Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Valur Páll Eiríksson skrifar 20. janúar 2025 11:31 Þjarmað að Degi á fjölmiðlasvæðinu í Zagreb í gær. Vísir/VPE Örtröð var á viðtalssvæðinu í íþróttahöllinni í Zagreb í gærkvöld eftir tap Króata fyrir Egyptalandi. Dagur Sigurðsson var vinsælastur þeirra sem gengu þar í gegn en ekki vegna þess að króatísku miðlarnir væru svo sáttir við hann. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Undirritaður náði stuttlega tali af Degi á fjölmiðlasvæðinu áður en hann þurfti að drífa sig á blaðamannafund. Þá hafði hann þegar farið í þrjú önnur viðtöl á hinu svokallaða „mixed zone“ þar sem öllum leikmönnum og þjálfurum er gert að ganga í gegn og gefa kost á viðtali. Fyrirsagnirnar sem blöstu við í morgun voru ekki sérlega hliðhollar okkar manni eftir 28-24 tap Króata fyrir Egyptum í gær. Króatar hófu leikinn ekki nægilega vel og áttu í 60 mínútna eltingaleik. Í miðlinum Jutarnji er talað um svartholskafla króatíska liðsins, en í hvert skipti sem þeir króatísku virtust ætla að jafna svöruðu Egyptar með nokkrum mörkum í röð til að auka forskotið. Veselin Vujovic var ekkert sérlega skemmt.Skjáskot Handboltaþjálfarinn Veselin Vujović segir þá við 24 Sata að Dagur hafi aldrei unnið leik sem skiptir máli með króatíska liðinu. Hann þurfi að axla ábyrgð. Degi til varnar, sem einhverjir króatísku miðlanna taka skýrt fram, þá var hann án tveggja heimsklassa leikmanna sem hrukku úr skaftinu fyrir leik. Fyrirliðinn Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru á meðal fremri útilínumanna heims. Báðir eru úr leik á HM. Duvnjak meiddist í síðasta leik og er frá út mótið. Því kom á óvart þegar Cindrić var tekinn úr hópnum en ekki Duvnjak í gærmorgun. Cindrić sagður meiddur en fyrrum hornamaðurinn Mirza Džomba greindi hins vegar frá því í sjónvarpsútsendingu í gær að Cindrić hefði verið tekinn úr hópnum vegna erja milli hans og Dags. Það var þétt setið og mikil stemning í 15 þúsund manna höllinni í Zagreb. Þúsundir Króata fór hins vegar heim fúlir.Vísir/Vilhelm Džomba gagnrýndi þar Cindrić fyrir egóstæla, hann ætti að setja liðið ofar sjálfum sér. Dagur var spurður út í téð rifrildi við Cindrić á blaðamannafundi eftir leikinn í gær og sagði engan fót fyrir þeim sögum. „Ég er ekki læknir en það er erfitt að búast við því að hann snúi aftur. Hann mun reyna, hann mun gera sitt besta, við sjáum hvort það er hægt. Voru átök á milli okkar? Ég hef heyrt um það frá öðrum blaðamönnum, en það er ekkert til í því,“ sagði Dagur á fundinum. Dagur tók nokkur leikhlé en tókst ekki að finna lausnir með nýju útilínuna.Vísir/Vilhelm Sóknarleikur Króata var stirður í gær og þarf Dagur nú að finna lausnir með glænýja útilínu fyrir komandi átök í milliriðli. Króatía mætir annað hvort Grænhöfðaeyjum eða Kúbu í næsta leik á miðvikudaginn kemur. Það veltur á úrslitum leiks þeirra liða síðar í dag hvort fer með Íslandi og Slóveníu í milliriðilinn. Ísland og Slóvenía mæta Króötum í næstu tveimur leikjum þeirra þar á eftir en í kvöld kemur í ljós hvort þeirra liða fer með fullt hús stiga í milliriðilinn. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. 20. janúar 2025 09:40 „Það hjálpar ekki neitt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. 19. janúar 2025 22:17 Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. 20. janúar 2025 08:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Zagreb Undirritaður náði stuttlega tali af Degi á fjölmiðlasvæðinu áður en hann þurfti að drífa sig á blaðamannafund. Þá hafði hann þegar farið í þrjú önnur viðtöl á hinu svokallaða „mixed zone“ þar sem öllum leikmönnum og þjálfurum er gert að ganga í gegn og gefa kost á viðtali. Fyrirsagnirnar sem blöstu við í morgun voru ekki sérlega hliðhollar okkar manni eftir 28-24 tap Króata fyrir Egyptum í gær. Króatar hófu leikinn ekki nægilega vel og áttu í 60 mínútna eltingaleik. Í miðlinum Jutarnji er talað um svartholskafla króatíska liðsins, en í hvert skipti sem þeir króatísku virtust ætla að jafna svöruðu Egyptar með nokkrum mörkum í röð til að auka forskotið. Veselin Vujovic var ekkert sérlega skemmt.Skjáskot Handboltaþjálfarinn Veselin Vujović segir þá við 24 Sata að Dagur hafi aldrei unnið leik sem skiptir máli með króatíska liðinu. Hann þurfi að axla ábyrgð. Degi til varnar, sem einhverjir króatísku miðlanna taka skýrt fram, þá var hann án tveggja heimsklassa leikmanna sem hrukku úr skaftinu fyrir leik. Fyrirliðinn Domagoj Duvnjak og Luka Cindrić eru á meðal fremri útilínumanna heims. Báðir eru úr leik á HM. Duvnjak meiddist í síðasta leik og er frá út mótið. Því kom á óvart þegar Cindrić var tekinn úr hópnum en ekki Duvnjak í gærmorgun. Cindrić sagður meiddur en fyrrum hornamaðurinn Mirza Džomba greindi hins vegar frá því í sjónvarpsútsendingu í gær að Cindrić hefði verið tekinn úr hópnum vegna erja milli hans og Dags. Það var þétt setið og mikil stemning í 15 þúsund manna höllinni í Zagreb. Þúsundir Króata fór hins vegar heim fúlir.Vísir/Vilhelm Džomba gagnrýndi þar Cindrić fyrir egóstæla, hann ætti að setja liðið ofar sjálfum sér. Dagur var spurður út í téð rifrildi við Cindrić á blaðamannafundi eftir leikinn í gær og sagði engan fót fyrir þeim sögum. „Ég er ekki læknir en það er erfitt að búast við því að hann snúi aftur. Hann mun reyna, hann mun gera sitt besta, við sjáum hvort það er hægt. Voru átök á milli okkar? Ég hef heyrt um það frá öðrum blaðamönnum, en það er ekkert til í því,“ sagði Dagur á fundinum. Dagur tók nokkur leikhlé en tókst ekki að finna lausnir með nýju útilínuna.Vísir/Vilhelm Sóknarleikur Króata var stirður í gær og þarf Dagur nú að finna lausnir með glænýja útilínu fyrir komandi átök í milliriðli. Króatía mætir annað hvort Grænhöfðaeyjum eða Kúbu í næsta leik á miðvikudaginn kemur. Það veltur á úrslitum leiks þeirra liða síðar í dag hvort fer með Íslandi og Slóveníu í milliriðilinn. Ísland og Slóvenía mæta Króötum í næstu tveimur leikjum þeirra þar á eftir en í kvöld kemur í ljós hvort þeirra liða fer með fullt hús stiga í milliriðilinn.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. 20. janúar 2025 09:40 „Það hjálpar ekki neitt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. 19. janúar 2025 22:17 Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. 20. janúar 2025 08:01 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. 20. janúar 2025 09:40
„Það hjálpar ekki neitt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. 19. janúar 2025 22:17
Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. 20. janúar 2025 08:01
HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. 20. janúar 2025 11:02