„Fokking aumingjar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. janúar 2025 23:59 Brynjar Karl er sennilega umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins. Sitt sýnist hverjum um hans aðferðir, en þær hafa ekki borið mikinn árangur í Bónus deildinni á þessu tímabili. vísir / pawel Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. „Ég var náttúrulega bara að drulla yfir nokkrar stelpur. Tala um hvað þetta væri karakterslaust og bara lítið að gerast þar. Við töpuðum þessu bara á karakter sko, við eigum alveg að geta hangið í þeim. Það verður samt að gefa Þór kredit, þetta er sennilega best spilandi lið í deildinni. Við fengum smá kennslustund og ég vona að mínar stelpur hafi lært eitthvað.“ Sagði Brynjar, aðspurður hvað hann hafði sagt inni í klefa eftir leik. „Lúseramarkmið“ Öflugur varnarleikur hefur verið helsta einkenni Aþenu. Brynjar sagði eftir síðasta leik gegn Val að vörnin hafi staðið vel en sóknin ekki skilað sínu. Fannst þér vörnin standa jafn vel í dag? „Nei og það er svolítið leiðinlegt að ég setti mér markmið að ná þessu niður í tíu stig [Aþena var þrjátíu stigum undir eftir þriðja leikhluta], sem við gerðum, en þetta var svona lúseramarkmið. Þrjátíu stigum undir og þá var það bara: Hey, reynum að saxa þetta niður, æfa okkur í að koma til baka og eitthvað, en nú er ég svolítið að pæla í því hvort Þór, hvort þær hafi bara verið hættar líka. Það er ekki alveg að marka þetta. Þannig að það er ekki alveg að marka þessa tvo leiki. Myndatökumaðurinn þinn sagði að við hefðum unnið Val ef við hefðum spilað svona í síðasta leik, en við bara virðumst alltaf finna leiðir til þess að vera fokking aumingjar sko.“ Eðlislægur aumingjaskapur Þið finnið leiðir til þess segirðu, er það þá bara eitthvað eðlislægt hjá þínum konum eða? „Já það virðist vera. Það er eitthvað sem er erfitt að taka með á koddann. Ég meina, í alvöru, við eigum að vera búin að taka eitthvað af þessum leikjum sko. Í alvöru, það hlýtur að vera hægt að klára eitthvað af þessu bara á karakter, en það er bara þannig.“ Karakter(sleysi) ástæðan fyrir öllu Er það bara karakterinn, ekkert annað í spilamennsku eða leikskipulagi? „Karakter er náttúrulega vélin á bak við þetta. Það er karakter að mæta á æfingu, með allan listann af öllu feedback-inu (ábendingum þjálfara) og vera að vinna í þessu. Ef þú ert með lélega vítanýtingu, þá ertu inni í íþróttahúsinu þar til ljósin slökkna, biður svo um lykilinn og ert bara nóttina að skjóta víti þar til þú ert kominn upp í einhverjar almennilegar tölur. Þetta er bara það. Auðvitað töpum við á leikfræði, þannig er körfubolti… En þetta er fokking lélegt, það er það sem þetta er, ég er ekki sáttur.“ „Hippamussukomment“ Brynjar baðst svo afsökunar á því að blóta oft í viðtalinu, hann væri bara svo vanur því að nota slíkt orðalag í leikjum. Sem er sannarlega rétt og vakti spurningu um hvort hann hafi prófað að beita einhverjum öðrum aðferðum en blótsyrðum og öskrum. „Hvaða hippamussukomment er þetta? Get a life. Þetta eru bara alvöru stelpur hérna, myndirðu spyrja einhvern að þessu í karlaboltanum?“ Já var svarið við þeirri spurningu. „Þú ert pottþétt nýr í þessu, þetta er svona í strákaboltanum sko,“ sagði Brynjar að lokum en krafðist frekari útskýringa á síðustu spurningunni eftir að slökkt hafði verið á upptökutækjum. Því var svarað á þann veg að það væri ekki óeðlilegt að spyrja þjálfara hvort hann hyggist breyta sinni nálgun. Þá sérstaklega í ljósi þess að liðið er í neðsta sæti deildarinnar og hefur tapað átta leikjum í röð. Við tóku alllangar umræður sem verða ekki reifaðar frekar. Fréttin hefur verið uppfærð Orðinu leikflæði var breytt í leikfræði. Klippa: Viðtal við Brynjar Karl 28. janúar 2025 Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. 16. nóvember 2022 08:01 „Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. 18. febrúar 2021 09:15 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
„Ég var náttúrulega bara að drulla yfir nokkrar stelpur. Tala um hvað þetta væri karakterslaust og bara lítið að gerast þar. Við töpuðum þessu bara á karakter sko, við eigum alveg að geta hangið í þeim. Það verður samt að gefa Þór kredit, þetta er sennilega best spilandi lið í deildinni. Við fengum smá kennslustund og ég vona að mínar stelpur hafi lært eitthvað.“ Sagði Brynjar, aðspurður hvað hann hafði sagt inni í klefa eftir leik. „Lúseramarkmið“ Öflugur varnarleikur hefur verið helsta einkenni Aþenu. Brynjar sagði eftir síðasta leik gegn Val að vörnin hafi staðið vel en sóknin ekki skilað sínu. Fannst þér vörnin standa jafn vel í dag? „Nei og það er svolítið leiðinlegt að ég setti mér markmið að ná þessu niður í tíu stig [Aþena var þrjátíu stigum undir eftir þriðja leikhluta], sem við gerðum, en þetta var svona lúseramarkmið. Þrjátíu stigum undir og þá var það bara: Hey, reynum að saxa þetta niður, æfa okkur í að koma til baka og eitthvað, en nú er ég svolítið að pæla í því hvort Þór, hvort þær hafi bara verið hættar líka. Það er ekki alveg að marka þetta. Þannig að það er ekki alveg að marka þessa tvo leiki. Myndatökumaðurinn þinn sagði að við hefðum unnið Val ef við hefðum spilað svona í síðasta leik, en við bara virðumst alltaf finna leiðir til þess að vera fokking aumingjar sko.“ Eðlislægur aumingjaskapur Þið finnið leiðir til þess segirðu, er það þá bara eitthvað eðlislægt hjá þínum konum eða? „Já það virðist vera. Það er eitthvað sem er erfitt að taka með á koddann. Ég meina, í alvöru, við eigum að vera búin að taka eitthvað af þessum leikjum sko. Í alvöru, það hlýtur að vera hægt að klára eitthvað af þessu bara á karakter, en það er bara þannig.“ Karakter(sleysi) ástæðan fyrir öllu Er það bara karakterinn, ekkert annað í spilamennsku eða leikskipulagi? „Karakter er náttúrulega vélin á bak við þetta. Það er karakter að mæta á æfingu, með allan listann af öllu feedback-inu (ábendingum þjálfara) og vera að vinna í þessu. Ef þú ert með lélega vítanýtingu, þá ertu inni í íþróttahúsinu þar til ljósin slökkna, biður svo um lykilinn og ert bara nóttina að skjóta víti þar til þú ert kominn upp í einhverjar almennilegar tölur. Þetta er bara það. Auðvitað töpum við á leikfræði, þannig er körfubolti… En þetta er fokking lélegt, það er það sem þetta er, ég er ekki sáttur.“ „Hippamussukomment“ Brynjar baðst svo afsökunar á því að blóta oft í viðtalinu, hann væri bara svo vanur því að nota slíkt orðalag í leikjum. Sem er sannarlega rétt og vakti spurningu um hvort hann hafi prófað að beita einhverjum öðrum aðferðum en blótsyrðum og öskrum. „Hvaða hippamussukomment er þetta? Get a life. Þetta eru bara alvöru stelpur hérna, myndirðu spyrja einhvern að þessu í karlaboltanum?“ Já var svarið við þeirri spurningu. „Þú ert pottþétt nýr í þessu, þetta er svona í strákaboltanum sko,“ sagði Brynjar að lokum en krafðist frekari útskýringa á síðustu spurningunni eftir að slökkt hafði verið á upptökutækjum. Því var svarað á þann veg að það væri ekki óeðlilegt að spyrja þjálfara hvort hann hyggist breyta sinni nálgun. Þá sérstaklega í ljósi þess að liðið er í neðsta sæti deildarinnar og hefur tapað átta leikjum í röð. Við tóku alllangar umræður sem verða ekki reifaðar frekar. Fréttin hefur verið uppfærð Orðinu leikflæði var breytt í leikfræði. Klippa: Viðtal við Brynjar Karl 28. janúar 2025
Bónus-deild kvenna Aþena Tengdar fréttir Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. 16. nóvember 2022 08:01 „Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. 18. febrúar 2021 09:15 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
Pabbi fékk nóg og hótaði Brynjari: „Stelpan er grátandi hérna út af þér“ Æstur faðir leikmanns truflaði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í Þorlákshöfn á dögunum þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af samskiptum þjálfara í garð dóttur sinnar. 16. nóvember 2022 08:01
„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. 18. febrúar 2021 09:15