Mundi loforðið til kennarans Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2025 16:31 Siguröskur Dominik Kuzmanovic, eftir hverja góða markvörslu, eru orðin einkennistákn hjá honum á HM. Getty/Sanjin Strukic Dominik Kuzmanovic er einn af stærstu hetjunum í leikmannahópi Dags Sigurðssonar og þessi ungi markvörður á sinn þátt í því að Króatía skuli spila til úrslita á HM í handbolta á sunnudaginn. Hann fann stund milli stríða í vikunni til að senda gömlu kennslukonunni sinni kærkomna gjöf. Kuzmanovic hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu, með frábærum markvörslum og kraftmiklum öskrum sínum fyrir framan æsta stuðningsmenn í Zagreb. Einn af aðdáendum hans er Sanja Oroz, fyrrverandi kennari hans, en þökk sé Kuzmanovic fékk hún miða á leikinn ótrúlega við Ungverja í vikunni þar sem Króatar unnu hálfgerðan kraftaverkasigur. Oroz sagði skemmtilega frá á Facebook: „Kennari, ég er með miða fyrir þig“ „Sem fyrrverandi „handboltakona“ og kennari hans þá ræddum við oft saman um handbolta, og við fórum jafnvel með þau á handboltaleiki. Í 8. bekk spurði ég hann hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni, og hann sagðist ætla í skóla í Dugo Selo til að geta æft... Í ljósi þess að hann var úrvalsnemandi þá spurði ég: „En hvað ef þér tekst þetta ekki?“ Hann svaraði bara: „Mér mun takast þetta.“ Þá sagði ég honum að þegar hann myndi slá í gegn þá yrði hann að muna eftir kennaranum sínum og gefa mér miða á leik. Um þetta var samið, fyrir átta árum síðan,“ skrifaði kennslukonan og bætti svo við: „Á mánudaginn fékk ég skilaboð frá honum: „Kennari, ég er með miða fyrir þig ef þú skyldir komast.“ Hann gladdi mig alveg rosalega mikið. Þess vegna, þökk sé honum, varð ég vitni að kraftaverkinu gegn Ungverjalandi. Megi þér heilsast sem best elsku Kuzma, þú ert þegar orðinn stórkostlegur.“ View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) Spilar fyrir Dag og Guðjón Val Kuzmanovic er aðeins 22 ára gamall en hann hóf að æfa handbolta þegar hann var aðeins fimm ára og varð króatískur meistari í yngri flokkum með Dugo Selo. Árið 2019 gekk hann í raðir RK Nexe Nasice í efstu deild og hélt áfram að vaxa og dafna sem markvörður. Það var svo í fyrrasumar sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við honum hjá Gummersbach í Þýskalandi og lýsti honum sem einum mest spennandi og hæfileikaríkasta markverði Evrópu. Kuzmanovic hefur svo staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í þýsku 1. deildinni og ekki síður undir stjórn Dags með landsliðinu sem nú er búið að tryggja sér verðlaun á HM. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Kuzmanovic hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu, með frábærum markvörslum og kraftmiklum öskrum sínum fyrir framan æsta stuðningsmenn í Zagreb. Einn af aðdáendum hans er Sanja Oroz, fyrrverandi kennari hans, en þökk sé Kuzmanovic fékk hún miða á leikinn ótrúlega við Ungverja í vikunni þar sem Króatar unnu hálfgerðan kraftaverkasigur. Oroz sagði skemmtilega frá á Facebook: „Kennari, ég er með miða fyrir þig“ „Sem fyrrverandi „handboltakona“ og kennari hans þá ræddum við oft saman um handbolta, og við fórum jafnvel með þau á handboltaleiki. Í 8. bekk spurði ég hann hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni, og hann sagðist ætla í skóla í Dugo Selo til að geta æft... Í ljósi þess að hann var úrvalsnemandi þá spurði ég: „En hvað ef þér tekst þetta ekki?“ Hann svaraði bara: „Mér mun takast þetta.“ Þá sagði ég honum að þegar hann myndi slá í gegn þá yrði hann að muna eftir kennaranum sínum og gefa mér miða á leik. Um þetta var samið, fyrir átta árum síðan,“ skrifaði kennslukonan og bætti svo við: „Á mánudaginn fékk ég skilaboð frá honum: „Kennari, ég er með miða fyrir þig ef þú skyldir komast.“ Hann gladdi mig alveg rosalega mikið. Þess vegna, þökk sé honum, varð ég vitni að kraftaverkinu gegn Ungverjalandi. Megi þér heilsast sem best elsku Kuzma, þú ert þegar orðinn stórkostlegur.“ View this post on Instagram A post shared by IHF (@ihfworldhandball) Spilar fyrir Dag og Guðjón Val Kuzmanovic er aðeins 22 ára gamall en hann hóf að æfa handbolta þegar hann var aðeins fimm ára og varð króatískur meistari í yngri flokkum með Dugo Selo. Árið 2019 gekk hann í raðir RK Nexe Nasice í efstu deild og hélt áfram að vaxa og dafna sem markvörður. Það var svo í fyrrasumar sem Guðjón Valur Sigurðsson tók við honum hjá Gummersbach í Þýskalandi og lýsti honum sem einum mest spennandi og hæfileikaríkasta markverði Evrópu. Kuzmanovic hefur svo staðið sig vel á sinni fyrstu leiktíð í þýsku 1. deildinni og ekki síður undir stjórn Dags með landsliðinu sem nú er búið að tryggja sér verðlaun á HM.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira