Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 11:35 Úkraínskir hermenn eru sagðir hafa sótt fram á þrjátíu til fimmtíu skrið- og bryndrekum. Getty/Scott Peterson Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa enn sem komið er lítið tjáð sig um gagnsókn þessa en rússneskir herbloggarar tala um að árásirnar hafi verið gerðar með þrjátíu til fimmtíu skrið- og bryndrekum. Hversu vel þessar árásir gengu er enn nokkuð óljóst en myndefni hefur samkvæmt hugveitunni Institute for the study of war sýnt að þeir sóttu í einhverjum tilfellum fram um fimm kílómetra inn fyrir varnarlínu Rússa. Sóknir þessar voru gerður til austurs, suðaustur af bænum Sudzha, sem er stærsti bærinn sem Úkraínumenn stjórna enn í Kúrsk og helsta vígi þeirra. Daily Ukraine map thread for Thursday 6th February 2025Highlights: Ukrainian mechanized and motorized forces attacked towards Ulanok, Kursk, about 5-7 km from the line of contact this morning seemingly bypassing Cherkasskaya Konopelka. Geolocations show Ukrainian forces east of… pic.twitter.com/HUYUpgbUyi— Ukraine Control Map (@UAControlMap) February 6, 2025 Frá því Úkraínumenn komu Rússum á óvart með sókn þeirra inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi, fyrir rétt rúmu hálfu ári, hefur yfirráðasvæði þeirra þar dregist töluvert saman. Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga Rússa og Norðurkóreumenn í Kúrsk á undanförnum mánuðum. Guardian segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa viðurkennt í samtali við tvo ríkisstjóra af svæðinu að ástandið í Kúrs sé „mjög erfitt“. Á fundinum með ríkisstjórunum hrósaði Pútín nokkrum stórfylkjum landgönguliða og fallhlífarhermanna, auk annarra sveita sem berjast gegn Úkraínumönnum í Kúrsk. ISW segir úkraínska hermenn í Kúrsk hafa haldið tugum þúsunda af bestu hermönnum Rússlands þar og í millitíðinni hafi ekki verið hægt að nota þá annarsstaðar á víglínunni, eins og í suðaustur Úkraínu, þar sem Rússar hafa lengi sótt hægt og rólega fram. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Forsvarsmenn úkraínska hersins hafa enn sem komið er lítið tjáð sig um gagnsókn þessa en rússneskir herbloggarar tala um að árásirnar hafi verið gerðar með þrjátíu til fimmtíu skrið- og bryndrekum. Hversu vel þessar árásir gengu er enn nokkuð óljóst en myndefni hefur samkvæmt hugveitunni Institute for the study of war sýnt að þeir sóttu í einhverjum tilfellum fram um fimm kílómetra inn fyrir varnarlínu Rússa. Sóknir þessar voru gerður til austurs, suðaustur af bænum Sudzha, sem er stærsti bærinn sem Úkraínumenn stjórna enn í Kúrsk og helsta vígi þeirra. Daily Ukraine map thread for Thursday 6th February 2025Highlights: Ukrainian mechanized and motorized forces attacked towards Ulanok, Kursk, about 5-7 km from the line of contact this morning seemingly bypassing Cherkasskaya Konopelka. Geolocations show Ukrainian forces east of… pic.twitter.com/HUYUpgbUyi— Ukraine Control Map (@UAControlMap) February 6, 2025 Frá því Úkraínumenn komu Rússum á óvart með sókn þeirra inn í Kúrsk-hérað í Rússlandi, fyrir rétt rúmu hálfu ári, hefur yfirráðasvæði þeirra þar dregist töluvert saman. Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga Rússa og Norðurkóreumenn í Kúrsk á undanförnum mánuðum. Guardian segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa viðurkennt í samtali við tvo ríkisstjóra af svæðinu að ástandið í Kúrs sé „mjög erfitt“. Á fundinum með ríkisstjórunum hrósaði Pútín nokkrum stórfylkjum landgönguliða og fallhlífarhermanna, auk annarra sveita sem berjast gegn Úkraínumönnum í Kúrsk. ISW segir úkraínska hermenn í Kúrsk hafa haldið tugum þúsunda af bestu hermönnum Rússlands þar og í millitíðinni hafi ekki verið hægt að nota þá annarsstaðar á víglínunni, eins og í suðaustur Úkraínu, þar sem Rússar hafa lengi sótt hægt og rólega fram.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51
Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45