„Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 12:02 Ýmir Örn Gíslason var frábær í íslensku vörninni í gær og fagnar hér einu af mörgum stoppum íslenska liðsins í leiknum. Vísir/Vilhelm Íslendingar elska hona svokölluðu íslensku geðveiki hjá landsliðunum okkar en það þýðir líka að strákarnir okkar eru ekki að stefna á nein vinsældarverðlaun. Þeir bíta frá sér og láta vel finna fyrir sér í vörninni. Íslenska geðveikin var mætt á svæðið í frábærum sigri á Slóvenum á HM í handbolta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Varnarleikur íslenska liðsins fékk auðvitað mikla athygli enda frábær í leiknum. Íslensku strákarnir voru gríðarlega grimmir í vörninni og létu Slóvena aldrei vaða yfir sig. „Orkustigið er ofboðslega hátt og menn voru bara fastir fyrir í leiknum. Það var bara hundur í mönnum sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ sagði Einar Jónsson í Besta sætinu. „Ég er ánægður með það. Þetta hafa verið einkennismerki okkar landsliða í gegnum árin. Mér finnst það stundum hafa týnst svolítið undanfarið. Það er greinilegt að Snorri er að leggja mikla áherslu á þetta,“ sagði Einar. „Það tókst heldur betur vel í dag [gær] því auðvitað eiga menn að vera dálítið, svona eins og hann [Snorri] segir. Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur,“ sagði Einar. „Ásgeir þú hefur spilað á mörgum svona mótum. Er ekki partur af því að ná langt í íþróttum að vera smá fífl,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara hundrað prósent. Það er nauðsynlegt. Þú þarft ekkert að vera algjör hálfviti en þú getur verið mjög fastur fyrir. Svo horfir þú bara í hina áttina eða segir honum að grjóthalda kjafti í andlitið á honum. Hvernig sem þú gerir það skiptir ekki öllu máli ,“ sagði Ásgeir. „Bara að það sé alvöru ‚physical presence'. Það munar geðveikt miklu. Þess vegna var línumaðurinn þeirra orðinn svona pirraður. það var verið að djöflast í honum allan helvítið leikinn. Hann er pottþétt ekkert vanur því,“ sagði Ásgeir. Það má hlusta á allt spjallið þeirra um leikinn hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Íslenska geðveikin var mætt á svæðið í frábærum sigri á Slóvenum á HM í handbolta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Varnarleikur íslenska liðsins fékk auðvitað mikla athygli enda frábær í leiknum. Íslensku strákarnir voru gríðarlega grimmir í vörninni og létu Slóvena aldrei vaða yfir sig. „Orkustigið er ofboðslega hátt og menn voru bara fastir fyrir í leiknum. Það var bara hundur í mönnum sem skipti gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ sagði Einar Jónsson í Besta sætinu. „Ég er ánægður með það. Þetta hafa verið einkennismerki okkar landsliða í gegnum árin. Mér finnst það stundum hafa týnst svolítið undanfarið. Það er greinilegt að Snorri er að leggja mikla áherslu á þetta,“ sagði Einar. „Það tókst heldur betur vel í dag [gær] því auðvitað eiga menn að vera dálítið, svona eins og hann [Snorri] segir. Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur,“ sagði Einar. „Ásgeir þú hefur spilað á mörgum svona mótum. Er ekki partur af því að ná langt í íþróttum að vera smá fífl,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara hundrað prósent. Það er nauðsynlegt. Þú þarft ekkert að vera algjör hálfviti en þú getur verið mjög fastur fyrir. Svo horfir þú bara í hina áttina eða segir honum að grjóthalda kjafti í andlitið á honum. Hvernig sem þú gerir það skiptir ekki öllu máli ,“ sagði Ásgeir. „Bara að það sé alvöru ‚physical presence'. Það munar geðveikt miklu. Þess vegna var línumaðurinn þeirra orðinn svona pirraður. það var verið að djöflast í honum allan helvítið leikinn. Hann er pottþétt ekkert vanur því,“ sagði Ásgeir. Það má hlusta á allt spjallið þeirra um leikinn hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira