Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 14:33 Helena Sverrisdóttir tók þessa mynd af litlu systur sinni og birti á samfélagsmiðlum. Guðbjörg með viðurkenningu sína sem leikjahæsta kona efstu deildar. @helenasverris Guðbjörg Sverrisdóttir varð í gærkvöldi leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta þegar hún lék sinn 383. deildarleik á ferlinum. Guðbjörg hjálpaði þá liði sínu Val að vinna 63-61 sigur á Aþenu á Hlíðarenda. Guðbjörg skoraði síðasta stig leiksins og skoraði alls tíu stig fyrir sitt lið í þessum spennandi leik. Guðbjörg bætti með þessu leikjamet Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur en þær léku saman um tíma hjá bæði Haukum og Hamri. Guðbjörg lék sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ÍS 11. febrúar 2007 og skoraði þá jafnframt sína fyrstu körfu í efstu deild. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul. Fyrsta karfa Guðbjargar í metleiknum í gær var hennar þúsundasta í efstu deild því hún hafði skorað 999 körfur fyrir leikinn. Aðeins átján aðrar körfuboltakonur hafa náð því að skora þúsund körfur í efstu deild kvenna en metið á Anna María Sveinsdóttir með 1911 körfur. Guðbjörg hefur skorað 668 af 1002 körfum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 334 af körfunum hennar hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðbjörg er annars í sextánda sæti í stigum, í sjötta sæti í stoðsendingum, í áttunda sæti í stolnum boltum, í ellefta sæti í fráköstum og í níunda sæti í þriggja stiga körfum í sögu deildarinnar. Guðbjörg hélt upp á 32 ára afmælið sitt í október síðastliðnum. Hún er ekki búin að missa úr tímabil síðan að hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka í febrúar fyrir átján árum. Þetta tímabil sem nú er i gangi er hennar nítjánda í röð í efstu deild. Hún hefur á þeim tíma spilað fyrir Hauka (37 leikir), Hamar (38 leikir) og Val. 308 af 383 leikjum hennar hafa komið í Valsbúningnum. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267 Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Guðbjörg hjálpaði þá liði sínu Val að vinna 63-61 sigur á Aþenu á Hlíðarenda. Guðbjörg skoraði síðasta stig leiksins og skoraði alls tíu stig fyrir sitt lið í þessum spennandi leik. Guðbjörg bætti með þessu leikjamet Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur en þær léku saman um tíma hjá bæði Haukum og Hamri. Guðbjörg lék sinn fyrsta leik í efstu deild á móti ÍS 11. febrúar 2007 og skoraði þá jafnframt sína fyrstu körfu í efstu deild. Hún var þá aðeins fjórtán ára gömul. Fyrsta karfa Guðbjargar í metleiknum í gær var hennar þúsundasta í efstu deild því hún hafði skorað 999 körfur fyrir leikinn. Aðeins átján aðrar körfuboltakonur hafa náð því að skora þúsund körfur í efstu deild kvenna en metið á Anna María Sveinsdóttir með 1911 körfur. Guðbjörg hefur skorað 668 af 1002 körfum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna og 334 af körfunum hennar hafa komið fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðbjörg er annars í sextánda sæti í stigum, í sjötta sæti í stoðsendingum, í áttunda sæti í stolnum boltum, í ellefta sæti í fráköstum og í níunda sæti í þriggja stiga körfum í sögu deildarinnar. Guðbjörg hélt upp á 32 ára afmælið sitt í október síðastliðnum. Hún er ekki búin að missa úr tímabil síðan að hún byrjaði að spila með meistaraflokki Hauka í febrúar fyrir átján árum. Þetta tímabil sem nú er i gangi er hennar nítjánda í röð í efstu deild. Hún hefur á þeim tíma spilað fyrir Hauka (37 leikir), Hamar (38 leikir) og Val. 308 af 383 leikjum hennar hafa komið í Valsbúningnum. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267
Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Guðbjörg Sverrisdóttir 383 2. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 382 3. Birna Valgarðsdóttir 375 4. Þórunn Bjarnadóttir 365 5. Hafdís Elín Helgadóttir 363 6. Hildur Sigurðardóttir 347 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Anna María Sveinsdóttir 324 9. Petrúnella Skúladóttir 319 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 11. Bríet Sif Hinriksdóttir 307 12. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 300 13. Hallveig Jónsdóttir 299 14. Guðrún Ósk Ámundadóttir 294 15. Pálína María Gunnlaugsdóttir 290 16. Bryndís Guðmundsdóttir 284 17. Sigrún Skarphéðinsdóttir 282 18. Jóhanna Björk Sveinsdóttir 280 19. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 277 20. Rósa Björk Pétursdóttir 267
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira