„Þeir voru pottþétt að spara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. janúar 2025 18:01 Elliði Snær Viðarsson Vísir/Vilhelm „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. Ísland vann góðan sigur á Egyptum í gær og hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Strákarnir tóku fast á Egyptum, börðu á þeim í vörninni og byggt upp forskot. Það forskot hélst meira og minna og stressið aldrei mikið. „Mér leið ótrúlega vel. Sérstaklega þegar við komumst 4-5 mörkum yfir, þá vissum við að þeir ættu erfitt með að koma til baka. Þeir eiga ekki þennan hraða gír sem við höfum. Hvert mark taldi meira í gær. Það var ótrúlega gott,“ segir Elliði. Aðspurður um vörnina segir hann menn sannarlega njóta þess að lemja á andstæðingunum. „Það hjálpar mikið til að Viktor byrji frábær báða leiki líka. Við vitum það sjálfir að það sem einkennir Ísland og gerði það fyrir nokkrum árum síðan. Það er það sem við þurfum,“ segir Elliði. En hvað orsakar að þetta lið smelli svo vel núna? „Það eru ákveðnar áherslur frá þjálfurunum. Við erum búnir að spila lengi saman, við erum mjög þéttir sem heild og komnir í gott flæði núna. Ég held að það sé lykillinn að þessu.“ Búast má við húsfylli í Zagreb annað kvöld enda Ísland að mæta heimamönnum í króatíska liðinu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeim fjölgaði umtalsvert fyrir leikinn við Egyptaland, fleiri lentu í dag og þá kemur vél Icelandair í fyrramálið. „Maður sá að það voru fáir Króatar sem mættu í gær, þeir voru pottþétt að spara til að geta keypt sér miða á þennan leik. Þetta er allt eða ekkert leikurinn, ég held það sé allt eða ekkert fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að það verði full höll og brjáluð stemning hjá báðum liðum,“ segir Elliði og bætir við: „Íslensku stuðningsmennirnir eru svo sem vanir því að þagga niður í öðrum, vera í undirtölu og vera með meiri læti,“ segir Elliði. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ætla að þagga niður í Króötunum HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Ísland vann góðan sigur á Egyptum í gær og hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Strákarnir tóku fast á Egyptum, börðu á þeim í vörninni og byggt upp forskot. Það forskot hélst meira og minna og stressið aldrei mikið. „Mér leið ótrúlega vel. Sérstaklega þegar við komumst 4-5 mörkum yfir, þá vissum við að þeir ættu erfitt með að koma til baka. Þeir eiga ekki þennan hraða gír sem við höfum. Hvert mark taldi meira í gær. Það var ótrúlega gott,“ segir Elliði. Aðspurður um vörnina segir hann menn sannarlega njóta þess að lemja á andstæðingunum. „Það hjálpar mikið til að Viktor byrji frábær báða leiki líka. Við vitum það sjálfir að það sem einkennir Ísland og gerði það fyrir nokkrum árum síðan. Það er það sem við þurfum,“ segir Elliði. En hvað orsakar að þetta lið smelli svo vel núna? „Það eru ákveðnar áherslur frá þjálfurunum. Við erum búnir að spila lengi saman, við erum mjög þéttir sem heild og komnir í gott flæði núna. Ég held að það sé lykillinn að þessu.“ Búast má við húsfylli í Zagreb annað kvöld enda Ísland að mæta heimamönnum í króatíska liðinu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeim fjölgaði umtalsvert fyrir leikinn við Egyptaland, fleiri lentu í dag og þá kemur vél Icelandair í fyrramálið. „Maður sá að það voru fáir Króatar sem mættu í gær, þeir voru pottþétt að spara til að geta keypt sér miða á þennan leik. Þetta er allt eða ekkert leikurinn, ég held það sé allt eða ekkert fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að það verði full höll og brjáluð stemning hjá báðum liðum,“ segir Elliði og bætir við: „Íslensku stuðningsmennirnir eru svo sem vanir því að þagga niður í öðrum, vera í undirtölu og vera með meiri læti,“ segir Elliði. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ætla að þagga niður í Króötunum
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira