Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 11:32 Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa líka mælt með að þetta sé gert jafnt og þétt, í þá beinu sambandi við aukningu drasls, en ég hef verið hrifnari af átaksverkefnum. Reyndar hef ég gerst sek um að ýta þessum átaksverkefnum á undan mér og á þar að baki áratugareynslu í “ég geri þetta á morgun” loforðum. Síðan hef ég verðlaunað mig reglulega með því að horfa á góða kvikmynd, kannski Love Actually þar sem Hugh Grant les yfir hausamótunum á forseta Bandaríkjanna, eða bara Dalalíf, jafnvel með popp og kók í glasi. Hinsvegar virðast þessi loforð koma í bakið á mér þegar ég stend ekki við þau, skyndilega eru einu nærfötin sem eru hrein, götóttar buxur eiginmannsins og heimalestrarhefti dætranna er einhversstaðar undir gömlum Quelle-pöntunarlista. Hafir þú náð að lesa hingað og talið þig vera að lesa játningu bugaðrar konu á þriðju vaktinni, þá er ekki svo, ég er bara kennari í kjarabaráttu sem er að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Síðustu misseri hefur sambandið á milli samningsaðila hinsvegar súrnað mjög hratt. Kjarabarátta kennara um þessar mundir byggir nefnilega á að fólk standi við gefin loforð. Ekki loforð um að setja aðeins oftar í vél, eða henda loksins Quelle listanum sem er löngu orðinn úreltur, heldur að standa við loforð um jöfnun launa á milli markaða. Undir það loforð var skrifað árið 2016 af þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, Bjarna Benediktssyni og Halldóri Halldórssyni sem þá voru fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Þangað til í nóvember síðastliðnum sátu tveir þessara þremenninga enn í þeim valdastöðum sem hefði gert þeim kleift að standa við gefin loforð, sem gerðist ekki. Nú eru tekin við ný stjórnmálaöfl, sem meðal annars töluðu fyrir mikilvægi þess að leiðrétta kjör kennara, það væri bara einfaldlega forgangs- og réttlætismál. Hinsvegar er meiri áhersla lögð á að hafa samræmdar símareglur og að breyta námsmati í skólum en kjaramál þeirra sem þar vinna í nýjum stjórnarsáttmála. Nýjasta útspil í kjaraviðræðum kennara var hugmynd um að verðmætameta störf kennara, hugmynd sem í grunninn er ekki slæm. Reyndar ekki ný hugmynd enda var álíka tillaga lögð fram árið 2020. Þá var lagt til í kjarasamningi grunnskólakennara að taka upp starfsmat á störfum okkar, svona hlutlægt mat á raunverulegu virði starfanna. Afraksturinn varð þó enginn. Það er því kannski ekki skrýtið að kennarar séu hóflega bjartsýnir á að staðið verði við slík loforð. Kennarar landsins eru löngu búin að fá nóg af “ég geri þetta á morgun/ eftir kosningar” loforðum og það er ljóst að við njótum stuðnings foreldra og nemenda. Í þeim viðtölum við foreldra barna sem horfa nú fram á enn eina verkfallslotuna síðustu daga hafa þau staðið við bakið á kennurum. Stuðningurinn við kennara frá ríki og sveitarfélögum virðist þó hafa gufað upp með samningsviljanum. Það er mín ósk að samningsaðilar nái saman, en þó sérstaklega að ríki og sveitarfélög standi við stóru orðin. Það er ekki boðlegt að talað sé um kennara sem framlínustarfsfólk og í þeim séu gríðarleg verðmæti fólgin, bara ekki þegar á að borga þeim laun í samræmi við það. Markmið samningsaðila er að mínu viti það sama, að byggja hér upp gott og öflugt menntakerfi. En samt sem áður virðist þetta samband samningsaðila vera að færast meira í þá átt að sá stærri hrifsar til sín það sem sá telur sitt en hundsar kröfur annarra. Slíkt samband telst tæplega vera heilbrigt og ekki vænlegt til árangurs. Ef við ætlum okkur að geta mannað menntakerfið þarf slíkt samband að vera til staðar og ágætis byrjun væri að, jú, standa við gefin loforð. Það teldi ég vera fyrirmyndarsamband. Höundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei haft gaman af því að taka til. Tilfinningin á eftir er þó alveg ágætt, vita að hverju ég geng í hverjum skáp, þurfa ekki að setja innanhússmet í langstökki til að komast að rúminu og svo mætti áfram telja. Einhverjir hafa líka mælt með að þetta sé gert jafnt og þétt, í þá beinu sambandi við aukningu drasls, en ég hef verið hrifnari af átaksverkefnum. Reyndar hef ég gerst sek um að ýta þessum átaksverkefnum á undan mér og á þar að baki áratugareynslu í “ég geri þetta á morgun” loforðum. Síðan hef ég verðlaunað mig reglulega með því að horfa á góða kvikmynd, kannski Love Actually þar sem Hugh Grant les yfir hausamótunum á forseta Bandaríkjanna, eða bara Dalalíf, jafnvel með popp og kók í glasi. Hinsvegar virðast þessi loforð koma í bakið á mér þegar ég stend ekki við þau, skyndilega eru einu nærfötin sem eru hrein, götóttar buxur eiginmannsins og heimalestrarhefti dætranna er einhversstaðar undir gömlum Quelle-pöntunarlista. Hafir þú náð að lesa hingað og talið þig vera að lesa játningu bugaðrar konu á þriðju vaktinni, þá er ekki svo, ég er bara kennari í kjarabaráttu sem er að reyna að koma málstað okkar á framfæri. Síðustu misseri hefur sambandið á milli samningsaðila hinsvegar súrnað mjög hratt. Kjarabarátta kennara um þessar mundir byggir nefnilega á að fólk standi við gefin loforð. Ekki loforð um að setja aðeins oftar í vél, eða henda loksins Quelle listanum sem er löngu orðinn úreltur, heldur að standa við loforð um jöfnun launa á milli markaða. Undir það loforð var skrifað árið 2016 af þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, Bjarna Benediktssyni og Halldóri Halldórssyni sem þá voru fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Þangað til í nóvember síðastliðnum sátu tveir þessara þremenninga enn í þeim valdastöðum sem hefði gert þeim kleift að standa við gefin loforð, sem gerðist ekki. Nú eru tekin við ný stjórnmálaöfl, sem meðal annars töluðu fyrir mikilvægi þess að leiðrétta kjör kennara, það væri bara einfaldlega forgangs- og réttlætismál. Hinsvegar er meiri áhersla lögð á að hafa samræmdar símareglur og að breyta námsmati í skólum en kjaramál þeirra sem þar vinna í nýjum stjórnarsáttmála. Nýjasta útspil í kjaraviðræðum kennara var hugmynd um að verðmætameta störf kennara, hugmynd sem í grunninn er ekki slæm. Reyndar ekki ný hugmynd enda var álíka tillaga lögð fram árið 2020. Þá var lagt til í kjarasamningi grunnskólakennara að taka upp starfsmat á störfum okkar, svona hlutlægt mat á raunverulegu virði starfanna. Afraksturinn varð þó enginn. Það er því kannski ekki skrýtið að kennarar séu hóflega bjartsýnir á að staðið verði við slík loforð. Kennarar landsins eru löngu búin að fá nóg af “ég geri þetta á morgun/ eftir kosningar” loforðum og það er ljóst að við njótum stuðnings foreldra og nemenda. Í þeim viðtölum við foreldra barna sem horfa nú fram á enn eina verkfallslotuna síðustu daga hafa þau staðið við bakið á kennurum. Stuðningurinn við kennara frá ríki og sveitarfélögum virðist þó hafa gufað upp með samningsviljanum. Það er mín ósk að samningsaðilar nái saman, en þó sérstaklega að ríki og sveitarfélög standi við stóru orðin. Það er ekki boðlegt að talað sé um kennara sem framlínustarfsfólk og í þeim séu gríðarleg verðmæti fólgin, bara ekki þegar á að borga þeim laun í samræmi við það. Markmið samningsaðila er að mínu viti það sama, að byggja hér upp gott og öflugt menntakerfi. En samt sem áður virðist þetta samband samningsaðila vera að færast meira í þá átt að sá stærri hrifsar til sín það sem sá telur sitt en hundsar kröfur annarra. Slíkt samband telst tæplega vera heilbrigt og ekki vænlegt til árangurs. Ef við ætlum okkur að geta mannað menntakerfið þarf slíkt samband að vera til staðar og ágætis byrjun væri að, jú, standa við gefin loforð. Það teldi ég vera fyrirmyndarsamband. Höundur er kennari.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun