„Sem betur fer spilum við innanhúss” Haraldur Örn Haraldsson skrifar 30. janúar 2025 21:59 Justin James fór mikinn. vísir/diego Álftanes mætti í Breiðholtið í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Bónus deild karla. Álftanes vann leikinn 75-94 en þrátt fyrir 19 stiga mun var leikurinn gríðarlega jafn lengi vel. Justin James leikmaður Álftanes átti stórleik þar sem hann gerði 34 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar. „Leikurinn var mjög fýsískur, ÍR liðið á skilið mikið hrós, þeir börðust mjög vel. Þeir náðu muninum niður í eitthvað um átta stig. Þeir spiluðu mjög fýsískt og höfðu greinilega mikið sjálfstraust í seinni hálfleiknum. Þannig hrós á þá, en við spiluðu heilt yfir mjög góðan leik í öllum fjórum leikhlutum, þannig ég er stoltur af mínum mönnum,” sagði Justin James en hann hefur verið að stíga upp undanfarið fyrir Álftanes. Það voru miklar væntingar fyrir honum þegar hann kom, þar sem hann hefur áður spilað í NBA deildinni og hann virðist vera standa undir þeim núna. „Mér finnst ég vera búinn að læra betur inn á okkar leikstíl og læra inn á liðsfélaga mína. Ég er þakklátur fyrir því að Álftanes var tilbúið til þess að gefa mér tækifæri eftir að ég var ekki búinn að spila körfubolta í 18 mánuði. Eftir að hafa verið frá leiknum svona lengi, er það frábær tilfinning að vera kominn aftur að spila leikinn sem ég elska.” Bónus-deildin er gríðarlega jöfn og með þessum sigri jafnar Álftanes fjögur önnur lið af stigum í deildinni. Nú þegar það eru ekki margir leikir eftir fram að úrslitakeppni er hver og einn einasti leikur gríðarlega mikilvægur. „Aðalatriðið er bara að halda sig í aðalatriðunum og taka þetta einn leik í einu. Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel í að koma inn í hvern leik eins og það sé úrslitakeppnisleikur. Það síðasta sem við ættum að vera gera er að horfa fram á veginn eða horfa á stöðuna í deildinni. Besta í stöðunni er bara að dominera hvern dag, hvort sem það er æfing, eða leikur. Bara að gefa allt á hverjum einasta degi, og mér finnst við hafa verið að standa okkur vel í því.” Þetta hefur verið fram úr vonum Að vera svona lengi frá leiknum og koma svo í íslenska körfubolta getur verið áskorun en Justin hefur verið ánægður með upplifun sína hingað til. „Í hreinskilni sagt hefur þetta verið fram úr vonum. Álftanes er frábær bær og stuðningsmenn eiga hrós skilið, þeir eru frábærir, takk fyrir að mæta leikina og sýna stuðning. Ég elska liðsfélaga mína, þjálfarana og allt liðið. Samböndin eru að myndast og styrkjast og ég elska það að spila körfubolta hér.” Kuldinn á Íslandi hefur sín áhrif en það virðist ekki vera nægilega mikill mínus til að hafa mikil áhrif á Justin. „Það er kalt,” segir Justin og hlær. „En þetta hefur verið allt í lagi fyrir mig, ég spilaði körfubolta í Wyoming, þannig ég er ágætlega vanur kuldanum. Körfuboltinn hjálpar og sem betur fer spilum við innanhúss,” sagði Justin léttur að endingu. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Sjá meira
„Leikurinn var mjög fýsískur, ÍR liðið á skilið mikið hrós, þeir börðust mjög vel. Þeir náðu muninum niður í eitthvað um átta stig. Þeir spiluðu mjög fýsískt og höfðu greinilega mikið sjálfstraust í seinni hálfleiknum. Þannig hrós á þá, en við spiluðu heilt yfir mjög góðan leik í öllum fjórum leikhlutum, þannig ég er stoltur af mínum mönnum,” sagði Justin James en hann hefur verið að stíga upp undanfarið fyrir Álftanes. Það voru miklar væntingar fyrir honum þegar hann kom, þar sem hann hefur áður spilað í NBA deildinni og hann virðist vera standa undir þeim núna. „Mér finnst ég vera búinn að læra betur inn á okkar leikstíl og læra inn á liðsfélaga mína. Ég er þakklátur fyrir því að Álftanes var tilbúið til þess að gefa mér tækifæri eftir að ég var ekki búinn að spila körfubolta í 18 mánuði. Eftir að hafa verið frá leiknum svona lengi, er það frábær tilfinning að vera kominn aftur að spila leikinn sem ég elska.” Bónus-deildin er gríðarlega jöfn og með þessum sigri jafnar Álftanes fjögur önnur lið af stigum í deildinni. Nú þegar það eru ekki margir leikir eftir fram að úrslitakeppni er hver og einn einasti leikur gríðarlega mikilvægur. „Aðalatriðið er bara að halda sig í aðalatriðunum og taka þetta einn leik í einu. Mér finnst við hafa staðið okkur mjög vel í að koma inn í hvern leik eins og það sé úrslitakeppnisleikur. Það síðasta sem við ættum að vera gera er að horfa fram á veginn eða horfa á stöðuna í deildinni. Besta í stöðunni er bara að dominera hvern dag, hvort sem það er æfing, eða leikur. Bara að gefa allt á hverjum einasta degi, og mér finnst við hafa verið að standa okkur vel í því.” Þetta hefur verið fram úr vonum Að vera svona lengi frá leiknum og koma svo í íslenska körfubolta getur verið áskorun en Justin hefur verið ánægður með upplifun sína hingað til. „Í hreinskilni sagt hefur þetta verið fram úr vonum. Álftanes er frábær bær og stuðningsmenn eiga hrós skilið, þeir eru frábærir, takk fyrir að mæta leikina og sýna stuðning. Ég elska liðsfélaga mína, þjálfarana og allt liðið. Samböndin eru að myndast og styrkjast og ég elska það að spila körfubolta hér.” Kuldinn á Íslandi hefur sín áhrif en það virðist ekki vera nægilega mikill mínus til að hafa mikil áhrif á Justin. „Það er kalt,” segir Justin og hlær. „En þetta hefur verið allt í lagi fyrir mig, ég spilaði körfubolta í Wyoming, þannig ég er ágætlega vanur kuldanum. Körfuboltinn hjálpar og sem betur fer spilum við innanhúss,” sagði Justin léttur að endingu.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Sjá meira