„Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. janúar 2025 18:46 Valsarinn Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í dag með sjö mörk Vísir/Anton Brink Valskonur eru komnar áfram í 8-liða úrslit EHF-bikarsins eftir fimm marka sigur á Malaga Costa Del Sol, 31-26, í N1 höllinni. Var þetta síðari leikur liðanna en fyrri ytra endaði með 25-25 jafntefli. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Var hún að vonum hæstánægð eftir leik. Aðspurð út í hvernig tilfinningin væri eftir leik var hún ekki lengi að svara. „Ótrúlega góð.“ „Við gerðum jafntefli þarna úti, en okkur fannst við eiga bara drullu mikið inni eftir þann leik. Áttum helling inni í varnarleiknum og náttúrulega vorum við að mæta þeim í fyrsta skipti og ég meina þetta var erfiður útivöllur, mikil stemning. Þannig að við vorum alveg sannfærðar að þegar við kæmum heim þá myndum við vinna þær,“ sagði Þórey Anna um aðdraganda leiksins. Malaga liðið mætti Val ofarlega á vellinum í upphafi leiks og tók smá tíma fyrir Valskonur að finna taktinn gegn þeirri vörn. Þórey Anna svaraði því þó neitandi að sá varnarleikur hafi komið Valsliðinu að óvörum. „Nei, því við höfum verið að horfa á leiki með þeim í spænsku deildinni og þá eru þær dálítið framarlega oft sko. Þannig að við vorum aðeins undirbúnar fyrir það, þannig nei í rauninni ekki.“ Valskonur leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10, og hófu síðari hálfleikinn af krafti með tveimur hraðaupphlaupsmörkum. Þjálfari Malaga tók því leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. „Við vorum komnar með blóðbragð í muninn. Þú veist við getum þetta, og þá mættum við þeim alveg dýrvitlausar. Ætluðum bara að kaffæra þeim til að byrja með,“ sagði Þórey Anna um upphaf síðari hálfleiksins. Þórey Anna segir Val stefna alla leið í keppninni. „Jú, en maður verður bara að taka einn leik í einu í þessu. Maður veit aldrei hverjum maður mætir og ég veit ekki einu sinni hvaða lið eru eftir í þessu. Þannig að jú, auðvitað langar okkur alla leið.“ Haukar er eitt þeirra liða sem einnig er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Aðspurð hvort Haukar væru óska mótherjinn svara Þórey Anna því kímin. „Þú veist já og nei. Við náttúrlega höfum harma að hefna á móti þeim. Við töpuðum náttúrlega á móti þeim í síðasta leik, þannig að já já, af hverju ekki.“ Handbolti Valur EHF-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst Valskvenna með sjö mörk. Var hún að vonum hæstánægð eftir leik. Aðspurð út í hvernig tilfinningin væri eftir leik var hún ekki lengi að svara. „Ótrúlega góð.“ „Við gerðum jafntefli þarna úti, en okkur fannst við eiga bara drullu mikið inni eftir þann leik. Áttum helling inni í varnarleiknum og náttúrulega vorum við að mæta þeim í fyrsta skipti og ég meina þetta var erfiður útivöllur, mikil stemning. Þannig að við vorum alveg sannfærðar að þegar við kæmum heim þá myndum við vinna þær,“ sagði Þórey Anna um aðdraganda leiksins. Malaga liðið mætti Val ofarlega á vellinum í upphafi leiks og tók smá tíma fyrir Valskonur að finna taktinn gegn þeirri vörn. Þórey Anna svaraði því þó neitandi að sá varnarleikur hafi komið Valsliðinu að óvörum. „Nei, því við höfum verið að horfa á leiki með þeim í spænsku deildinni og þá eru þær dálítið framarlega oft sko. Þannig að við vorum aðeins undirbúnar fyrir það, þannig nei í rauninni ekki.“ Valskonur leiddu í hálfleik með þremur mörkum, 13-10, og hófu síðari hálfleikinn af krafti með tveimur hraðaupphlaupsmörkum. Þjálfari Malaga tók því leikhlé eftir aðeins eina og hálfa mínútu í síðari hálfleik. „Við vorum komnar með blóðbragð í muninn. Þú veist við getum þetta, og þá mættum við þeim alveg dýrvitlausar. Ætluðum bara að kaffæra þeim til að byrja með,“ sagði Þórey Anna um upphaf síðari hálfleiksins. Þórey Anna segir Val stefna alla leið í keppninni. „Jú, en maður verður bara að taka einn leik í einu í þessu. Maður veit aldrei hverjum maður mætir og ég veit ekki einu sinni hvaða lið eru eftir í þessu. Þannig að jú, auðvitað langar okkur alla leið.“ Haukar er eitt þeirra liða sem einnig er komið í 8-liða úrslit keppninnar. Aðspurð hvort Haukar væru óska mótherjinn svara Þórey Anna því kímin. „Þú veist já og nei. Við náttúrlega höfum harma að hefna á móti þeim. Við töpuðum náttúrlega á móti þeim í síðasta leik, þannig að já já, af hverju ekki.“
Handbolti Valur EHF-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn