Innlent

Þau tala í um­ræðum um stefnu­ræðu Krist­rúnar

Atli Ísleifsson skrifar
Kristún Frostadóttir mun flytja sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.
Kristún Frostadóttir mun flytja sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Vísir/Vilhelm

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun flytja sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra á Alþingi klukkan 19:40 í kvöld. Í kjölfarið munu fulltrúar þeirra sex flokka sem eiga sæti á þingi flytja ræður.

Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis kemur fram að umræðurnar skiptist í tvær umferðir. Forsætisráðherra hafi tólf mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafi sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver.

Röð flokkanna í umræðunum og ræðumenn þeirra eru eftirfarandi:

Samfylkingin

  • Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð
  • Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð

Sjálfstæðisflokkur

  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð
  • Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð

Viðreisn

  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð
  • Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð

Miðflokkurinn

  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð
  • Sigríður Á. Andersen, 6. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Flokkur fólksins

  • Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð
  • Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð

Framsóknarflokkur

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð
  • Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð

Hægt verður að fylgjast með útsendingu í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×