Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 22:31 Dagur Sigurðsson sýndi nú alveg tilfinningar á hliðarlínunni í Zagreb í kvöld. Getty/Slavko Midzor Eftir tíu mánuði í starfi er Dagur Sigurðsson kominn með Króatíu í undanúrslit á HM í handbolta og því öruggt að liðið mun spila um verðlaun á mótinu. Króatíski miðillinn 24 Sata segir Dag hafa sýnt á sér nýja hlið eftir ótrúlegan sigur á Ungverjum í kvöld. Ungverjar voru á góðri leið með að landa sigri og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm og hálf mínúta voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar fimm síðustu mörkin, það síðasta gerði Marin Sipic á síðustu sekúndu leiksins, og þeir unnu 31-30. Króatískir fjölmiðlamenn báðu Dag, sem virðist hafa einstakt lag á að halda yfirvegun á ögurstundu í spennuleikjum, um að sýna tilfinningar sínar eftir sigurinn dramatíska í gærkvöld. Dagur mun þá hafa lyft höndum og sagt: „Ég er glaður“. Enda ekki annað hægt eftir rússíbanareiðina í gær, fyrir framan smekkfulla höll í Zagreb. Dagur bendir á að sigurinn sé enn kærkomnari eftir tvo erfiða leiki við Ísland og Slóveníu í aðdragandanum, og mikil meiðsli í herbúðum Króata. „Gerist bara á tíu ára fresti“ „Ungverjar spiluðu frábærlega. Þetta var erfitt fyrir okkur því við þurftum að berjast fyrir hverju einasta marki í síðustu tveimur leikjum. Það tók mikla orku frá okkur. Við það bætast svo öll meiðslin,“ sagði Dagur samkvæmt 24 Sata. Mario Sostaric og Filip Glavas fögnuðu vel eftir sigurinn í kvöld.Getty/Sanjin Strukic „Lokin á leiknum voru töfrum líkust. Ótrúleg. Það sem gerðist á lokasekúndunum gerist bara á tíu ára fresti. Ég verð að þakka öllum stuðningsmönnunum og leikmönnum því þeir gáfust ekki upp. Sumir þeirra fórnuðu líkamanum bókstaflega í þetta,“ sagði Dagur. Undir mikilli pressu en kominn í undanúrslit „Það voru margir leikmenn tilbúnir að taka ábyrgð og hjálpa liðinu. Við vissum að menn væru mjög þreyttir, og að það væri einstaklega mikið um meiðsli, en það var alltaf einhver nýr tilbúinn að stökkva til og hjálpa liðinu. Stórkostlegt,“ sagði Dagur og bætti við að ekkert sérstakt plan hefði verið varðandi síðustu sóknina sem endaði svo vel. Hann var ráðinn til að ná árangri í Króatíu, eftir mögur ár króatíska liðsins, og byrjaði á að koma liðinu inn á Ólympíuleikana í París en þar gekk hins vegar illa. Við það jókst pressan á Íslendingnum, og ekki síður þegar Króatar töpuðu fyrir Egyptalandi í fyrstu alvöru prófraun sinni á HM, á heimavelli. Síðan þá hefur hins vegar allt gengið Degi í hag. „Ég er kominn í undanúrslit eftir tíu mánuði [í starfi]. Við erum á réttri braut. Við spiluðum vel fyrir Ólympíuleikana og núna erum við í undanúrslitum. Þetta er ekki auðvelt starf, sjáið bara liðin sem blómstruðu í París því mörg þeirra eru ekki lengur á HM. Við verðum að njóta þessarar stundar. Við njótum þess að spila á heimavelli,“ sagði Dagur sem á nú fyrir höndum leik við Frakka á fimmtudagskvöld áður en spilað verður um verðlaun í Bærum í Noregi. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Ungverjar voru á góðri leið með að landa sigri og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm og hálf mínúta voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar fimm síðustu mörkin, það síðasta gerði Marin Sipic á síðustu sekúndu leiksins, og þeir unnu 31-30. Króatískir fjölmiðlamenn báðu Dag, sem virðist hafa einstakt lag á að halda yfirvegun á ögurstundu í spennuleikjum, um að sýna tilfinningar sínar eftir sigurinn dramatíska í gærkvöld. Dagur mun þá hafa lyft höndum og sagt: „Ég er glaður“. Enda ekki annað hægt eftir rússíbanareiðina í gær, fyrir framan smekkfulla höll í Zagreb. Dagur bendir á að sigurinn sé enn kærkomnari eftir tvo erfiða leiki við Ísland og Slóveníu í aðdragandanum, og mikil meiðsli í herbúðum Króata. „Gerist bara á tíu ára fresti“ „Ungverjar spiluðu frábærlega. Þetta var erfitt fyrir okkur því við þurftum að berjast fyrir hverju einasta marki í síðustu tveimur leikjum. Það tók mikla orku frá okkur. Við það bætast svo öll meiðslin,“ sagði Dagur samkvæmt 24 Sata. Mario Sostaric og Filip Glavas fögnuðu vel eftir sigurinn í kvöld.Getty/Sanjin Strukic „Lokin á leiknum voru töfrum líkust. Ótrúleg. Það sem gerðist á lokasekúndunum gerist bara á tíu ára fresti. Ég verð að þakka öllum stuðningsmönnunum og leikmönnum því þeir gáfust ekki upp. Sumir þeirra fórnuðu líkamanum bókstaflega í þetta,“ sagði Dagur. Undir mikilli pressu en kominn í undanúrslit „Það voru margir leikmenn tilbúnir að taka ábyrgð og hjálpa liðinu. Við vissum að menn væru mjög þreyttir, og að það væri einstaklega mikið um meiðsli, en það var alltaf einhver nýr tilbúinn að stökkva til og hjálpa liðinu. Stórkostlegt,“ sagði Dagur og bætti við að ekkert sérstakt plan hefði verið varðandi síðustu sóknina sem endaði svo vel. Hann var ráðinn til að ná árangri í Króatíu, eftir mögur ár króatíska liðsins, og byrjaði á að koma liðinu inn á Ólympíuleikana í París en þar gekk hins vegar illa. Við það jókst pressan á Íslendingnum, og ekki síður þegar Króatar töpuðu fyrir Egyptalandi í fyrstu alvöru prófraun sinni á HM, á heimavelli. Síðan þá hefur hins vegar allt gengið Degi í hag. „Ég er kominn í undanúrslit eftir tíu mánuði [í starfi]. Við erum á réttri braut. Við spiluðum vel fyrir Ólympíuleikana og núna erum við í undanúrslitum. Þetta er ekki auðvelt starf, sjáið bara liðin sem blómstruðu í París því mörg þeirra eru ekki lengur á HM. Við verðum að njóta þessarar stundar. Við njótum þess að spila á heimavelli,“ sagði Dagur sem á nú fyrir höndum leik við Frakka á fimmtudagskvöld áður en spilað verður um verðlaun í Bærum í Noregi.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira