Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2025 13:32 Bronny James og LeBron James á ferðinni í leiknum gegn Philadelphia 76ers. LeBron skoraði 31 stig en Bronny var stigalaus. getty/Emilee Chinn JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, segist ef til vill hafa gert mistök með því nota Bronny James jafn mikið og hann gerði í leiknum gegn Philadelphia 76ers í nótt. Eftir stundina sögulegu í upphafsleik Lakers á tímabilinu, þar sem Bronny lék með föður sínum, LeBron James, hefur hann verið notaður sparlega og aðallega leikið með G-deildarliðinu South Bay Lakers. Bronny fékk hins vegar tækifæri gegn Sixers í nótt og lék í fimmtán mínútur. Hann verður ekki sakaður um að hafa nýtt þær vel en öll fimm skot hans geiguðu og hann tapaði boltanum þrisvar sinnum. Þá var Bronny í vandræðum í vörninni. „Kannski setti ég hann í erfiða stöðu,“ sagði Redick eftir leikinn sem Lakers tapaði, 118-104. „Að fljúga hingað í gær, sjónvarpsleikur í Philly og allt það. Hann spilaði ekki vel en hefur spilað frábærlega í G-deildinni.“ JJ Redick says he played Bronny in the 1st quarter hoping he'd bring the team "energy""He didn't play well, but he's been playing great in the stay-ready games and in the [G League]. I have confidence in him." pic.twitter.com/SNk4G5swIa— Bleacher Report (@BleacherReport) January 29, 2025 Bronny hafði verið að spila með South Bay Lakers áður en Redick kallaði í hann fyrir leikinn gegn Sixers. „Mér fannst bara þegar það voru tveir leikir í röð að hann gæti fært okkur orku. Það var markmiðið. Ég hef trú á honum en augljóslega sýndi hann það ekki á þessu getustigi.“ Eftir leikinn viðurkenndi Bronny að það hefði komið honum á óvart þegar Redick hóaði í hann. „Það kom upp úr þurru svo ég reyndi bara að vera tilbúinn að spila,“ sagði Bronny sem Lakers valdi með 55. valrétti í nýliðvali NBA síðasta sumar. LeBron var atkvæðamestur Lakers-manna í tapinu í nótt. Hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af sextán skotum sínum. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Eftir stundina sögulegu í upphafsleik Lakers á tímabilinu, þar sem Bronny lék með föður sínum, LeBron James, hefur hann verið notaður sparlega og aðallega leikið með G-deildarliðinu South Bay Lakers. Bronny fékk hins vegar tækifæri gegn Sixers í nótt og lék í fimmtán mínútur. Hann verður ekki sakaður um að hafa nýtt þær vel en öll fimm skot hans geiguðu og hann tapaði boltanum þrisvar sinnum. Þá var Bronny í vandræðum í vörninni. „Kannski setti ég hann í erfiða stöðu,“ sagði Redick eftir leikinn sem Lakers tapaði, 118-104. „Að fljúga hingað í gær, sjónvarpsleikur í Philly og allt það. Hann spilaði ekki vel en hefur spilað frábærlega í G-deildinni.“ JJ Redick says he played Bronny in the 1st quarter hoping he'd bring the team "energy""He didn't play well, but he's been playing great in the stay-ready games and in the [G League]. I have confidence in him." pic.twitter.com/SNk4G5swIa— Bleacher Report (@BleacherReport) January 29, 2025 Bronny hafði verið að spila með South Bay Lakers áður en Redick kallaði í hann fyrir leikinn gegn Sixers. „Mér fannst bara þegar það voru tveir leikir í röð að hann gæti fært okkur orku. Það var markmiðið. Ég hef trú á honum en augljóslega sýndi hann það ekki á þessu getustigi.“ Eftir leikinn viðurkenndi Bronny að það hefði komið honum á óvart þegar Redick hóaði í hann. „Það kom upp úr þurru svo ég reyndi bara að vera tilbúinn að spila,“ sagði Bronny sem Lakers valdi með 55. valrétti í nýliðvali NBA síðasta sumar. LeBron var atkvæðamestur Lakers-manna í tapinu í nótt. Hann skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hann hitti úr tíu af sextán skotum sínum.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira