Deila um ákvæði um fangaskipti Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 09:25 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. Ríkisstjórnarfundi sem átti að fara fram í dag mun einnig hafa verið frestað en Times of Israel hefur eftir ríkisútvarpi Ísrael að það sé vegna þess að mjög íhaldssamir aðilar í ríkisstjórninni séu að íhuga að slíta ríkisstjórnarsamkomulaginu. Bezalel Smotrich, leiðtogi Síonístaflokks Ísrael, er sagður íhuga að draga flokk sinn úr ríkisstjórn Netanjahú í mótmælaskyni vegna vopnahléssamkomulagsins. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Mótmæli gegn samkomulaginu hafa átt sér stað í Jerúsalem í morgun. Ef marka má beina útsendingu AP eru þau ekki fjölmenn, þegar þetta er skrifað. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði í morgun að leiðtogar Hamas mótmæltu ákvæði samkomulagsins um að Ísraelar gætu neitað að sleppa tilteknum Palestínskum föngum úr haldið. Að Hamas-liðar vildu fá að ráða því hverjum yrði sleppt úr ísraelskum fangelsum. Netanjahú hefur sakaði leiðtoga Hamas um að vilja reyna að kúga frekari tilslakanir frá Ísraelum á síðustu stundu. Hann sagði þó ekki hvað þeir vildu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Ríkisstjórnarfundi sem átti að fara fram í dag mun einnig hafa verið frestað en Times of Israel hefur eftir ríkisútvarpi Ísrael að það sé vegna þess að mjög íhaldssamir aðilar í ríkisstjórninni séu að íhuga að slíta ríkisstjórnarsamkomulaginu. Bezalel Smotrich, leiðtogi Síonístaflokks Ísrael, er sagður íhuga að draga flokk sinn úr ríkisstjórn Netanjahú í mótmælaskyni vegna vopnahléssamkomulagsins. Sjá einnig: Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Mótmæli gegn samkomulaginu hafa átt sér stað í Jerúsalem í morgun. Ef marka má beina útsendingu AP eru þau ekki fjölmenn, þegar þetta er skrifað. Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fimmtíu Palestínumönnum. Vopnahléið á að hefjast formlega á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði í morgun að leiðtogar Hamas mótmæltu ákvæði samkomulagsins um að Ísraelar gætu neitað að sleppa tilteknum Palestínskum föngum úr haldið. Að Hamas-liðar vildu fá að ráða því hverjum yrði sleppt úr ísraelskum fangelsum. Netanjahú hefur sakaði leiðtoga Hamas um að vilja reyna að kúga frekari tilslakanir frá Ísraelum á síðustu stundu. Hann sagði þó ekki hvað þeir vildu, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna