Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2025 12:32 Domenico Ebner er ein af óvæntari stjörnum heimsmeistaramótsins í handbolta. getty/Soeren Stache Ítalir hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þeir hafa komið á óvart á heimsmeistaramótinu og eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit. Það er ekki síst markverðinum Domenico Ebner að þakka. Ítalía mætir Þýskalandi í milliriðli 1 klukkan 17:00 í dag. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Ebner en hann er fæddur í Freiburg og hefur búið í Þýskalandi alla sína ævi. En hvernig endaði hann í marki Ítala á HM? Fyrir átta árum sá aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins, Jürgen Prantner, nafn Ebners í tímaritinu. Hann staldraði við skírnarnafn hans, Domenico. Prantner fór í kjölfarið á Facebook, hafði upp á Ebner og sendi honum skilaboð. Ebner tjáði honum að hann ætti ítalska móður og væri tilbúinn að spila fyrir heimaland hennar. Og nú blómstrar Ebner með ítalska liðinu á stærsta sviði handboltans. Ebner talar ekki mikla ítölsku en er búinn að læra þjóðsönginn.getty/Soeren Stache Ítalir unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Tékka, þekkta handboltaþjóð, í fyrradag, 18-25. Ebner varði fjórtán skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Komnir í Gazzettuna „Það er erfitt að koma þessu í orð en þegar þú færð heila síðu í Gazzetta dello Sport, þar sem við vorum bara með smá horn, er það mesta viðurkenning sem þér getur hlotnast á Ítalíu,“ sagði Ebner um áhrifin sem framganga ítalska liðsins á HM hefur haft heima fyrir. „Við erum með unga leikmenn, gamla leikmenn, þykka, granna, litla og stóra. Þegar þú sérð þetta lið bráðnar hjarta mitt. Við upplifun einhvers konar Dolce Vita tilfinningu hér með stuðningsmönnunum okkar. Við erum eins og fjölskylda og þetta er gaman.“ Ebner og félagar hafa unnið Túnis, Alsír og Tékkland á HM en tapað fyrir heimaliði Danmerkur.getty/Soeren Stache Ebner hefur alls varið 42 skot á HM, eða 36 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Aðeins níu markverðir eru með betri hlutfallsmarkvörslu en hann á HM. Hinn þrítugi Ebner leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig. Hann er samherji Andra Más Rúnarssonar og var samherji Viggós Kristjánssonar sem er markahæsti leikmaður Íslands á HM. Ítala bíður erfitt verkefni í dag en þeir mæta silfurliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar. Líklegast fylgir sigurvegari leiksins Dönum upp úr milliriðli 1 og í átta liða úrslit. Bæði Þýskaland og Ítalía eru með fjögur stig. HM karla í handbolta 2025 Ítalía Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Ítalía mætir Þýskalandi í milliriðli 1 klukkan 17:00 í dag. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Ebner en hann er fæddur í Freiburg og hefur búið í Þýskalandi alla sína ævi. En hvernig endaði hann í marki Ítala á HM? Fyrir átta árum sá aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins, Jürgen Prantner, nafn Ebners í tímaritinu. Hann staldraði við skírnarnafn hans, Domenico. Prantner fór í kjölfarið á Facebook, hafði upp á Ebner og sendi honum skilaboð. Ebner tjáði honum að hann ætti ítalska móður og væri tilbúinn að spila fyrir heimaland hennar. Og nú blómstrar Ebner með ítalska liðinu á stærsta sviði handboltans. Ebner talar ekki mikla ítölsku en er búinn að læra þjóðsönginn.getty/Soeren Stache Ítalir unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Tékka, þekkta handboltaþjóð, í fyrradag, 18-25. Ebner varði fjórtán skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Komnir í Gazzettuna „Það er erfitt að koma þessu í orð en þegar þú færð heila síðu í Gazzetta dello Sport, þar sem við vorum bara með smá horn, er það mesta viðurkenning sem þér getur hlotnast á Ítalíu,“ sagði Ebner um áhrifin sem framganga ítalska liðsins á HM hefur haft heima fyrir. „Við erum með unga leikmenn, gamla leikmenn, þykka, granna, litla og stóra. Þegar þú sérð þetta lið bráðnar hjarta mitt. Við upplifun einhvers konar Dolce Vita tilfinningu hér með stuðningsmönnunum okkar. Við erum eins og fjölskylda og þetta er gaman.“ Ebner og félagar hafa unnið Túnis, Alsír og Tékkland á HM en tapað fyrir heimaliði Danmerkur.getty/Soeren Stache Ebner hefur alls varið 42 skot á HM, eða 36 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Aðeins níu markverðir eru með betri hlutfallsmarkvörslu en hann á HM. Hinn þrítugi Ebner leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig. Hann er samherji Andra Más Rúnarssonar og var samherji Viggós Kristjánssonar sem er markahæsti leikmaður Íslands á HM. Ítala bíður erfitt verkefni í dag en þeir mæta silfurliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar. Líklegast fylgir sigurvegari leiksins Dönum upp úr milliriðli 1 og í átta liða úrslit. Bæði Þýskaland og Ítalía eru með fjögur stig.
HM karla í handbolta 2025 Ítalía Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira