Handbolti

Bein út­sending frá HR stofunni: Spálíkan kynnt og rætt við Pat­rek og Arnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Örn Jónsson og strákarnir okkar hefja leik á HM í kvöld þegar þeir mæta Grænhöfðaeyjum.
Elvar Örn Jónsson og strákarnir okkar hefja leik á HM í kvöld þegar þeir mæta Grænhöfðaeyjum. epa/Johan Nilsson

Háskólinn í Reykjavík hitar upp fyrir heimsmeistaramótið í handbolta í HR stofunni, í tilefni þess að íslenska karlalandsliðið leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag. Gestir HR stofunnar eru Patrekur Jóhannesson og Arnar Pétursson og þá kynnir Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, spálíkan sem hann hefur gert fyrir mótið.

HR stofan hefst klukkan 12:30 en beina útsendingu frá henni má sjá hér fyrir neðan.

Í HR stofunni fer Peter yfir spálíkan sem hann hefur gert fyrir HM. Hann gerði einnig spálíkön fyrir HM 2023 og EM 2024. Fyrir HM 2023 spáði hann því að Íslendingar myndu enda í 12.-14. sæti og svo fór að þeir enduðu í 12. sæti. Fyrir EM í fyrra spáði Peter því að líklegast yrði að Ísland endaði í 7.-12. sæti. Tíunda sætið varð niðurstaðan.

Í kjölfarið munu þeir Patrekur og Arnar ræða við Kristján Halldórsson, kennara við íþróttafræðideild HR, um spá Peters, íslenska landsliðið, leikmennina og mótherja Íslands á HM.

Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fjallað verður ítarlega um leikinn í máli og myndum á Vísi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×