Körfubolti

Hlynur náði ekki frá­kasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson er í minna hlutiverki í Stjörnuliðinu en undanfarin ár enda verður hann 43 ára gamall á þessu ári.
Hlynur Bæringsson er í minna hlutiverki í Stjörnuliðinu en undanfarin ár enda verður hann 43 ára gamall á þessu ári. Vísir/Hulda Margrét

Hlynur Bæringsson náði ekki að taka frákast í leik Stjörnunnar og KR í Bónus deild karla í körfubolta á föstudagskvöldið og með því næstum því þriggja áratuga hrina hans.

Hlynur kom reyndar bara inn á í 3,8 sekúndur í leiknum og var því aðallega fórnarlamb aðstæðna. Fékk reyndar tólf sekúndur skráðar á sig í tölfræðinni en kom bara inn á síðstu fjórar sekúndurnar í öðrum leikhluta.

Þetta var engu að síður í fyrsta sinn í 27 ár þar sem hann kemur við sögu í leik í úrvalsdeild karla án þess að ná frákasti. Þetta kemur fram hjá Stattnördunum á Fésbókinni.

Hlynur er langfrákastahæsti maðurinn í sögu úrvalsdeildar karla og bætið metið sitt með hverju frákasti sem hann tekur.

Hlynur var búinn að leiki 487 leiki í röð í deild og úrslitakeppni þar sem hann náði í frákast.

Hlynur var síðast frákastalaus í leik sem hann spilaði þann 8. mars 1998, í sigurleik Skallagríms gegn Keflavík í Borgarnesi. Hann var þá ekki nema 15 ára gamall, kom inn á í 5 mínútur, skoraði 2 stig og fékk á sig tvær villur.

Síðan þá afrekaði hann að koma inn á í 487 leikjum og taka alls 5179 fráköst, eða 10,6 að meðaltali í leik. Það var í 488. leiknum sem hrinunni lauk.

Það fylgir sögunni að þetta er að sjálfsögðu met hjá Hlyni sem verður örugglega seint slegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×