Ánægja með Dag og hetjan hyllt Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 15:47 Dagur Sigurðsson og hans menn í króatíska landsliðinu voru ekki í neinum vandræðum með Barein í gærkvöld. Getty/Luka Stanzl Króatar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hófu HM í handbolta af krafti í Zagreb í gærkvöld og völtuðu yfir Bareinana hans Arons Kristjánssonar. Fyrrverandi aðstoðarþjálfari Króatíu hrósar Degi og fyrirliðanum Domagoj Duvnjak, sem var hylltur sérstaklega af áhorfendum en hann er á sínu síðasta stórmóti. Strákarnir hans Dags unnu 36-22 sigur í gærkvöld og þessi byrjun hefur eflaust ekki slegið á væntingar heimamanna sem ætla sér eflaust langt á mótinu. Dagur segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu, þó eflaust sé hún til staðar. Boris Dvorsek, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Króatíu, segir að hafa verði í huga að Barein sé ekki eitt af erfiðustu liðunum á mótinu. Næsti leikur sé svo við álíka andstæðing, Argentínu, sem þó sé mögulega aðeins sterkara lið en Barein. „Það er gott að við skulum byrja á tveimur svona leikjum. Og þarna gerði Dagur vel, því hann lét allt liðið spila. Allir spiluðu og fengu góðar mínútur. Að mínu mati ætti að gera það sama gegn Argentínu. Þetta er nefnilega frábær æfing fyrir mikilvægu leikina sem fylgja í kjölfarið, fyrst gegn Egyptalandi og svo í milliriðli við Ísland og Slóveníu,“ segir Dvorsek við Tportal. „Það er mjög mikilvægt að hafa eins marga leikmenn og hægt er í toppformi, því þetta er langt mót. Það sem heillaði mig sérstaklega er hve rosalega hreyfanlegir menn voru í 6-0 vörninni. Því leikmenn Barein eru fljótir, góðir í að finta, ekki klassískir skotmenn en við lokuðum miðsvæðinu afar vel,“ segir Dvorsek en ítrekar að Barein sé ekki eitt besta lið mótsins. 🇭🇷 Tribute to a legend!Fans honored Croatia’s captain Domagoj Duvnjak during the 5th minute of the match vs. Bahrain at #HWC2025 with a heartfelt banner: "Hvala, kapetane" (Thank you, captain).Duvnjak leads Croatia one last time, aiming for another medal. A true icon! 🙌… pic.twitter.com/sekxxiu9vt— Hen Livgot (@Hen_Livgot) January 16, 2025 Á fimmtu mínútu leiksins í gær var Duvnjak, sem klæðist treyju númer fimm, hylltur sérstaklega. Stuðningsmenn rúlluðu út gríðarstórum fána með mynd af hetjunni sinni en Duvnjak, sem er 36 ára, hefur spilað fyrir landsliðið frá árinu 2006 og var lengi í hópi allra bestu leikmanna heims. „Duvnjak var mjög, mjög góður í fyrri hálfleiknum,“ sagði Dvorsek en segir ljóst að fyrsta stóra prófið hjá Króötum sé á sunnudaginn, gegn Egyptum. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Strákarnir hans Dags unnu 36-22 sigur í gærkvöld og þessi byrjun hefur eflaust ekki slegið á væntingar heimamanna sem ætla sér eflaust langt á mótinu. Dagur segist þó ekki finna fyrir mikilli pressu, þó eflaust sé hún til staðar. Boris Dvorsek, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Króatíu, segir að hafa verði í huga að Barein sé ekki eitt af erfiðustu liðunum á mótinu. Næsti leikur sé svo við álíka andstæðing, Argentínu, sem þó sé mögulega aðeins sterkara lið en Barein. „Það er gott að við skulum byrja á tveimur svona leikjum. Og þarna gerði Dagur vel, því hann lét allt liðið spila. Allir spiluðu og fengu góðar mínútur. Að mínu mati ætti að gera það sama gegn Argentínu. Þetta er nefnilega frábær æfing fyrir mikilvægu leikina sem fylgja í kjölfarið, fyrst gegn Egyptalandi og svo í milliriðli við Ísland og Slóveníu,“ segir Dvorsek við Tportal. „Það er mjög mikilvægt að hafa eins marga leikmenn og hægt er í toppformi, því þetta er langt mót. Það sem heillaði mig sérstaklega er hve rosalega hreyfanlegir menn voru í 6-0 vörninni. Því leikmenn Barein eru fljótir, góðir í að finta, ekki klassískir skotmenn en við lokuðum miðsvæðinu afar vel,“ segir Dvorsek en ítrekar að Barein sé ekki eitt besta lið mótsins. 🇭🇷 Tribute to a legend!Fans honored Croatia’s captain Domagoj Duvnjak during the 5th minute of the match vs. Bahrain at #HWC2025 with a heartfelt banner: "Hvala, kapetane" (Thank you, captain).Duvnjak leads Croatia one last time, aiming for another medal. A true icon! 🙌… pic.twitter.com/sekxxiu9vt— Hen Livgot (@Hen_Livgot) January 16, 2025 Á fimmtu mínútu leiksins í gær var Duvnjak, sem klæðist treyju númer fimm, hylltur sérstaklega. Stuðningsmenn rúlluðu út gríðarstórum fána með mynd af hetjunni sinni en Duvnjak, sem er 36 ára, hefur spilað fyrir landsliðið frá árinu 2006 og var lengi í hópi allra bestu leikmanna heims. „Duvnjak var mjög, mjög góður í fyrri hálfleiknum,“ sagði Dvorsek en segir ljóst að fyrsta stóra prófið hjá Króötum sé á sunnudaginn, gegn Egyptum.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hjá Barein töpuðu stórt á móti Króatíu í fyrsta leik sinum á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. 15. janúar 2025 21:23
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti