„Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. janúar 2025 15:01 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson vonast eftir heilsteyptari frammistöðu frá íslenska landsliðinu í handbolta en það sýndi gegn Grænhöfðaeyjum í fyrrakvöld er það mætir Kúbu í kvöld. Strákarnir okkar byrjuðu leikinn við Grænhöfðaeyjar afar vel og leiddu með tíu í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir andstæðinginn í upphafi. Eftir fínustu byrjun á síðari hálfleik kom slæmur kafli þar sem þeir grænhöfðaeysku skoruðu fimm mörk í röð. Þá hafði Snorri gert þónokkrar breytingar og byrjunarlið Íslands að stærstum hluta farinn af velli. En er áhyggjuefni að svo slæmur kafli hafi birst honum þegar aðrir komu inn á? „Ég skil alveg vangavelturnar en ég er ekki á þeim stað að finnast það eitthvað vandamál. Ég treysti þessum strákum alveg 100 prósent öllum. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum komnir í uppstillingu sem við höfum ekki einu sinni prófað á æfingum,“ „Þetta spilast einhvern veginn þannig bara, með rauða spjaldinu og við að hvíla menn, að það verði staðan. Þrátt fyrir það gerum við kröfur á alla okkar landsliðsmenn að við getum gert aðeins betur en í seinni hálfleik. Mér finnst alveg óþarfi að vera að fókusa of mikið á það akkúrat eins og er,“ segir Snorri Steinn. Þetta spilaðist sannarlega á áhugaverðan hátt þar sem Elliði Snær Vignisson fékk rauða spjaldið sem Snorri nefndi og þá þurfti Sveinn Jóhannsson að sitja sem fastast á bekknum eftir stutta innkomu sökum þess að númerið aftan á treyju hans máðist af. „Smá búningavesen sem við skulum ekkert vera að blása of mikið upp. Þetta var óþarfa staða sem kom upp, við skulum bara orða það alveg eins og er. Ýmir spilaði þá kannski þar af leiðandi meira en hann átti að gera en komst bara heill frá því og við erum ekki að stressa okkur því í dag,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Aftur á línuna þrátt fyrir Barbaskot Snorri var þá spurður út í vítakast Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann klúðraði víti með svokölluðu Barbasinski skoti. Það kallast skot sem fer í gólfið og yfir markið og nefnt eftir Sóvétmanninum Andrey Barbashinsky. Dæmi um slík skot má sjá hér. Snorri Steinn segir Óðin þó ekki vera dottinn út af lista vítaskytta, þrátt fyrir klúðrið. „Nei, nei, alls ekki. Hann bara veður á punktinn ef ég segi honum að fara á punktinn held ég.“ Kúba er andstæðingur dagsins en liðið tapaði stórt fyrir Slóvenum í fyrradag. Aðspurður um hvort búast megi við svipuðum leik og gegn Grænhöfðaeyjum segir Snorri: „Vonandi erum við bara tíu mörkum yfir í hálfleik, það væri fínt fyrir mig sem þjálfara. Mér fannst glitta í eitthvað hjá þeim þó þeir hafi tapað stórt á móti Slóveníu. Slóvenarnir gerðu þetta bara mjög vel. Ég kalla bara eftir því nákvæmlega sama; gríðarlega einbeittu liði sem ber virðingu fyrir verkefninu og andstæðingnum og gerir þetta vel.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Strákarnir okkar byrjuðu leikinn við Grænhöfðaeyjar afar vel og leiddu með tíu í hálfleik eftir að hafa keyrt yfir andstæðinginn í upphafi. Eftir fínustu byrjun á síðari hálfleik kom slæmur kafli þar sem þeir grænhöfðaeysku skoruðu fimm mörk í röð. Þá hafði Snorri gert þónokkrar breytingar og byrjunarlið Íslands að stærstum hluta farinn af velli. En er áhyggjuefni að svo slæmur kafli hafi birst honum þegar aðrir komu inn á? „Ég skil alveg vangavelturnar en ég er ekki á þeim stað að finnast það eitthvað vandamál. Ég treysti þessum strákum alveg 100 prósent öllum. Við skulum heldur ekki gleyma því að við vorum komnir í uppstillingu sem við höfum ekki einu sinni prófað á æfingum,“ „Þetta spilast einhvern veginn þannig bara, með rauða spjaldinu og við að hvíla menn, að það verði staðan. Þrátt fyrir það gerum við kröfur á alla okkar landsliðsmenn að við getum gert aðeins betur en í seinni hálfleik. Mér finnst alveg óþarfi að vera að fókusa of mikið á það akkúrat eins og er,“ segir Snorri Steinn. Þetta spilaðist sannarlega á áhugaverðan hátt þar sem Elliði Snær Vignisson fékk rauða spjaldið sem Snorri nefndi og þá þurfti Sveinn Jóhannsson að sitja sem fastast á bekknum eftir stutta innkomu sökum þess að númerið aftan á treyju hans máðist af. „Smá búningavesen sem við skulum ekkert vera að blása of mikið upp. Þetta var óþarfa staða sem kom upp, við skulum bara orða það alveg eins og er. Ýmir spilaði þá kannski þar af leiðandi meira en hann átti að gera en komst bara heill frá því og við erum ekki að stressa okkur því í dag,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Slæmur kafli, og hvað? Aftur á línuna þrátt fyrir Barbaskot Snorri var þá spurður út í vítakast Óðins Þórs Ríkharðssonar en hann klúðraði víti með svokölluðu Barbasinski skoti. Það kallast skot sem fer í gólfið og yfir markið og nefnt eftir Sóvétmanninum Andrey Barbashinsky. Dæmi um slík skot má sjá hér. Snorri Steinn segir Óðin þó ekki vera dottinn út af lista vítaskytta, þrátt fyrir klúðrið. „Nei, nei, alls ekki. Hann bara veður á punktinn ef ég segi honum að fara á punktinn held ég.“ Kúba er andstæðingur dagsins en liðið tapaði stórt fyrir Slóvenum í fyrradag. Aðspurður um hvort búast megi við svipuðum leik og gegn Grænhöfðaeyjum segir Snorri: „Vonandi erum við bara tíu mörkum yfir í hálfleik, það væri fínt fyrir mig sem þjálfara. Mér fannst glitta í eitthvað hjá þeim þó þeir hafi tapað stórt á móti Slóveníu. Slóvenarnir gerðu þetta bara mjög vel. Ég kalla bara eftir því nákvæmlega sama; gríðarlega einbeittu liði sem ber virðingu fyrir verkefninu og andstæðingnum og gerir þetta vel.“ Ísland mætir Kúbu í öðrum leik riðlakeppninnar á HM í Zagreb í kvöld klukkan 19:30. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti