Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. janúar 2025 23:00 Viktor Gísli og virkið sem Ísland reisti fyrir framan hann skilaði sigri kvöldsins. VÍSIR/VILHELM Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. Í hæðunum fyrir ofan Zagreb stendur feiknarstórt virki, Medvedgrad, sem er nokkuð vinsæll ferðamannastaður. Í virkinu miðju er hár turn sem má gjarnan sjá frá borginni á heiðskírum dögum þegar kolamengunin er í lágmarki. Lagst var í byggingu virkisins eftir að Mongólar höfðu lagt Zagreb í rúst árið 1242 og lauk byggingunni tuttugu árum síðar, 1262. 20. janúar 2025 hófu Íslendingar byggingu nýs virkisveggs í Zagreb og stóð hann keikur gegn árásum slóvenskrar sóknarsveitar. Líkt og í Medvedgrad var turn á bakvið íslenska vegginn sem stóð sannarlega upp úr. Medvedgrad virkisveggurinn.Wiki Þessi frammistaða varnar og markmanns í kvöld var með ólíkindum. Viggó, Elvar, Elliði, Ýmir, Janus, sama hver það var. Menn slógu Slóvena sleitulaust. Við ofjarl var að etja í stúkunni þar sem Slóvenar voru skyndilega um fjórfalt fleiri en þeir höfðu verið hingað til á mótinu. Ætli Slóvenar hafi ekki verið um 2.000 í stúkunni borið saman við 500 Íslendinga. En það eina sem þessir slóvensku stuðningsmenn fengu að sjá var kennslubókardæmi um góða vörn frá íslenska liðinu. Þjálfarinn Uros Zorman þurfti að taka leikhlé þegar Slóvenía hafði skorað eitt mark eftir níu mínútur og gerði það svo aftur tíu mínútum síðar þegar þeir höfðu bara skorað fjögur. Líkt og í stúkunni vorum við fámennari en Slóvenarnir stóran hluta en það skipti bara engu máli. Augnablikið þegar Aron stelur boltanum, gefur Tom Brady pílu á Óðinn sem skorar og stelur honum svo aftur til að fara sjálfur upp og skora. Það gerðist þegar við vorum fimm gegn sex og það var sannarlega þannig að engu breytti um fjölda Íslendinga á vellinum, frekar en í stúkunni. Þetta var eitt af þessum augnablikum sem kristallar varnarleikinn í þessum blessaða leik sem var gjörsamlega geggjaður frá upphafi til enda. Ef varnarleikurinn klikkaði var Viktor Gísli þarna á bakvið eins og ég veit ekki hvað. Maður hafði smá áhyggjur í byrjun seinni þegar við missum Elvar út með rautt og skorum ekki í sex og hálfa mínútu en auðvitað var það svo Aron sem hjó á hnútinn. Það komu nokkur augnablik þar sem virtist ætla að gefa á bátinn og slóvensku stuðningsmennirnir komust í stuð í stúkunni. En alltaf var Viktor Gísli þá mættur til að sturta vatnsgusu á vonarneistann. 23-18 sigur var síst of stór og enn má bæta færanýtingu. Það voru hins vegar Viktor og virkisveggurinn fyrir framan hann sem skópu þennan sigur og allt bjart fyrir framhaldið. Egyptar eru næstir strax á miðvikudag og toppsætið í milliriðli undir. Medvedgrad hefur staðið í tæp 800 ár en nú er spurningin hversu lengi íslenska virkið stendur. Standi það í viku til er morgunljóst að strákarnir fara í átta liða úrslit. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. 20. janúar 2025 21:34 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Slóvenía og Ísland mættust í algjörum lykilleik á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Ísland vann fimm marka sigur og fer með fjögur stig í milliriðlakeppnina. 20. janúar 2025 21:07 Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran fimm marka sigur á Slóvenum, 23-18, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. 20. janúar 2025 21:37 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Í hæðunum fyrir ofan Zagreb stendur feiknarstórt virki, Medvedgrad, sem er nokkuð vinsæll ferðamannastaður. Í virkinu miðju er hár turn sem má gjarnan sjá frá borginni á heiðskírum dögum þegar kolamengunin er í lágmarki. Lagst var í byggingu virkisins eftir að Mongólar höfðu lagt Zagreb í rúst árið 1242 og lauk byggingunni tuttugu árum síðar, 1262. 20. janúar 2025 hófu Íslendingar byggingu nýs virkisveggs í Zagreb og stóð hann keikur gegn árásum slóvenskrar sóknarsveitar. Líkt og í Medvedgrad var turn á bakvið íslenska vegginn sem stóð sannarlega upp úr. Medvedgrad virkisveggurinn.Wiki Þessi frammistaða varnar og markmanns í kvöld var með ólíkindum. Viggó, Elvar, Elliði, Ýmir, Janus, sama hver það var. Menn slógu Slóvena sleitulaust. Við ofjarl var að etja í stúkunni þar sem Slóvenar voru skyndilega um fjórfalt fleiri en þeir höfðu verið hingað til á mótinu. Ætli Slóvenar hafi ekki verið um 2.000 í stúkunni borið saman við 500 Íslendinga. En það eina sem þessir slóvensku stuðningsmenn fengu að sjá var kennslubókardæmi um góða vörn frá íslenska liðinu. Þjálfarinn Uros Zorman þurfti að taka leikhlé þegar Slóvenía hafði skorað eitt mark eftir níu mínútur og gerði það svo aftur tíu mínútum síðar þegar þeir höfðu bara skorað fjögur. Líkt og í stúkunni vorum við fámennari en Slóvenarnir stóran hluta en það skipti bara engu máli. Augnablikið þegar Aron stelur boltanum, gefur Tom Brady pílu á Óðinn sem skorar og stelur honum svo aftur til að fara sjálfur upp og skora. Það gerðist þegar við vorum fimm gegn sex og það var sannarlega þannig að engu breytti um fjölda Íslendinga á vellinum, frekar en í stúkunni. Þetta var eitt af þessum augnablikum sem kristallar varnarleikinn í þessum blessaða leik sem var gjörsamlega geggjaður frá upphafi til enda. Ef varnarleikurinn klikkaði var Viktor Gísli þarna á bakvið eins og ég veit ekki hvað. Maður hafði smá áhyggjur í byrjun seinni þegar við missum Elvar út með rautt og skorum ekki í sex og hálfa mínútu en auðvitað var það svo Aron sem hjó á hnútinn. Það komu nokkur augnablik þar sem virtist ætla að gefa á bátinn og slóvensku stuðningsmennirnir komust í stuð í stúkunni. En alltaf var Viktor Gísli þá mættur til að sturta vatnsgusu á vonarneistann. 23-18 sigur var síst of stór og enn má bæta færanýtingu. Það voru hins vegar Viktor og virkisveggurinn fyrir framan hann sem skópu þennan sigur og allt bjart fyrir framhaldið. Egyptar eru næstir strax á miðvikudag og toppsætið í milliriðli undir. Medvedgrad hefur staðið í tæp 800 ár en nú er spurningin hversu lengi íslenska virkið stendur. Standi það í viku til er morgunljóst að strákarnir fara í átta liða úrslit.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. 20. janúar 2025 21:34 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Slóvenía og Ísland mættust í algjörum lykilleik á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Ísland vann fimm marka sigur og fer með fjögur stig í milliriðlakeppnina. 20. janúar 2025 21:07 Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran fimm marka sigur á Slóvenum, 23-18, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. 20. janúar 2025 21:37 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Ísland lagði Slóveníu á HM karla í handbolta í kvöld þökk sé magnaðri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu. Það verður ekkert tekið af íslensku vörninni en markvörðurinn bar af þegar samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, er skoðaður. 20. janúar 2025 22:32
„Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21
„Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. 20. janúar 2025 21:34
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Slóvenía og Ísland mættust í algjörum lykilleik á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Ísland vann fimm marka sigur og fer með fjögur stig í milliriðlakeppnina. 20. janúar 2025 21:07
Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran fimm marka sigur á Slóvenum, 23-18, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta. 20. janúar 2025 21:37