Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 16:13 Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í dag. VÍSIR/VILHELM „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. Ísland gerði sitt með öruggum sigri gegn Argentínu í dag en þarf nú að treysta á að Egyptaland og Króatía vinni ekki bæði í dag, gegn Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Við þurfum bara að bíða og sjá. Við höldum í vonina. Hún er ekki svakalega mikil. Ég á eftir að gera upp við mig hvort ég horfi á leikinn. Það getur vel verið að ég fari bara á crossfit-æfingu. Ef ég þekki sjálfan mig þá hef ég gott af því,“ sagði Snorri léttur. Snorri hafði engan áhuga á að fara að gera upp mótið núna, á meðan að enn er von um að mótið haldi áfram: „Mér finnst ekki við hæfi að tjá mig um mót sem er ekki búið. Það kemur að því að við gerum það upp. Ef það verður í kvöld þá verður það bara þannig,“ segir Snorri. Aðspurður um leikinn við Argentínu var þjálfarinn nokkuð sáttur, fyrir utan upphafskafla leiksins: „Það er bara gott að vinna leikinn og gera það sannfærandi. Það sáu allir hvernig byrjunin var og að einhverju leyti var ég búinn undir að þetta yrði hægt og erfitt í byrjun. Gærdagurinn var mjög erfiður fyrir alla og okkur sem lið. Mér fannst við ná að kveikja á þessu og gera nóg til að landa mjög þægilegum sigri. Ég er mjög ánægður með byrjunina á seinni hálfleik. Á nokkrum mínútum erum við búnir að ganga frá leiknum. Við hefðum getað siglt þessu betur heim en það eru alls konar ástæður fyrir því,“ segir Snorri. Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Argentínu Eflaust hefur tapið gegn Króatíu enn setið í mönnum þegar leikurinn við Argentínu hófst í dag. „Við ætlum ekki að nota það sem einhverja afsökun en kannski var það raunin. Að einhverju leyti er það líka eðlilegt. En mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Gerðum góðar breytingar og fengum inn hraðara lið. Við vorum of hægir og þungir á okkur til að byrja með. Við brugðumst vel við því og strákarnir gerðu þetta vel,“ segir Snorri. „Við gerðum kjánaleg mistök og vorum bara hægari en þeir ef eitthvað er, í byrjun leiksins. Við stigum svo á bensíngjöfina, settum meiri gæði í þetta. Mér fannst þeir ströggla lungann af leiknum og Viktor heldur áfram sínum standard. Við eigum að geta nýtt það betur, sérstaklega í byrjun leiks,“ segir Snorri. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Ísland gerði sitt með öruggum sigri gegn Argentínu í dag en þarf nú að treysta á að Egyptaland og Króatía vinni ekki bæði í dag, gegn Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Við þurfum bara að bíða og sjá. Við höldum í vonina. Hún er ekki svakalega mikil. Ég á eftir að gera upp við mig hvort ég horfi á leikinn. Það getur vel verið að ég fari bara á crossfit-æfingu. Ef ég þekki sjálfan mig þá hef ég gott af því,“ sagði Snorri léttur. Snorri hafði engan áhuga á að fara að gera upp mótið núna, á meðan að enn er von um að mótið haldi áfram: „Mér finnst ekki við hæfi að tjá mig um mót sem er ekki búið. Það kemur að því að við gerum það upp. Ef það verður í kvöld þá verður það bara þannig,“ segir Snorri. Aðspurður um leikinn við Argentínu var þjálfarinn nokkuð sáttur, fyrir utan upphafskafla leiksins: „Það er bara gott að vinna leikinn og gera það sannfærandi. Það sáu allir hvernig byrjunin var og að einhverju leyti var ég búinn undir að þetta yrði hægt og erfitt í byrjun. Gærdagurinn var mjög erfiður fyrir alla og okkur sem lið. Mér fannst við ná að kveikja á þessu og gera nóg til að landa mjög þægilegum sigri. Ég er mjög ánægður með byrjunina á seinni hálfleik. Á nokkrum mínútum erum við búnir að ganga frá leiknum. Við hefðum getað siglt þessu betur heim en það eru alls konar ástæður fyrir því,“ segir Snorri. Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Argentínu Eflaust hefur tapið gegn Króatíu enn setið í mönnum þegar leikurinn við Argentínu hófst í dag. „Við ætlum ekki að nota það sem einhverja afsökun en kannski var það raunin. Að einhverju leyti er það líka eðlilegt. En mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Gerðum góðar breytingar og fengum inn hraðara lið. Við vorum of hægir og þungir á okkur til að byrja með. Við brugðumst vel við því og strákarnir gerðu þetta vel,“ segir Snorri. „Við gerðum kjánaleg mistök og vorum bara hægari en þeir ef eitthvað er, í byrjun leiksins. Við stigum svo á bensíngjöfina, settum meiri gæði í þetta. Mér fannst þeir ströggla lungann af leiknum og Viktor heldur áfram sínum standard. Við eigum að geta nýtt það betur, sérstaklega í byrjun leiks,“ segir Snorri.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43