Spá meiri arðsemi Arion en minni vaxtatekjur taki niður afkomu Íslandsbanka
Útlit er fyrir afkomubata á milli ára á fjórða ársfjórðungi 2024 hjá Arion, drifið áfram af sterkum grunnrekstri, enda þótt ólíklegt sé að það muni duga til að bankinn nái þrettán prósenta arðsemismarkmiði sínu fyrir árið í heild, ef marka má spár greinenda. Þrátt fyrir væntingar um talsvert minni niðurfærslu á eignum þá er reiknað með því að afkoma Íslandsbanka dragist saman, einkum vegna samdráttar í hreinum vaxtatekjum.
Tengdar fréttir
Umframfé Arion banka gæti brátt numið yfir tuttugu milljörðum
Þrátt fyrir talsverðar niðurfærslur á lánum þá var hagnaður Arion banka á þriðja fjórðungi, einkum vegna sögulega sterkrar afkomu af tryggingarekstrinum, vel umfram spár greinenda og ekki útséð með að bankinn geti náð arðsemismarkmiði sínu á árinu. Með innleiðingu á nýju bankaregluverki í upphafi nýs ár er áætlað að umfram eigið fé Arion, sem er núna talið vera allt að tuttugu milljarðar, aukist um liðlega fimm milljarða til viðbótar.