„Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. janúar 2025 21:24 Snorri var svekktur á svip á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir vilhelm „Erfiður dagur. Við vorum bara ekki nægilega góðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir sex marka tap gegn Króatíu. Hann segir liðið ekki hafa náð sama takti varnarlega og í síðustu tveimur leikjum, tapið muni síðan líklega kosta sæti í átta liða úrslitum. „Nei, við náðum allavega ekki sama takti [varnarlega] og síðast. Við vorum alveg að fá einhver skot sem við vildum fá en vorum bara ekki að gera þetta eins vel og í síðustu tveimur leikjum,“ viðurkenndi Snorri og sagði Króatana ekki hafa gert neitt sem kom þeim á óvart. Frammistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. Íslenska liðið reyndi að rétta úr kútnum og gerði ýmsar tilraunir til þess en ekkert virtist ganga upp í kvöld. „Ég er kannski ekki alveg sammála því að það hafi ekkert gengið upp. Við vorum að fá ágætis stöður og fengum einhver dauðafæri. En við vorum með of mikið af töpuðum boltum og of mörg færi sem fara í súginn til að þetta verði að einhverjum leik. Við vissum það alveg, að það yrði stemning og pressa frá áhorfendum en við náðum aldrei að taka frumkvæði og setja þá undir pressu. Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann og okkur ekki.“ Viðtalið við Snorra má sjá í heild hér að neðan. Þetta er fyrsta tap Íslands á mótinu og verður líklega það eina, en mun samt að öllum líkindum kosta liðið sæti í átta liða úrslitum. „Það á eftir að svíða ansi mikið enda mjög líklegt að það verði staðan. Svona er þessi bransi, hann getur verið erfiður,“ sagði Snorri um það og gat lítið útskýrt af hverju gekk svo illa hjá Íslandi í kvöld. „Ég á kannski engar skýringar á því, við finnum ekki alveg fjölina, náum ekki varnarleiknum. Það var ekki planið að gera svona mörg tæknileg mistök og klúðra dauðafærum, bara alls ekki.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
„Nei, við náðum allavega ekki sama takti [varnarlega] og síðast. Við vorum alveg að fá einhver skot sem við vildum fá en vorum bara ekki að gera þetta eins vel og í síðustu tveimur leikjum,“ viðurkenndi Snorri og sagði Króatana ekki hafa gert neitt sem kom þeim á óvart. Frammistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. Íslenska liðið reyndi að rétta úr kútnum og gerði ýmsar tilraunir til þess en ekkert virtist ganga upp í kvöld. „Ég er kannski ekki alveg sammála því að það hafi ekkert gengið upp. Við vorum að fá ágætis stöður og fengum einhver dauðafæri. En við vorum með of mikið af töpuðum boltum og of mörg færi sem fara í súginn til að þetta verði að einhverjum leik. Við vissum það alveg, að það yrði stemning og pressa frá áhorfendum en við náðum aldrei að taka frumkvæði og setja þá undir pressu. Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann og okkur ekki.“ Viðtalið við Snorra má sjá í heild hér að neðan. Þetta er fyrsta tap Íslands á mótinu og verður líklega það eina, en mun samt að öllum líkindum kosta liðið sæti í átta liða úrslitum. „Það á eftir að svíða ansi mikið enda mjög líklegt að það verði staðan. Svona er þessi bransi, hann getur verið erfiður,“ sagði Snorri um það og gat lítið útskýrt af hverju gekk svo illa hjá Íslandi í kvöld. „Ég á kannski engar skýringar á því, við finnum ekki alveg fjölina, náum ekki varnarleiknum. Það var ekki planið að gera svona mörg tæknileg mistök og klúðra dauðafærum, bara alls ekki.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13
Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49