að loka neinum dyrum en eins og staðan er núna þá einbeiti ég mér að því að byggja upp eitthvað nýtt,“ sagði Cambage.

Hún fékk mest 221 þúsund dollara í laun á einu tímabili á körfuboltaferlinum. Í dag er hún að afla um eina og hálfa milljón dollara á ári gegnum OnlyFans en það eru um 212 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×