Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:32 Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA . Aðildinni fagnaði formaður Kvenréttindafélagsins, Tatjana Latinovic, sem sagði: „[…] Kvenréttindafélagið hefur í rúmlega hundrað ár verið leiðandi í baráttunni fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. […]. Jafnrétti verður aldrei náð ef jafnrétti er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu.“ Formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fagnaði einnig og sagði: „[…] Trans fólk og hinsegin fólk almennt er órjúfanlegur partur af femínískri baráttu og þurfum við öll að taka höndum saman til að kveða burt íhaldsöfl og áróður sem hafa risið upp á afturlappirnar gegn trans fólki víðsvegar um heim á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við á Íslandi setjum fordæmi og sýnum að femínísk samstaða og barátta þarf að ná til okkar allra – ekki bara þeirra sem falla kyrfilega í ríkjandi kynjanorm eða önnur ríkjandi valdakerfi.“ Þetta var árið 2020 en í dag eiga þessi orð formannanna jafnvel betur við. Allar konur, sís og trans, eru konur og allar konur eiga heima í Kvenréttindafélagi Íslands sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 118 ár. Ímynduð ógn og raunveruleg ógn við konur Í þá ímynduðu ógn sem konum stafar af trans fólki og þá sérstaklega trans konum þarf vart að eyða orðum enda koma þau frá fólki sem í besta falli lætur sig raunverulegt öryggi kvenna engu varða en í versta falli vinnur einbeitt gegn því eins og núverandi forseti Bandaríkjanna. Konum stafar ógn af óteljandi formum kynbundins ofbeldis þar sem Hr. Venjulegur er gerandi, af ólögum sem hindra yfirráð kvenna yfir eigin líkama og sleppa ofbeldismönnum við refsingar, af fyrrverandi og núverandi mökum sem eru langstærsti hópurinn sem þær myrðir, af örmögnun vegna krafna sem ekki er hægt að mæta, oft tengdum móðurhlutverkinu, af stríðsbrölti karla og af ótal fleiri birtingarmyndum kvenfyrirlitningar feðraveldisins. Jafnrétti styrkir og bætir samfélög Sú grundvallarhugmyndafræði sem því miður flest samfélög í heiminum í dag hvíla á, gengur út frá yfirráðum hvítra karla yfir öðrum. Samfélög þar sem kynjajafnrétti er lítið eru óstöðug, efnahagslega verr stödd, líklegri til stríðsátaka og framþróun er þar hæg. Ríkjandi valdakerfi ógnar lífi, heilsu og lífsgæðum kvenna og barna um allan heim. Eina leiðin til að draga úr ógninni er að breyta kerfinu. Þau sem vilja stöðug og blómleg samfélög og aukið öryggi kvenna og barna ættu því að leggjast á eitt við að breyta stöðnuðu valdakerfi aftur úr fornöld í stað þess ráðast að jaðarsettum hópum eins og trans fólki. Kvenréttindafélag Íslands stendur með trans konum nú sem áður. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Jafnréttismál Málefni trans fólks Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA . Aðildinni fagnaði formaður Kvenréttindafélagsins, Tatjana Latinovic, sem sagði: „[…] Kvenréttindafélagið hefur í rúmlega hundrað ár verið leiðandi í baráttunni fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. […]. Jafnrétti verður aldrei náð ef jafnrétti er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu.“ Formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fagnaði einnig og sagði: „[…] Trans fólk og hinsegin fólk almennt er órjúfanlegur partur af femínískri baráttu og þurfum við öll að taka höndum saman til að kveða burt íhaldsöfl og áróður sem hafa risið upp á afturlappirnar gegn trans fólki víðsvegar um heim á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við á Íslandi setjum fordæmi og sýnum að femínísk samstaða og barátta þarf að ná til okkar allra – ekki bara þeirra sem falla kyrfilega í ríkjandi kynjanorm eða önnur ríkjandi valdakerfi.“ Þetta var árið 2020 en í dag eiga þessi orð formannanna jafnvel betur við. Allar konur, sís og trans, eru konur og allar konur eiga heima í Kvenréttindafélagi Íslands sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 118 ár. Ímynduð ógn og raunveruleg ógn við konur Í þá ímynduðu ógn sem konum stafar af trans fólki og þá sérstaklega trans konum þarf vart að eyða orðum enda koma þau frá fólki sem í besta falli lætur sig raunverulegt öryggi kvenna engu varða en í versta falli vinnur einbeitt gegn því eins og núverandi forseti Bandaríkjanna. Konum stafar ógn af óteljandi formum kynbundins ofbeldis þar sem Hr. Venjulegur er gerandi, af ólögum sem hindra yfirráð kvenna yfir eigin líkama og sleppa ofbeldismönnum við refsingar, af fyrrverandi og núverandi mökum sem eru langstærsti hópurinn sem þær myrðir, af örmögnun vegna krafna sem ekki er hægt að mæta, oft tengdum móðurhlutverkinu, af stríðsbrölti karla og af ótal fleiri birtingarmyndum kvenfyrirlitningar feðraveldisins. Jafnrétti styrkir og bætir samfélög Sú grundvallarhugmyndafræði sem því miður flest samfélög í heiminum í dag hvíla á, gengur út frá yfirráðum hvítra karla yfir öðrum. Samfélög þar sem kynjajafnrétti er lítið eru óstöðug, efnahagslega verr stödd, líklegri til stríðsátaka og framþróun er þar hæg. Ríkjandi valdakerfi ógnar lífi, heilsu og lífsgæðum kvenna og barna um allan heim. Eina leiðin til að draga úr ógninni er að breyta kerfinu. Þau sem vilja stöðug og blómleg samfélög og aukið öryggi kvenna og barna ættu því að leggjast á eitt við að breyta stöðnuðu valdakerfi aftur úr fornöld í stað þess ráðast að jaðarsettum hópum eins og trans fólki. Kvenréttindafélag Íslands stendur með trans konum nú sem áður. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun