Vörurnar sem eru á afslætti í Nettó eru fyrst og fremst vörur sem ekki fást í Krónunni og Bónus. Dagvöruvísitalan hækkaði um 0,35 prósent í febrúar á síðasta ári þegar allur mánuðurinn lá fyrir.
Prís enn ódýrasta verslunin
Prís er enn ódýrasta verslunin samkvæmt reglulegu eftirliti verðlagseftirlits ASÍ. Þar eru verð mun lengra undir verði en í Bónus, meira heldur en verð í Bónus eru undir verði í Krónunni. Samkvæmt tilkynningu ASÍ eru verð í Nettó svo skammt undan verði í Krónunni.
Samanburðurinn er þó aðeins framkvæmdur vöru fyrir vöru, ekki á vörum sem finnast ekki í öðrum verslunum. Það þýðir að Heilsudagar Nettó hnika ekki stöðu verslunarinnar í samanburði við Krónuna og Bónus því það eru fyrst og fremst aðrar vörur sem nú eru á útsölu þar.
Euroshopper hækkað Meira en Gestus og First Price
Verðlag í Krónunni og Bónus hækkar í svipuðum takti og undanfarna mánuði, um 0,25 prósent í Krónunni og 0,5 prósent í Bónus. Verð í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði samkvæmt tilkynningu ASÍ. Í tilkynningu segir að það skýrist ekki síst af því að vörur frá Euroshopper hafa hækkað meira en vörur frá Gestus og First Price.
Þá kemur fram að miðað við febrúar í fyrra vegi hækkanir vissra birgja afar þungt. Verð á vörum frá Nóa Síríus og Freyju hefur á einu ári hækkað yfir 20 prósent og frá Kjörís um 17 prósent, þegar meðalhækkun verðs í Bónus og Krónunni er skoðað.
Þá kemur fram í tilkynningunni að í janúar hafi Ölgerðin og Kjörís leitt hækkanir milli desember og janúar. Nú hafa Coca Cola á Íslandi og Emmessís bætt um betur og hækka meira en keppinautar þeirra milli desember og febrúar. Mestu hækkanirnar eru þó hjá Coca-Cola á Íslandi og hjá Ölgerðinni eins og sést á myndinni að neðan.