„Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2025 08:32 LeBron James var með ráð fyrir Luka Doncic fyrir fyrsta leik Slóvenans eftir komuna frá Dallas Mavericks. Getty/Ronald Martinez LeBron James var með ansi skýr skilaboð til Luka Doncic þegar leikmenn LA Lakers hópuðust saman í hring rétt fyrir fyrsta leik Slóvenans magnaða, eftir ein stærstu leikmannaskipti sögunnar í NBA-deildinni í körfubolta. Doncic er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og lék sinn fyrsta leik með Lakers í gær, eftir komuna óvæntu frá Dallas Mavericks, þegar Lakers unnu Utah Jazz á heimavelli, 132-113. Fyrsta leik Doncic hafði verið beðið með eftirvæntingu og sáu forráðamenn Lakers til þess að allir gætu verið í treyjum merktum honum á leiknum. Stjörnurnar voru mættar til að berja Doncic augum og í höllinni í gær mátti meðal annars sjá Adele, Will Ferrell og þá Flea og Chad Smith úr Red Hot Chili Peppers, auk Dallas Mavericks goðsagnarinnar Dirk Nowitzki. Rétt áður en leikurinn í gærkvöld hófst söfnuðust leikmenn Lakers saman þar sem James beindi orðum sínum að Doncic: „Luka, vertu fokking þú sjálfur. Ekki reyna að passa inn í, taktu fokking yfir,“ sagði James í lauslegri þýðingu. "Luka, be your f---ing self. Don't fit in, fit the f--- out."-LeBron to Luka 🗣️ pic.twitter.com/qj8Tbk8M8R— SportsCenter (@SportsCenter) February 11, 2025 Doncic hafði þó, á sinn mælikvarða, frekar hægt um sig og spilaði minna en vanalega eða rúmar 23 mínútur. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. James var stigahæstur Lakers með 24 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Austin Reaves skoraði 22 stig og Rui Hachimura 21 stig. Þetta var fyrsti leikur Doncic eftir að hann meiddist í kálfa um jólin. Hann þurfti ekkert að spila í fjórða leikhlutanum í gær enda var sigur Lakers öruggur og liðið hefur nú unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Lakers eru í 4. sæti vesturdeildarinnar með 32 sigra og 19 töp NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira
Doncic er að komast af stað að nýju eftir meiðsli og lék sinn fyrsta leik með Lakers í gær, eftir komuna óvæntu frá Dallas Mavericks, þegar Lakers unnu Utah Jazz á heimavelli, 132-113. Fyrsta leik Doncic hafði verið beðið með eftirvæntingu og sáu forráðamenn Lakers til þess að allir gætu verið í treyjum merktum honum á leiknum. Stjörnurnar voru mættar til að berja Doncic augum og í höllinni í gær mátti meðal annars sjá Adele, Will Ferrell og þá Flea og Chad Smith úr Red Hot Chili Peppers, auk Dallas Mavericks goðsagnarinnar Dirk Nowitzki. Rétt áður en leikurinn í gærkvöld hófst söfnuðust leikmenn Lakers saman þar sem James beindi orðum sínum að Doncic: „Luka, vertu fokking þú sjálfur. Ekki reyna að passa inn í, taktu fokking yfir,“ sagði James í lauslegri þýðingu. "Luka, be your f---ing self. Don't fit in, fit the f--- out."-LeBron to Luka 🗣️ pic.twitter.com/qj8Tbk8M8R— SportsCenter (@SportsCenter) February 11, 2025 Doncic hafði þó, á sinn mælikvarða, frekar hægt um sig og spilaði minna en vanalega eða rúmar 23 mínútur. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. James var stigahæstur Lakers með 24 stig, sjö fráköst og átta stoðsendingar. Austin Reaves skoraði 22 stig og Rui Hachimura 21 stig. Þetta var fyrsti leikur Doncic eftir að hann meiddist í kálfa um jólin. Hann þurfti ekkert að spila í fjórða leikhlutanum í gær enda var sigur Lakers öruggur og liðið hefur nú unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Lakers eru í 4. sæti vesturdeildarinnar með 32 sigra og 19 töp
NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira