Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2025 11:59 Palestínskur maður virðir fyrir sér skemmdirnar eftir árásir landtökumanna á tvö þorp á Vesturbakkanum í gærkvöldi. AP/Majdi Mohammed Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup á Jenin á Vesturbakkanum, sem talið er að muni standa yfir í að minnsta kosti nokkra daga. Áhlaupið hófst á nokkrum drónaárásum sem herinn segir að hafi beinst að innviðum hryðjuverkasamtaka. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum á Vesturbakkanum að tveir Palestínumenn hafi fallið í árásunum sem gerðar voru á flóttamannabúðir í Jenin. Áhlaup hersins virðist beinast að þeim búðum og hafa Ísraelar gert áhlaup á þær áður. Fjölmiðlar í Ísrael hafa eftir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að hernaðaraðgerð þessi beri titilinn „Járnveggur“ og að áhlaupinu sé ætlað að „útrýma“ hryðjuverkastarfsemi í Jenin. Hann segir árásirnar beinast gegn handbendum klerkastjórnarinnar í Íran og að aðgerðin muni halda áfram eins lengi og til þurfi. הפלסטינים מדווחים על כוחות צה"ל רבים שפועלים במחנה הפליטים ג'נין@sapirlipkin pic.twitter.com/Al8MbbJHZf— החדשות - N12 (@N12News) January 21, 2025 Réðust á tvö þorp Áhlaupið kemur í kjölfar þess að hópur landtökumanna réðst á Palestínumenn á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Bílar og hús voru brennd en Kan hefur eftir heimamönnum að um þrjú hundruð manns hafi tekið þátt í árasunum. Times of Israel segir að landtökumenn hafi gert árásir á tvö þorp á Vesturbakkanum og að tveir Ísraelar hafi verið skotnir og særðir alvarlega af lögregluþjónum. Mennirnir, sem voru grímuklæddir, eru sagðir hafa ráðist á lögregluþjón og sprautað piparúða á hann. Eftir að stríðið hófst á Gasaströndinni fjölgaði árásum landtökumanna á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn hefur einnig gert mörg áhlaup á svæðinu. Sjá einnig: Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Árásin í gær var gerð á svipuðum tíma og Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann væri að fella úr gildi refsiaðgerðir gegn ísraelskum landtökumönnum sem beita Palestínumenn ofbeldi. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum á Vesturbakkanum að tveir Palestínumenn hafi fallið í árásunum sem gerðar voru á flóttamannabúðir í Jenin. Áhlaup hersins virðist beinast að þeim búðum og hafa Ísraelar gert áhlaup á þær áður. Fjölmiðlar í Ísrael hafa eftir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að hernaðaraðgerð þessi beri titilinn „Járnveggur“ og að áhlaupinu sé ætlað að „útrýma“ hryðjuverkastarfsemi í Jenin. Hann segir árásirnar beinast gegn handbendum klerkastjórnarinnar í Íran og að aðgerðin muni halda áfram eins lengi og til þurfi. הפלסטינים מדווחים על כוחות צה"ל רבים שפועלים במחנה הפליטים ג'נין@sapirlipkin pic.twitter.com/Al8MbbJHZf— החדשות - N12 (@N12News) January 21, 2025 Réðust á tvö þorp Áhlaupið kemur í kjölfar þess að hópur landtökumanna réðst á Palestínumenn á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Bílar og hús voru brennd en Kan hefur eftir heimamönnum að um þrjú hundruð manns hafi tekið þátt í árasunum. Times of Israel segir að landtökumenn hafi gert árásir á tvö þorp á Vesturbakkanum og að tveir Ísraelar hafi verið skotnir og særðir alvarlega af lögregluþjónum. Mennirnir, sem voru grímuklæddir, eru sagðir hafa ráðist á lögregluþjón og sprautað piparúða á hann. Eftir að stríðið hófst á Gasaströndinni fjölgaði árásum landtökumanna á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn hefur einnig gert mörg áhlaup á svæðinu. Sjá einnig: Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Árásin í gær var gerð á svipuðum tíma og Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann væri að fella úr gildi refsiaðgerðir gegn ísraelskum landtökumönnum sem beita Palestínumenn ofbeldi.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira