Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2025 19:01 Vopnahlé tekur gildi á Gasasvæðinu í fyrramálið. AP/Jehad Alshrafi Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. Ríkisstjórn Ísrael samþykkti vopnahléstillöguna seint í gærkvöld. Tuttugu og fjórir ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt tillöguna en átta munu hafa greitt atkvæði gegn henni. Vopnahlé mun því taka gildi snemma á morgun og verður fyrstu gíslum þá sleppt úr haldi, en talið er að um hundrað séu enn í haldi Hamas samtakanna, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október árið 2023. Þá ætla Ísraelsmenn að sleppa Palestínumönnum úr fangelsi og meðal annars dæmdum hryðjuverkamönnum. Í nótt, sólarhring áður en vopnahlé tekur gildi eru Ísraelar sagðir hafa varpað sprengjum á Gasasvæðið. Fjögurra manna fjölskylda lét lífið í árásinni. „Á síðustu klukkustundunum fyrir stríðslok vorum við vakin með öflugri sprengju sem var varpað úr flugvél. Við hlupum frá tjöldunum okkar til að sjá hvað hafði gerst. Nágrannar okkar úr næstu tjöldum höfðu orðið fyrir eldflauginni. Við hjálpuðum til við að safna saman líkamshlutum þeirra, sagði Waseem Matar, nágranni fjölskyldunnar. Neyðaraðstoð berist á morgun Samkvæmt samkomulaginu eiga ísraelskir hermenn að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Í frétt Times of Israel segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi lofað því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi heitið Ísraelum fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem Hamas stýrir, segja að minnst 46 þúsund liggi í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður eru sagðar hræðilegar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að neyðaraðstoð streymi inn á svæðið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
Ríkisstjórn Ísrael samþykkti vopnahléstillöguna seint í gærkvöld. Tuttugu og fjórir ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt tillöguna en átta munu hafa greitt atkvæði gegn henni. Vopnahlé mun því taka gildi snemma á morgun og verður fyrstu gíslum þá sleppt úr haldi, en talið er að um hundrað séu enn í haldi Hamas samtakanna, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október árið 2023. Þá ætla Ísraelsmenn að sleppa Palestínumönnum úr fangelsi og meðal annars dæmdum hryðjuverkamönnum. Í nótt, sólarhring áður en vopnahlé tekur gildi eru Ísraelar sagðir hafa varpað sprengjum á Gasasvæðið. Fjögurra manna fjölskylda lét lífið í árásinni. „Á síðustu klukkustundunum fyrir stríðslok vorum við vakin með öflugri sprengju sem var varpað úr flugvél. Við hlupum frá tjöldunum okkar til að sjá hvað hafði gerst. Nágrannar okkar úr næstu tjöldum höfðu orðið fyrir eldflauginni. Við hjálpuðum til við að safna saman líkamshlutum þeirra, sagði Waseem Matar, nágranni fjölskyldunnar. Neyðaraðstoð berist á morgun Samkvæmt samkomulaginu eiga ísraelskir hermenn að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Í frétt Times of Israel segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi lofað því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi heitið Ísraelum fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem Hamas stýrir, segja að minnst 46 þúsund liggi í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður eru sagðar hræðilegar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að neyðaraðstoð streymi inn á svæðið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira