HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 10:00 Sérsveitin hefur farið á kostum á síðustu stórmótum íslenska karlalandsliðsins, síðast í Þýskalandi fyrir ári síðan. VÍSIR/VILHELM Ljóst er að fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta hafa sett stefnuna til Zagreb í Króatíu, vegna HM, en þó er ekki búist við að margir verði á fyrsta leiknum, við Grænhöfðaeyjar í kvöld. Fyrstu tveir leikir Íslands ættu að öllu eðlilegu að vera þeir viðráðanlegustu fyrir liðið á mótinu, gegn Grænhöfðaeyjum og Kúbu sem hvorugt eru hátt skrifuð. Eftir leikinn við Kúbu á laugardaginn taka hins vegar við gríðarlega krefjandi leikir, fyrst við Slóveníu á mánudagskvöld og svo í milliriðli við lið á borð við Króatíu og Egyptaland. Allir leikir Íslands, í riðli og milliriðli, verða í Zagreb og hefur Sérsveitin, stuðningsmannasveit Íslands, nú valið stað fyrir Íslendinga til að hittast á fyrir leiki. Staðurinn heitir Johann Franck og er stór skemmti- og veitingastaður í miðborg Zagreb. View this post on Instagram A post shared by Johann Franck (@johannfranck) Sérsveitin, sem svo dyggilega hefur stutt við strákana okkar í gegnum árin, ætlar að spara kraftana til að byrja með og verður ekki með sérstaka upphitun á Johann Franck fyrstu tvo keppnisdagana. Meðlimir Sérsveitarinnar stefna þó, samkvæmt Facebook-síðu hópsins, á að mæta til Zagreb á laugardaginn og beint í höllina til að sjá leikinn við Kúbverja. Á mánudaginn, fyrir leikinn við Slóvena, verður svo blásið í herlúðra með öflugri upphitun á Johann Franck og má búast við því sama á leikjunum í milliriðli, þegar stór hópur Íslendinga bætist við stuðningsmannasveitina. Stuðningsmennirnir geta enn ekki orðið sér úti um nýju Adidas-landsliðstreyjurnar sem Ísland spilar í á HM, líkt og kvennalandsliðið á EM í desember, vegna tafa á því að treyjurnar komi til landsins og í sölu. Ekki hefur verið gefið út hvenær treyjurnar fara í sölu og í versta falli verður það ekki fyrr en eftir að mótinu lýkur. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið. 15. janúar 2025 12:45 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Fyrstu tveir leikir Íslands ættu að öllu eðlilegu að vera þeir viðráðanlegustu fyrir liðið á mótinu, gegn Grænhöfðaeyjum og Kúbu sem hvorugt eru hátt skrifuð. Eftir leikinn við Kúbu á laugardaginn taka hins vegar við gríðarlega krefjandi leikir, fyrst við Slóveníu á mánudagskvöld og svo í milliriðli við lið á borð við Króatíu og Egyptaland. Allir leikir Íslands, í riðli og milliriðli, verða í Zagreb og hefur Sérsveitin, stuðningsmannasveit Íslands, nú valið stað fyrir Íslendinga til að hittast á fyrir leiki. Staðurinn heitir Johann Franck og er stór skemmti- og veitingastaður í miðborg Zagreb. View this post on Instagram A post shared by Johann Franck (@johannfranck) Sérsveitin, sem svo dyggilega hefur stutt við strákana okkar í gegnum árin, ætlar að spara kraftana til að byrja með og verður ekki með sérstaka upphitun á Johann Franck fyrstu tvo keppnisdagana. Meðlimir Sérsveitarinnar stefna þó, samkvæmt Facebook-síðu hópsins, á að mæta til Zagreb á laugardaginn og beint í höllina til að sjá leikinn við Kúbverja. Á mánudaginn, fyrir leikinn við Slóvena, verður svo blásið í herlúðra með öflugri upphitun á Johann Franck og má búast við því sama á leikjunum í milliriðli, þegar stór hópur Íslendinga bætist við stuðningsmannasveitina. Stuðningsmennirnir geta enn ekki orðið sér úti um nýju Adidas-landsliðstreyjurnar sem Ísland spilar í á HM, líkt og kvennalandsliðið á EM í desember, vegna tafa á því að treyjurnar komi til landsins og í sölu. Ekki hefur verið gefið út hvenær treyjurnar fara í sölu og í versta falli verður það ekki fyrr en eftir að mótinu lýkur.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04 Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00 Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15 Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið. 15. janúar 2025 12:45 Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
„Líður eins og ég sé tvítugur“ Markvörðurinn síungi Björgvin Páll Gústavsson er sem fyrr í leikmannahópi íslenska landsliðsins en þar hefur hann verið síðan árið 2008. 16. janúar 2025 08:04
Bað um nýtt herbergi í Zagreb Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. 15. janúar 2025 23:00
Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ „Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti. 15. janúar 2025 17:15
Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið. 15. janúar 2025 12:45
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03
Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02