Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 12:16 Daniel Ortega, forseti Níkaragva, (með hljóðnema) við hlið vinar síns Nicolás Maduro, forseta Venesúela. Báðir hafa fært lönd sín lengra og lengra í átt að einræðisríkjum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Níkaragva sökuðu kaþólsku kirkjuna um spillingu og barnagirnd rétt eftir að sjónvarpsstöð Páfagarðs birti viðtal við þarlendan biskup sem hefur gagnrýnt þau harðlega. Tugum presta og nunna hefur verið vísað úr Miðameríkulandinu. Viðtal kaþólsku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN við Rolandi Álvarez, biskup og einn harðasta gagnrýnanda Daníels Ortega, forseta Níkaragva, fór öfugt ofan í stjórnvöld í heimalandi hans. Níkragvanska utanríkisráðuneytið kallaði Páfagarð „siðspillt barnaníðingsríki“ sem ynni með mykraöflum sem styddu villimennsku, þjóðarmorð og illsku. Páfagarður væri sekur um glæpi gegn mannkyninu. Álvarez var einn fjölmargra andófsmanna sem stjórn Ortega handtók og fangelsaði árið 2022 í kjölfar mótmælaöldu í landinu árið 2018. Á fjórða hundruð manna féllu þegar öryggissveitir Ortega börðu mótmælin niður. Biskupinn var látinn laus eftir árs fangelsisvist í janúar og viðtalið í Páfagarði var það fyrsta eftir að hann varð frjáls maður. Lýsti hann þakklæti fyrir líkamlega og andlega heilsu sína eftir dvölina í fangelsinu og sagðist vongóður fyrir hönd þjóðar sinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Færast æ lengra í átt að einræði Undir stjórn gamla kommúnista- og skæruliðaleiðtogans Ortega hefur Níkaragva hneigst lengra og lengra í einræðisátt. Forsetinn lét breyta stjórnarskrá til að gera sjálfum sér kleift að sitja áfram á forsetastóli. Nú síðast lengdi hann kjörtímabil forseta og gerði Rosario Murillo, eiginkonu sína, að „samforseta“ sínum. Murillo hefur verið varaforseti Níkaragva þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörin til þess í kosningum. Sérfræðingar segja að breytingum sé ætlað að treysta völd fjölskyldunnar í sessi. Ortega og undirsátar hans hafa verið sakaðir um að notfæra sér stöðu sína til þess að maka krókinn. Þá hefur Ortega-stjórnin gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og handtekið stjórnarandstæðinga, blaðamenn og trúarleiðtoga. Fjöldi þeirra hefur verið sviptur ríkisborgararétti og vísað úr landi. Þúsundir til viðbóta hafa flúið land undan kúgununni. Frans páfi hefur á undanförnum mánuðum beðið kaþólikka um að biðja fyrir Níkaragva og kallað eftir uppbyggilegum samræðum. Níkaragva Páfagarður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Viðtal kaþólsku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN við Rolandi Álvarez, biskup og einn harðasta gagnrýnanda Daníels Ortega, forseta Níkaragva, fór öfugt ofan í stjórnvöld í heimalandi hans. Níkragvanska utanríkisráðuneytið kallaði Páfagarð „siðspillt barnaníðingsríki“ sem ynni með mykraöflum sem styddu villimennsku, þjóðarmorð og illsku. Páfagarður væri sekur um glæpi gegn mannkyninu. Álvarez var einn fjölmargra andófsmanna sem stjórn Ortega handtók og fangelsaði árið 2022 í kjölfar mótmælaöldu í landinu árið 2018. Á fjórða hundruð manna féllu þegar öryggissveitir Ortega börðu mótmælin niður. Biskupinn var látinn laus eftir árs fangelsisvist í janúar og viðtalið í Páfagarði var það fyrsta eftir að hann varð frjáls maður. Lýsti hann þakklæti fyrir líkamlega og andlega heilsu sína eftir dvölina í fangelsinu og sagðist vongóður fyrir hönd þjóðar sinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Færast æ lengra í átt að einræði Undir stjórn gamla kommúnista- og skæruliðaleiðtogans Ortega hefur Níkaragva hneigst lengra og lengra í einræðisátt. Forsetinn lét breyta stjórnarskrá til að gera sjálfum sér kleift að sitja áfram á forsetastóli. Nú síðast lengdi hann kjörtímabil forseta og gerði Rosario Murillo, eiginkonu sína, að „samforseta“ sínum. Murillo hefur verið varaforseti Níkaragva þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörin til þess í kosningum. Sérfræðingar segja að breytingum sé ætlað að treysta völd fjölskyldunnar í sessi. Ortega og undirsátar hans hafa verið sakaðir um að notfæra sér stöðu sína til þess að maka krókinn. Þá hefur Ortega-stjórnin gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og handtekið stjórnarandstæðinga, blaðamenn og trúarleiðtoga. Fjöldi þeirra hefur verið sviptur ríkisborgararétti og vísað úr landi. Þúsundir til viðbóta hafa flúið land undan kúgununni. Frans páfi hefur á undanförnum mánuðum beðið kaþólikka um að biðja fyrir Níkaragva og kallað eftir uppbyggilegum samræðum.
Níkaragva Páfagarður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira