Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 23:56 Musk gerði handahreyfinguna, sneri sér við og gerði hana aftur. EPA Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. Musk var einn helstu stuðningsmanna og styrktaraðila í kosningabaráttu Trump. Eftir sigur Trump lýsti forsetinn verðandi því yfir að hann hygðist útnefna Musk sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Repúblikanar stóðu fyrir hátíðahöldum í Capitol One íþróttahöllinni í tilefni innsetningarinnar í kvöld og var Musk meðal ræðumanna. „Mig langar til að þakka ykkur fyrir að gera þetta að veruleika,“ sagði Musk í ræðu sinni. Í framhaldinu sló hann hægri hönd sinni á brjóstkassann og sveiflaði henni upp á ská meðan lófi hans sneri niður. Þá sneri hann sér við og endurtók hreyfinguna. Guardian fjallar um málið, og vísar í ADL, baráttusamtök gegn gyðingaandúð, sem lýsa sams konar handahreyfingu og Musk gerði sem nasistakveðju sem iðulega var notuð til að hylla Adolf Hitler í valdatíð hans fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Haaretz er kveðjunni lýst sem „rómverskri kveðju“, fasistakveðju sem oftast sé tengd við Þýskaland nasismans. Í umfjöllun Independant segir að notast hafi verið við kveðjuna í virðingarskyni á tímum Rómaveldis en síðar hafi fasistasamtök, þar á meðal Nasistaflokkurinn í Þýskalandi, tileinkað sér kveðjuna og í kjölfarið tengi margir kveðjuna við hreyfinguna. Skiptar skoðanir á merkingu kveðjunnar Þá hafa ýmsir aðilar gagnrýnt Musk fyrir gjörninginn. Þar á meðal félagasamtökin Repúblikanar gegn Trump, sem eru með nærri 800 þúsund fylgjendur á X, forriti í eigu Musk. „Bíddu, var Musk að heilsa að sið nasista?,“ segir í færslu frá samtökunum. „Nýi meðforsetinn okkar heilsaði að nasistasið á fyrsta degi Trump í embætti,“ segir Sawyer Hackett ráðgjafi Demókrata í færslu á X. „Standandi lófatak fyrir Elon Musk, þetta eru bestu undirtektir sem nokkur hefur fengið í dag,“ sagði Erin Burnett fréttamaður á CNN sem fjallaði um hátíðahöldin. „Við sáum síðan þessa undarlegu kveðju.[...]. Hún leit skringilega út.“ Skiptar skoðanir eru þó á þessu atferli Musk en Independant hefur eftir blaðamönnum og gagnrýnendum að handahreyfingar hans hafi ekki verið að nasistasið. Ekki sé tilefni til að kippa sér upp við atferlið. Erlendir miðlar hafa grenslast eftir ummælum frá Musk og talsmönnum hans vegna málsins. Enn hefur hann ekki orðið við þeirri beiðni. Bandaríkin Donald Trump X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Sjá meira
Musk var einn helstu stuðningsmanna og styrktaraðila í kosningabaráttu Trump. Eftir sigur Trump lýsti forsetinn verðandi því yfir að hann hygðist útnefna Musk sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Repúblikanar stóðu fyrir hátíðahöldum í Capitol One íþróttahöllinni í tilefni innsetningarinnar í kvöld og var Musk meðal ræðumanna. „Mig langar til að þakka ykkur fyrir að gera þetta að veruleika,“ sagði Musk í ræðu sinni. Í framhaldinu sló hann hægri hönd sinni á brjóstkassann og sveiflaði henni upp á ská meðan lófi hans sneri niður. Þá sneri hann sér við og endurtók hreyfinguna. Guardian fjallar um málið, og vísar í ADL, baráttusamtök gegn gyðingaandúð, sem lýsa sams konar handahreyfingu og Musk gerði sem nasistakveðju sem iðulega var notuð til að hylla Adolf Hitler í valdatíð hans fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Haaretz er kveðjunni lýst sem „rómverskri kveðju“, fasistakveðju sem oftast sé tengd við Þýskaland nasismans. Í umfjöllun Independant segir að notast hafi verið við kveðjuna í virðingarskyni á tímum Rómaveldis en síðar hafi fasistasamtök, þar á meðal Nasistaflokkurinn í Þýskalandi, tileinkað sér kveðjuna og í kjölfarið tengi margir kveðjuna við hreyfinguna. Skiptar skoðanir á merkingu kveðjunnar Þá hafa ýmsir aðilar gagnrýnt Musk fyrir gjörninginn. Þar á meðal félagasamtökin Repúblikanar gegn Trump, sem eru með nærri 800 þúsund fylgjendur á X, forriti í eigu Musk. „Bíddu, var Musk að heilsa að sið nasista?,“ segir í færslu frá samtökunum. „Nýi meðforsetinn okkar heilsaði að nasistasið á fyrsta degi Trump í embætti,“ segir Sawyer Hackett ráðgjafi Demókrata í færslu á X. „Standandi lófatak fyrir Elon Musk, þetta eru bestu undirtektir sem nokkur hefur fengið í dag,“ sagði Erin Burnett fréttamaður á CNN sem fjallaði um hátíðahöldin. „Við sáum síðan þessa undarlegu kveðju.[...]. Hún leit skringilega út.“ Skiptar skoðanir eru þó á þessu atferli Musk en Independant hefur eftir blaðamönnum og gagnrýnendum að handahreyfingar hans hafi ekki verið að nasistasið. Ekki sé tilefni til að kippa sér upp við atferlið. Erlendir miðlar hafa grenslast eftir ummælum frá Musk og talsmönnum hans vegna málsins. Enn hefur hann ekki orðið við þeirri beiðni.
Bandaríkin Donald Trump X (Twitter) Elon Musk Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Sjá meira